Fréttasafn

Scientific name: Dendrobium findlayanum

20.12.2004 : Ný reglugerð um verslun með dýr og plöntur

Í dag tekur gildi ný reglugerð um alþjóðlega verslun með tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu í samræmi við CITES samninginn Lesa meira

17.12.2004 : Auka á endurvinnslu og endurnýtingu á pappa-, pappírs- og plastumbúðum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum nr. 162/2002 um úrvinnslugjald sem felur í sér álagningu úrvinnslugjalds á pappírs-, pappa- og plastumbúðir. Lesa meira

16.12.2004 : Umhverfisráðherra tilkynnir um aukna þróunaraðstoð á sviði endurnýjanlegrar orku

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagði í ræðu á 10. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í dag að loftslagsvæn tækni, ekki síst í orkumálum, gæti átt stóran þátt í draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og veðurfarsbreytingum af þeirra völdum. Lesa meira

15.12.2004 : Ráðherrafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna

Ráðherrafundur 10. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hefst í dag, 15. desember, í Buenos Aires í Argentínu. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, situr fundinn fyrir Íslands hönd. Lesa meira

10.12.2004 : Umhverfisráðherra úrskurðar að efnistaka á toppi Ingólfsfjalls sé tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar

Umhverfisráðherra staðfesti í dag ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að efnistaka úr landi jarðarinnar Kjarrs uppi á toppi Ingólfsfjalls sé tilkynningarskyld til stofnunarinnar til ákvörðunar um hvort efnistakan skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Lesa meira

6.12.2004 : Fuglar ekki í hættu vegna Kárahnjúkavirkjunar og Norðlingaölduveitu

Fastanefnd Bernarsamningsins hefur fjallað um kæru á hendur íslenska ríkinu þar sem því er haldið fram að Ísland væri að brjóta nokkur ákvæði Bernarsamningsins með því að heimila virkjanaframvæmdir við Kárahnjúka og Norðingaöldu. Að lokinni umfjöllin taldi Fastnanefndin ekki ástæðu til frekari aðgerða og lokaði málinu. Lesa meira

6.12.2004 : Tíunda aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna

Í dag, mánudaginn 6. desember, hófst í Buenos Aires í Argentínu 10. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP 10 Lesa meira

25.11.2004 : Eftirlitsstofnun EFTA hefur lokið meðferð kvörtunar vegna Kárahnjúkavirkjunar

Umhverfisráðuneytinu barst í dag erindi frá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna kvörtunar sem henni barst vegna úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkvirkjunar og er málinu þar með lokið af hennar hálfu.

Lesa meira

24.11.2004 : Umhverfisráðherra felur brunamálastjóra að gera úttekt vegna brunans hjá Hringrás ehf.

Brunamálastjóra er m.a. falið að kanna hvort ástæða sé til að breyta lögum eða reglum um brunavarnir og eldvarnaeftirlit til þess að draga úr líkum á því að atvik sem þetta endurtaki sig.

Lesa meira
Árni Jón Elíasson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Albert Eymundsson

28.10.2004 : Stærsti þjóðgarður Evrópu verður að veruleika

Umhverfisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þreföldun Skaftafellsþjóðgarðs.

  Ráðherra segir að þetta sé fyrsta skref að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og að m

arkmiðið sé að vernda  náttúru og auðvelda aðgang almennings

  

Lesa meira
Skuggasund 1 frá Lindargötu

27.10.2004 : Umhverfisráðuneytið flytur

Dagana 29. október og 1. nóvember verða skrifstofur umhverfisráðuneytisins að Vonarstræti 4 lokaðar vegna flutninga. Ráðuneytið opnar að nýju að Skuggasundi 1 þriðjudaginn 2. nóvember. Lesa meira

5.10.2004 : Stjórn rjúpnaveiða styrkt

Lagafrumvarp um breytt fyrirkomulag rjúpnaveiða verður lagt fram í haust og stefnt er að því að veiðar samkvæmt nýjum lögum hefjist haustið 2005.

Lesa meira

30.9.2004 : Forstöðumaður rannsóknastöðvarinnar við Mývatn skipaður.

Umhverfisráðherra hefur skipað dr. Árna Einarsson forstöðumann Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.

Lesa meira

15.9.2004 : Öruggar götur fyrir börn

Vikuna 16. til 22. september n.k. tileinkar Evrópusambandið umferðinni eins og undafarin ár og er af því tilefni efnt til sérstakrar samgönguviku (European Mobility Week) sem lýkur með bíllausa deginum miðvikudaginn 22. september.

Lesa meira

Sigríður Anna Þórðardóttir og Siv Friðleifsdóttir

15.9.2004 : Nýr ráðherra í umhverfisráðuneytinu

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra mun næstu daga heimsækja stofnanir og starfsstöðvar ráðuneytisins. Lesa meira
Haraldur Johannessen, aðstoðarmaður umhverfisráðherra

15.9.2004 : Nýr aðstoðarmaður í umhverfisráðuneytinu

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur ráðið Harald Johannessen, hagfræðing, sem aðstoðarmann Lesa meira

14.9.2004 : Verkefnaskrá umhverfisráðuneytisins í umhverfisráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur

Á morgun, miðvikudaginn 15. september, verða ráðherraskipti í umhverfisráðuneytinu en þá lætur Siv Friðleifsdóttir af störfum eftir rúmlega 5 ára störf sem ráðherra umhverfismála Lesa meira
Mörk Skaftajökulsþjóðgarðs eftir stækkun

12.9.2004 : Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli

Umhverfisráðherra kynnir áform um að stór hluti Vatnajökuls verði hluti af þjóðgarðinum í Skaftafelli. Lesa meira

8.9.2004 : Opinn fundur um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs

Fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verður stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli og mun stækkunin ná yfir syðsta hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðið í Lakagígum.

Lesa meira

3.9.2004 : Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands tekur til starfa á Ísafirði

Harpa Grímsdóttir M.Sc. jarðfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður snjóflóðasetursins sem tekur til starfa nú í september.

Lesa meira

1.9.2004 : Skipun starfshóps um akstur í óbyggðum

Skipaður hefur verið starfshópur sem á að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skuli teljast til vega með hliðsjón af afdráttarlausu ákvæði um bann við akstri utan vega í náttúruverndarlögum

Lesa meira

25.8.2004 : Sumarfundur norrænna umhverfisráðherra

Norrænir umhverfisráðherrar halda árlegan sumarfund sinn undir formennsku Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þann 26. ágúst á Hótel Nordica í Reykjavík Lesa meira

25.8.2004 : Nýr upplýsingavefur um umhverfismál

Umhverfisstofnun Evrópu hefur opnað vef með upplýsingum um umhverfismál á íslensku.

Lesa meira

2.7.2004 : Ársfundi OSPAR samningsins lauk í dag

Í dag lauk ársfundi Samningsins um vernd Norðaustur-Atlantshafsins, hins svokallaða OSPAR-samnings, sem haldinn var í Reykjavík dagana 28. júní til 2. júlí. Lesa meira
Save our Climate

1.7.2004 : Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi minnkar á milli ára

Ísland hefur sent inn nýja útreikninga á útstreymi og bindingu gróðurhúsalofttegunda á árunum 1990-2002 til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

28.6.2004 : Nýsamþykkt lög á sviði umhverfisráðuneytisins

Alls voru sex frumvörp umhverfisráðherra samþykkt sem lög frá Alþingi á vorþingi.

Lesa meira

Þórólfur Árnason, borgarstjóri tekur við Staðardagskrár 21 verðlaununum fyrir hönd Reykjavíkurborgar 25/06/2004.

28.6.2004 : Reykjavíkurborg fær Staðardagskrárverðlaunin 2004

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti Þórólfi Árnasyni borgarstjóra Staðardagskrárverðlaunin 2004 í Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal þann 25. júní sl. Lesa meira
65_110x160

28.6.2004 : Ársfundur OSPAR-samningsins var settur í dag

Ársfundur Samnings um vernd Norðaustur-Atlantshafsins OSPAR var settur Reykjavík í morgun.

Lesa meira
Löngufjörur

25.6.2004 : Náttúruverndaráætlun 2004- 2008

Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um nýja náttúruverndaráætlun sem kveður á um að unnið verði að friðlýsingu 14 svæða á gildistíma áætllunarinnar. Lesa meira
Ragnar Th.Sigurðsson

22.6.2004 : Ný lög um varnir gegn mengun hafs og stranda

Markmið laganna er að vernda hafið og strendur landsins gegn mengun.  Helstu nýmæli laganna eru ákvæði um bráðamengun, þar með talið ábyrgð á tjóni vegna bráðamengunar. Lesa meira

7.6.2004 : Nýr skrifstofustjóri settur í umhverfisráðuneytinu

Hugi Ólafsson leysir Halldór Þorgeirsson skrifstofustjóra af, en hann mun gegna starfi forstöðumanns vísinda- og tæknisviðs skrifstofu Loftslagssamnings Sþ. í Bonn næstu tvö árin.

Lesa meira

Siv, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri,Magnús Stefánsson alþingismaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari Morgunblaðsins á fréttmannafundi þar sem niðurstöður nefndarinnar voru kynntar

28.5.2004 : Tillögur nefndar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls

Nefnd sem umhverfisráðherra skipaði í október 2002 til þess að gera tillögur um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norðan Vatnajökuls hefur skilað tillögum ásamt ítarlegri greinargerð. Lesa meira

17.5.2004 : Tímamót í aðgerðum gegn mengun umhverfisins

Í dag öðlast Stokkhólmssamningurinn um þrávirk lífræn efni gildi að alþjóðalögum. Hér er um tímamót að ræða því þessi samningur ræðst að rótum vandans með því að banna framleiðslu og notkun hættulegra þrávirkra efna sem brotna hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir. Lesa meira
Siv og Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, ræða um fund Sþ um sjálfbæra þróun29/04/2004.

30.4.2004 : Beina þarf kröftum og athygli að velferð mannkyns

Kofi Annan framkvæmdastjóri S.þ. sagði m.a. í ræðu sinni á fundi nefndar S.þ.  að athygli heimsbyggðarinnar hafi beinst frá sjálfbærri þróun að undanförnu og að hryðjuverkum, gereyðingarvopnum og Íraksstríðinu Lesa meira
Siv og Magnús á CSD-fundi í NY

28.4.2004 : Fundur nefndar Sþ um sjálfbæra þróun í New York, dagana 28. – 30. apríl 2004

Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir tekur þátt í fundi nefndar Sþ um sjálfbæra þróun sem hófst í New York í dag 28. apríl og stendur til föstudagsins 30. apríl. Fundinn sækja rúmlega 80 ráðherrar og hafa aldrei fleiri ráðherrar sótt fundi nefndarinnar frá því hún var stofnuð árið 1993 Lesa meira
Forsíðumynd á landsáætlun um meðferð úrgangs

26.4.2004 : Fyrsta landsáætlun um meðhöndlun úrgangs er komin út

Áætlunin, sem er fyrir árin 2004 – 2016, hefur það markmið að draga úr myndun úrgangs, auka endurnotkun og endurnýtingu og minnka hlutfall úrgangs sem fer til förgunar. Lesa meira
Kuðungurinn

26.4.2004 : Hópbílar hf. fengu Kuðunginn 2003

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra veitti í gær, á Degi umhverfisins, Hópbílum hf. umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn 2003. Lesa meira
Hafid_kapa_litil

26.4.2004 : Samræmd stefnumörkun um málefni hafsins

Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær á Degi umhverfisins 25. apríl var samþykkt samræmd stefnumörkun um málefni hafsins að tillögu umhverfis- sjávarútvegs- og utanríkisráðherra. Lesa meira

23.4.2004 : Dagur umhverfisins 25. apríl

Umhverfisráðherra veitir fyrirtækjaviðurkenningu umhverfisráðuneytisins Kuðunginn á sýningunni Dögum umhverfisins í Smáralind kl. 13:30 á sunnudaginn. Lesa meira

21.4.2004 : Fundur umhverfisráðherra OECD ríkjanna

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, sótti fund umhverfisráðherra OECD ríkjanna í París, 20. - 21. apríl 2004. Á fundinum sem lauk í dag var rætt um stöðu í umhverfismála í ríkjum OECD og framgang stefnumiða OECD í málaflokknum fram til ársins 2010 sem samþykkt voru af umhverfisráðherrum OECD árið 2001. Lesa meira

21.4.2004 : Umhverfisráðherra fagnar sigri í baráttunni gegn mengun frá Sellafield

Niðurstöður tilraunaverkefnis sýna að hægt er að minnka losun á teknetíni frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield um 90% Lesa meira

19.4.2004 : Umhverfismál í hnattvæddu efnahagskerfi

Þriðjudaginn 20. apríl hefst í París tveggja daga fundur umhverfisráðherra aðildarríkja Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD). Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tekur þátt í fundinum.

Lesa meira

radherrar_i_koreu

31.3.2004 : Mengað frárennsli skaðar lifandi sjávarauðlindir

Á fundi umhverfisráðherra ríkja heims í Jeju í Suður-Kóreu, sem lauk í dag, flutti umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ávarp þar sem hún fjallaði um mikilvægi hreinlætisaðbúnaðar og hreins drykkjarvatns í aðgerðum til að bæta kjör hinna verst settu í heiminum.

Lesa meira

Merki Kvískerjasjóðs

29.3.2004 : Fyrsta úthlutun úr Kvískerjasjóði fór fram í gær.

Veittir voru fjórir styrkir til rannsóknaverkefna og í leiðinni var kynnt nýtt merki Kvískerjasjóðs sem var hannað af Karli Guðna Kristjánssyni nemanda í 10. bekk í Hreppuskóla.

Lesa meira
Koreufundur1

29.3.2004 : Ógn við heilsu og velferð þriðjungs mannkyns

Umhverfisráðherrar þjóða heims ræða leiðir til þess að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðbúnaði á fundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Jeju í Suður Kóreu í morgun. Lesa meira

25.3.2004 : Norrænir umhverfisráðherrar ræða hættuleg efni

Í dag var haldinn fundur umhverfisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn undir formennsku Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Á fundinum var m.a. rætt um stefnumörkun Evrópusambandsins um skráningu og eftirlit með notkun hættulegra efna í iðnaði og neysluvörum Lesa meira
Reinhard Reynisson, Siv Friðleifsdóttir og Sigbjörn Gunnarsson.

18.3.2004 : Náttúrustofa Norðausturlands

Í gær undirrituðu Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur og Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps samning um stofnun og rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Lesa meira

1.3.2004 : Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn fær nýja stjórn

Umhverfisráðherra hefur skipað nýja stjórn Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn til þriggja ára. Stjórnin er skipuð með vísan til laga nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, Lesa meira
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir og Una María Óskarsdóttir

23.2.2004 : Konum fjölgar í yfirstjórn umhverfisráðuneytisins

Nú í febrúar urðu þau tímamót að í fyrsta sinn eru konur í meiri hluta yfirstjórnar umhverfisráðuneytisins. Lesa meira
Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins, Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ og Siv Friðleifdóttir eftir afhjúpun Umhverfisverðlauna UMFÍ.

20.2.2004 : Umhverfisráðherra veitir umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs

Í gær var Vesturfarasetrinu á Hofsósi veitt umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs fyrir varðveislu menningarverðmæta og uppbyggingu gamla þorpskjarnans á Hofsósi.

Lesa meira

18.2.2004 : Alþjóðlegur samningurinn um þrávirk lífræn efni tekur gildi

Í gær fullgilti fimmtugasta ríkið alþjóðlegan samning um þrávirk lífræn efni og þar með er ljóst að samningurinn mun ganga gildi í maí n.k.

Lesa meira

2.2.2004 : Nýr skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verðið sett skrifstofustjóri almennrar skrifstofu í umhverfisráðuneytinu frá 1. febrúar 2004 til þriggja ára. Lesa meira

22.1.2004 : Kveðinn upp dómur í Hæstarétti vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar

Hæstiréttur hefur með dómi sínum í dag staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að hafna kröfu áfrýjenda um ómerkingu úrskurðarins. Lesa meira
2araheimasiduterta

16.1.2004 : Dagbók ráðherra tveggja ára

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hélt upp á tveggja ára afmæli vefdagbókar sinnar á Egilsstöðum.

Lesa meira
Siv Friðleifsdóttir og Björn Karlsson

5.1.2004 : Samið við umhverfisráðherra um árangursstjórnun

Þann 30. des. sl. undirrituðu Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri samning sem felur í sér að árangur af starfi Brunamálastofnunar verður mældur samkvæmt skilgreindum mælikvörðum með notkun matskorts. Lesa meira