Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ráðherra kynnir HVIN verklagið & breytingarnar í Nýsköpunarviku

HVIN verklagið snýst um árangur – en hvers vegna eru kerfisbreytingar nauðsynlegar til að ná árangri? Getum við notað aðferðafræði nýsköpunar betur í stjórnkerfinu? Til að vinna hraðar, forgangsraða, gera meira fyrir minna, fækka verkefnum og hætta jafnvel við einhver?

Hvernig starfar nútímalegt ráðuneyti?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnir óhefðbundið verklag ráðuneytisins í Kolaportinu miðvikudaginn 15. maí kl. 16:00.

Hún mun m.a. ræða hvernig stjórnmálin og stjórnsýslan geti unnið saman að því að skapa skilvirkara kerfi þar sem ákvarðanataka verður skjótari án þess að gefinn sé afsláttur af gæðum og vönduðum vinnubrögðum.

Hún mun segja frá því hvað ráðuneytið hafi lært af einkafyrirtækjum, innlendum og alþjóðlegum og jafnframt færa rök fyrir því að þróunarstarfið og breytingarnar geti nýst fyrirtækjum, öðrum ráðuneytum og opinberum stofnunum.

Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarvikunni (Iceland Innovation Week) og eru öll áhugasöm velkomin en nauðsynlegt er að skrá sig með því að smella hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum