Fréttir

Hofstadir-i-Myvatnssveit

Hofstaðir áfram í eigu ríkisins - 27.10.2016

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í gær í ríkisstjórn skýrslu starfshóps sem hafði það verkefni að greina möguleika og vinna tillögur að hugsanlegri uppbyggingu og skipulagi að Hofstöðum í Skútustaðahreppi í Mývatnssveit. Ríkisstjórnin samþykkti að halda jörðinni í eigu ríkisins á meðan skoðaður verði nánar kostnaður við þá uppbygginu sem lögð er til í skýrslunni.

Nánar...
Vatnajökulsþjóðgarður

Ákveðið að hefja vinnu vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO - 27.10.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra um að hefja vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og nokkurra aðliggjandi svæða á heimsminjaskrá UNESCO. Stefnt er að því að umsókn vegna tilnefningarinnar verði komið til skrifstofu heimsminjasamningsins í janúar 2018.

Nánar...

Eldri fréttir