Hoppa yfir valmynd
8. mars 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Loftslags- og orkumál rædd á fundum ráðherra í Georgíu

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Otar Shamugia,  umhverfis- og landbúnaðarráðherra Georgíu. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra átti sl. miðvikudag tvíhliða fundi með Levan Davitashvili, ráðherra efnahags- og þróunarmála Georgíu og varaforsætisráðherra, og með umhverfis- og landbúnaðarráðherra landsins, Otar Shamugia.

Guðlaugur Þór var hluti af sendinefnd  með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í opinberri heimsókn í Georgíu. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins og er henni ætlað að efla tengsl þjóðanna, meðal annars með aukinni samvinnu á sviði grænna orkugjafa.

Efnt var til viðskiptaþings þar sem fulltrúar úr georgíska og íslenska orkugeiranum ræddu samstarfsmöguleika tengda grænum orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Á fundum Guðlaugs Þórs með ráðherrunum snerist umræðan m.a. um loftslagsmál og metnaðarfull markmið þjóðanna í þeim efnum og nýtingu náttúruauðlinda sem báðar þjóðirnar eru auðugar af, með áherslu á jarðvarma. Á fundunum kom fram áhugi á auknu samstarfi á milli landanna á sviði jarðvarma og vatnsafls.

Sama dag var svo efnt til viðskiptaþings þar sem fulltrúar úr georgíska og íslenska orkugeiranum ræddu samstarfsmöguleika tengda grænum orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.  Guðlaugur Þór leiddi viðburðinn ásamt Davitashvili, en forseti Íslands flutti þar opnunarávarp. Í máli Guðlaugs Þórs kom fram að bæði Ísland og Georgía hafi bæði sett sér metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi.

„Báðar þjóðir eru auðugar af náttúruauðlindum, meðal annars af jarðhita og endurnýjanleg orka getur reynst þjóðunum lausn við tvenns konar vanda – loftslagsvanda og orkuöruggi,“ sagði Guðlaugur Þór.

Í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Georgíu voru fulltrúar frá eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum auk fulltrúa frá Grænvangi: Creditinfo Group, Hafþórsstaðir, Landsvirkjun & Landsvirkjun Power, Íslenski orkuklasinn, ÍSOR, MAR AdvisorsVerkísUrsus og Snorrastofu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Levan Davitashvili efnahags- og þróunarmálaráðherra, sem einnig er varaforsætisráðherra landsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Levan Davitashvili efnahags- og þróunarmálaráðherra, sem einnig er varaforsætisráðherra landsins.

 


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum