Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2024 Innviðaráðuneytið

Starfshópur um einn feril húsnæðisuppbyggingar

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um einn feril húsnæðisuppbyggingar. Verkefni hópsins er að gera tillögur að umbótum varðandi ólík ferli varðandi skipulags- og byggingarmál tengdum uppbyggingu á húsnæði, ýmist í verklagi eða regluverki. Hópurinn á að skila tillögur fyrir lok maí nk.

Hópnum er falið að fara yfir niðurstöður fyrirliggjandi vinnu varðandi ólík ferli skipulags- og byggingarmála og greina hvaða flöskuhálsar kunna að vera í kerfinu og hvaða þættir eru líklegir til að valda töfum.

Í starfshópnum sitja eftirtalin:

  • Valdís Ösp Árnadóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis
  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Vigfús Þór Hróbjartsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Þorvarður Lárus Björgvinsson, fulltrúi Samtaka iðnaðarins
  • Ólafur Árnason, fulltrúi Skipulagsstofnunar

Verkefnisstjóri er Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi. Hópurinn mun eiga samtal við þá aðila sem koma að undirbúningi og uppbyggingu húsnæðis, s.s. fulltrúa uppbyggingaraðila, veitustofnana og sveitarfélaga. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum