Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2024 Forsætisráðuneytið

Bjarni Benediktsson tekur við lyklavöldum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur við lyklavöldum af Katrínu Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu. - myndMynd/Sigurjón Ragnar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í dag með táknrænum hætti við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsætisráðherra.

„Það eru að sjálfsögðu forréttindi að fá að njóta þeirra tækifæra sem fylgja starfi forsætisráðherra,“ sagði Bjarni af þessu tilefni og þakkaði forvera sínum fyrir gott samstarf. Þá kvaðst hann spenntur fyrir því að takast á við verkefnin í forsætisráðuneytinu.

Bjarni er fæddur í Reykjavík 26. janúar 1970. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk frá árinu 2003 og hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra (2017), embætti fjármála- og efnahagsráðherra (2013-2017, 2017-2021 og 2021-2023) og utanríkisráðherra (2023-2024).

Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar var skipað á fundi ríkisráðs Íslands 9. apríl 2024 og úrskurður um skiptingu starfa ráðherra þess gefinn út, en hún er eftirfarandi:

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
  • Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum