Fréttasafn

20.12.2013 : Fjárveiting samþykkt vegna Kolgrafafjarðar

Ríkisstjórnin samþykkti nú í vikunni tillögu ráðuneytisstjórahóps um fjárheimild upp að 35 m kr. vegna aðgerða í Kolgrafafirði. Fjárheimildin mun nýtast til frekari tilrauna til að smala síld út fyrir brú, en fyrirhugað er að gera nýja tilraun til þess þegar góðar aðstæður gefast, sem vonast er til að verði fljótlega eftir áramót.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

20.12.2013 : Óskað eftir umsögnum um tillögu að flokkun virkjunarkosta

Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna. 

Lesa meira
Himinn

17.12.2013 : Reglugerð vegna starfsemi sem undanskilin er ETS kerfinu

Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir hefur tekið gildi.

Lesa meira

11.12.2013 : Mælt fyrir breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs á Alþingi á dögunum. 

Lesa meira

10.12.2013 : Samráð um úrgang í hafi

Samráðsferli framkvæmdastjórnar Evrópusambandins á netinu um úrgang í hafi er nú á lokametrunum en frestur til að skila inn athugasemdum og skoðunum vegna þess rennur út 18. desember næstkomandi. Samráðsferlið er liður í því að setja markmið um takmörkun þessa úrgangs í samræmi við 7. umhverfisáætlun sambandsins sem verður samþykkt formlega á næstunni.

Lesa meira

10.12.2013 : Nanna Magnadóttir skipuð forstöðumaður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að skipa Nönnu Magnadóttur í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. janúar næstkomandi.

Lesa meira

6.12.2013 : Drög að tillögu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynnt

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) hefur kynnt drög að tillögu sinni um flokkun virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár. Samkvæmt drögunum leggur verkefnisstjórnin til að Hvammsvirkjun verði flutt í orkunýtingarflokk. Lesa meira

3.12.2013 : Ábúendur á Bíldsfelli II og III og Hafnarfjarðarbær hlutu landgræðsluverðlaunin

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti landgræðsluverðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti á dögunum. Að þessu sinni komu verðlaunin annars vegar í skaut ábúenda á Bíldsfelli II og III í Grímsnes- og Grafningshreppi og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar.

Lesa meira

30.11.2013 : Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Lesa meira

29.11.2013 : Aðgerðum haldið áfram í Kolgrafafirði

Fyrstu vísbendingar um árangur af síldarfælingu með svokölluðum „Thunderflash“ hvellhettum í Kolgrafafirði í gær benda til þess að aðferðin virki við að smala síld.  Ákveðið  hefur verið að nýta reynsluna frá í gær til þess að halda áfram fælingaraðgerðum í dag í því skyni að kanna hvort aðferðin dugi til að koma meginhluta síldarinnar af því svæði þar sem hún er í mestri hættu.

Lesa meira

28.11.2013 : Aðgerðir hafnar í Kolgrafafirði

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði.  Thunderflash eru litlar hvellhettur  eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum.  Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega engin verða var við neitt á yfirborðinu. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Lesa meira

27.11.2013 : Tundurþráðum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sem nú er í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með djúpsprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina sem þar er nú út úr firðinum.

Lesa meira

26.11.2013 : Samningur um Landgræðsluskóga undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, skrifuðu í dag undir samning vegna Landgræðsluskóga. Samningurinn felur í sér áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefni sem hefur það að markmiði að endurheimta landgæði með ræktun og gróðursetningu í rýrt og ógróið land.

Lesa meira

25.11.2013 : Af stöðu mála í Kolgrafafirði

Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála í Kolgrafafirði eftir að mikið magn síldar gekk inn í fjörðinn. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til að bjarga verðmætum, reyna að fæla síldina af hættuslóðum og bæta vöktun á ástandi fjarðarins og mat á hættu. Einnig liggur fyrir viðbragðsáætlun ef nýr síldardauði verður. 

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

25.11.2013 : Óskað eftir umsögnum um reglugerð um rammaáætlun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst á næstunni setja reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) sem kveður á um þau gögn sem fylgja skulu beiðni til Orkustofnunar um umfjöllun um mögulegan virkjunarkost. Óskað er eftir umsögnum um þau drög að reglugerðinni sem nú liggja fyrir.

Lesa meira

23.11.2013 : Samkomulag í Varsjá – Grunnur lagður að hnattrænum loftslagssamningi 2015

19. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings S.þ. lauk í dag í Varsjá í Póllandi. Meginefni fundarins var að setja dagskrá og áherslur í viðræðum um nýjan hnattrænan samning um minnkun losunar, sem ljúka á 2015.

Lesa meira

22.11.2013 : Síldveiðar heimilaðar innan brúar í Kolgrafafirði

Í ljósi þess að síld er gengin inn í Kolgrafafjörð hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðar og umhverfis- og auðlindaráðherra ákveðið að gefa síldveiðar frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella.

Lesa meira
Hreindýr.

22.11.2013 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013.

Lesa meira

20.11.2013 : Undirbúningur landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið undirbýr nú gerð fyrstu skýrslu sinnar um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi, en aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti. Ráðuneytið mun hafa samráð við umhverfisverndarsamtök við gerð skýrslunnar en öllum er velkomið að koma með ábendingar varðandi efni hennar.

Lesa meira

19.11.2013 : Ráðherra flytur Alþingi skýrslu um síldardauðann í Kolgrafafirði

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti á Alþingi í dag skýrslu sína um stöðu mála og áætlanir um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna síldardauðans í Kolgrafafirði síðastliðinn vetur.

Lesa meira

19.11.2013 : Ísland í efsta sæti varðandi stöðu kvenna í umhverfismálum

Ísland er í fyrsta sæti af 72 ríkjum skv. svokallaðri umhverfis- og kynjavísitölu (Environment and Gender Index) sem kynnt var á 19. aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Varsjá í dag. Með vísitölunni er lagt mat á frammistöðu ríkja varðandi stöðu kvenna og kynjasamþættingu í stefnumótun í umhverfismálum. Holland er í öðru sæti listans og Noregur í því þriðja en Kongó í því neðsta.

Lesa meira

19.11.2013 : Loftslagsfundur í Varsjá – stefnt að hnattrænu samkomulagi 2015

Lokahluti 19. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Varsjá hefst í dag, en þá koma ráðherrar og háttsettir fulltrúar saman til að ganga frá samþykktum þingsins. Aðildarríkjaþingið var sett 11. nóvember sl., en helsta viðfangsefni þess nú er að ýta á samningaviðræður sem eiga að leiða til nýs alþjóðlegs samkomulags árið 2015. 

Lesa meira
Alþingi

18.11.2013 : Umsóknir um styrki á sviði umhverfis- og auðlindamála

Umsóknarfrestur um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og reksturs félagasamtaka á sama sviði er til kl. 16:00, miðvikudaginn 4.desember 2013. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

12.11.2013 : Góðar umræður á Umhverfisþingi

Líflegar umræður sköpuðust um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar sem voru meginstefin á VIII. Umhverfisþingi sem haldið var í Hörpu sl. föstudag. Erindi og innlegg þinggesta verður mikilvægt veganesti fyrir áframhaldandi vinnu og stefnumótun í þessum málaflokkum.

Lesa meira

8.11.2013 : VIII. Umhverfisþing hafið

Vel á fjórða hundrað manns manns sitja nú VIII. Umhverfisþing sem hófst í Hörpu kl. 9 í morgun. Meginumræðuefni þingsins er skipulag lands og hafs, sjálfbær þróun og samþætting verndar og nýtingar. 

Lesa meira

6.11.2013 : Húsfyllir á Umhverfisþingi

Vel á fjórða hundrað manns eru nú skráðir á Umhverfisþing sem haldið verður í Hörpu á föstudag, 8. nóvember.  Má því búast við líflegum umræðum um málefni á borð við landsskipulag, landnýtingaráætlun og skipulag hafs og stranda sem eru meginþemu þingsins að þessu sinni.

Lesa meira

31.10.2013 : Gerð tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, í samræmi við skipulagslög. Gert er ráð fyrir að stofnunin skili ráðherra tillögum sínum í lok næsta árs. Lesa meira
nordiskeflagg

30.10.2013 : Formennskuverkefni Íslands kynnt 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti áherslur í umhverfismálum vegna formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni árið 2014, á fundi norrænu umhverfisráðherranna í Osló í dag. Yfirskrift formennskunnar er Gróska – lífskraftur þar sem aðaláherslan verður á lífhagkerfið.

Lesa meira

22.10.2013 : Samráðsfundur um málefni Kolgrafafjarðar

Málefni Kolgrafafjarðar voru rædd á samráðsfundi tveggja ráðuneyta, viðkomandi stofnana og  heimamanna í Grundarfirði í dag. Á fundinum var farið yfir kosti varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir endurtekinn síldardauða í Kolgrafafirði í vetur auk þess sem drög að viðbragðsáætlun Umhverfisstofnunar voru kynnt.

Lesa meira

16.10.2013 : Málþing og greinargerð um myrkurgæði

Starfshópur um myrkurgæði á Íslandi hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð sinni þar sem settar eru fram þrettán tillögur um að varðveita myrkurgæði og sporna við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Lesa meira

15.10.2013 : Samráðsvettvangur um stefnu í úrgangsstjórnun skipaður 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samráðsvettvang um mótun stefnu í úrgangsstjórnun. Vettvangnum er ætlað að efla samstarf á sviði úrgangsstjórnunar og stuðla að virku samráði við hagsmunaaðila við mótun stefnu í úrgangsstjórnun.

Lesa meira

10.10.2013 : Skráning á Umhverfisþing 2013 hafin

Skráning er hafin á VIII. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpunni í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. 

Lesa meira

8.10.2013 : Ofanflóðagarðar á Ólafsfirði vígðir

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vígði á dögunum ný snjóflóðamannvirki við hátíðlega athöfn í Hornbrekku á Ólafsfirði. Þar með er lokið gerð og frágangi ofanflóðavarna í Ólafsfirði.

Lesa meira

3.10.2013 : Hjalti Þór formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað Hjalta Þór Vignisson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa meira

1.10.2013 : Umsækjendur um stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Fjórir umsækjendur eru um stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar 7. september sl. Lesa meira
Rjúpa

25.9.2013 : Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2013 – Hófsemi í fyrirrúmi

Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákvarðað að veiðidagar rjúpu í ár verði tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 25. október til 17. nóvember 2013. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er 42.000 rjúpur og er miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann. Áfram verður sölubann á rjúpum og er Umhverfisstofnun falið að fylgja því eftir. Að óbreyttum forsendum er lagt til að þetta fyrirkomulag haldist a.m.k. næstu þrjú ár.

Lesa meira

24.9.2013 : Lög um náttúruvernd afturkölluð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Lögum þessum var ætlað að taka gildi 1. apríl 2014.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

23.9.2013 : Ferðamálaþing 2013

Ísland – alveg milljón! er yfirskrift Ferðamálaþings 2013 sem haldið er í samstarfi Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar, á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Verður þar fjallað um skipulag, fyrirhyggju og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.

Lesa meira

20.9.2013 : Goðsagnir um sjálfbæra neyslu hraktar

Norrænn vinnuhópur um sjálfbæra neyslu hefur skilað af sér skýrslunni „Bætt stefnumörkun og ákvarðanataka á Norðurlöndum ef goðsagnir um sjálfbæra neyslu eru hraktar“.

Lesa meira

18.9.2013 : Hátíðarhöld á Degi íslenskrar náttúru

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom víða við á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn var hátíðlegur á mánudag, 16. september. Þetta er í þriðja sinn sem deginum er fagnað og var efnt til ýmiskonar viðburða um land allt af því tilefni.

Lesa meira

18.9.2013 : Viðbragðsáætlun vegna Kolgrafafjarðar

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur beðið Umhverfisstofnun að gera viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði.

Lesa meira

16.9.2013 : Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

13.9.2013 : Degi íslenskrar náttúru fagnað um allt land

Örnefni, stjörnur, náttúruljóð, jarðfræði, jurtalitun, útikennsluapp, laxalíf, skipulagsuppdrættir,  náttúruratleikur og kvikmyndafrumsýning er meðal þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér og njóta á Degi íslenskrar náttúru, sem fagnað verður um allt land á mánudag, 16. september.

Lesa meira

9.9.2013 : Þrjár tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru mánudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira
Úr heimsókn ráðherra í Náttúrufræðistofnun Íslands.

3.9.2013 : Stofnanir heimsóttar

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur á undanförnum þremur vikum haldið áfram heimsóknum sínum í stofnanir ráðuneytisins.

Lesa meira

30.8.2013 : Víðtækur aðgangur að náttúrufarsgögnum frá veðurtunglum

Ísland fékk fulla aðild að evrópsku veðurtunglastofnuninni EUMETSAT (http://www.eumetsat.int)  í dag, 30. ágúst þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Alain Ratier, forstjóri EUMETSAT, undirrituðu aðildarsamning.

Lesa meira

27.8.2013 : Landsskipulag í brennidepli

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði ársfund norrænna skipulagsyfirvalda, í Borgarnesi á dögunum.

Lesa meira

13.8.2013 : Vefsvæði Dags íslenskrar náttúru 2013 opnað

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, er hafinn. Sérstakt vefsvæði dagsins í ár hefur verið opnað á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lesa meira
Mat er víða hent.

12.8.2013 : Kallað eftir skoðunum á matvælaframleiðslu og –neyslu

Evrópusambandið (ESB) hefur sett af stað ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti almennings á matvælaframleiðslu og –neyslu í álfunni. Markmiðið er að finna leiðir til að draga úr matarsóun og tryggja að auðlindir séu nýttar með skilvirkum og sjálfbærum hætti þegar kemur að matvælaframleiðslu.

Lesa meira

9.8.2013 : Umhverfisþing haldið 8. nóvember

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til VIII. Umhverfisþings í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 8. nóvember 2013. Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

8.8.2013 : Nefnd um endurskoðun reglugerðar um fráveitur og skólp skipuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun reglugerðar um fráveitur og skólp sem innleiðir tilskipun ESB um hreinsun skólps frá þéttbýli.

Lesa meira

7.8.2013 : Reglugerð um náttúrulaugar í umsagnarferli

Drög að reglugerð um baðstaði í náttúru Íslands hefur verið send haghöfum til umsagnar. Markmið reglugerðarinnar er að fyrirbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi og bættum hollustuháttum í náttúrulaugum og heilnæmi vatns á baðstöðunum.

Lesa meira

6.8.2013 : Óskað eftir umsögnum vegna breytinga á skipulagslögum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagslögum. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að bótaákvæðum laganna.

Lesa meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra tekur á móti umhverfisráðherra Japans

30.7.2013 : Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra tekur á móti umhverfisráðherra Japans

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á móti Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans og föruneyti í Hellisheiðavirkjun um helgina. Ishihara hafði óskað sérstaklega eftir þessu boði starfsbróður síns til að sjá þá uppbyggingu á jarðvarmasviðinu sem orðið hefur á hér á Íslandi með eigin augum.

Lesa meira
Vatnajökulsþjóðgarður

12.7.2013 :

Breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs staðfestar

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, að tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Lesa meira

3.7.2013 : Heimsóknum í stofnanir haldið áfram

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti Veiðimálastofnun og skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í gær þar sem hann kynnti sér starfsemi stofnananna. Fyrr í vikunni heimsótti hann Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóð.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

2.7.2013 : Ríkisstjórn samþykkir fjárveitingu til Rammaáætlunar

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag 40 milljóna króna fjárveitingu til vinnu við 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) fyrir árið 2013. Verkefnisstjórn hefur þegar tekið til starfa og er áætlað að hún skili stöðuskýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra í mars á næsta ári.

Lesa meira

1.7.2013 : Ráðherra heimsækir stofnanir

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í dag þrjár af stofnunum ráðuneytisins; Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóð. Í heimsóknunum kynnti ráðherra sér starfsemi stofnananna og ræddi við stjórnendur og starfsfólk þeirra.

Lesa meira

27.6.2013 : Losun gróðurhúsalofttegunda dregst saman í takt við væntingar

Samstarfshópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur skilað úttekt á framkvæmd áætlunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðherra. Losun á Íslandi dróst saman um 9% frá 2008 til 2010, en losunin 2010 var um 5% lægri en áætlunin gerði ráð fyrir það ár.

Lesa meira
Snyrtivörur

25.6.2013 : Ný reglugerð um snyrtivörur

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um snyrtivörur sem kemur í stað eldri reglugerðar um snyrtivörur. Í reglugerðinnni er m.a. kveðið á um aukna ábyrgð framleiðenda og innflytjenda snyrtivara með það að markmiði að auka neytendavernd í því skyni að vernda heilsu manna með öflugum hætti.

Lesa meira
Þjórsárver

21.6.2013 : Frestun friðlýsingar Þjórsárvera

Umhverfisstofnun hefur, að höfðu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ákveðið að fresta fyrirhugaðri undirritun á stækkuðu friðlandi Þjórsárvera. Fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar má lesa hér.

Lesa meira
Þjórsárver

20.6.2013 : Friðland Þjórsárvera stækkar

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritar friðlýsingu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum á morgun, 21. júní kl. 15. Athöfnin verður í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi en við sama tækifæri undirrita fulltrúar sveitarfélaganna yfirlýsingu um friðlýsinguna.

Lesa meira
nordiskeflagg

14.6.2013 : Tvær íslenskar tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International eru meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur í verðlaun auk verðlaunagrips.

Lesa meira
Jarðvarmavirkjun

14.6.2013 : Ráðherra óskar eftir upplýsingum um jarðhitaauðlindina

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur óskað eftir fundi í næstu viku með forstjórum ÍSOR (Íslenskra orkurannsókna) og Orkustofnunar. Á fundinum verður virkjun jarðhita og þekking á honum til umræðu.

Lesa meira

13.6.2013 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
Rjúpa

11.6.2013 : Rjúpu fjölgar verulega

Rjúpu hefur fjölgað um 47% milli áranna 2012 og 2013. Þetta eru niðurstöður rjúpnatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Lesa meira

11.6.2013 : Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipuð í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar til fimm ára. Ásdís Hlökk hefur frá árinu 2007 starfað við Háskólann í Reykjavík sem aðjúnkt og námsbrautarstjóri meistaranáms á sviði umferðar og skipulags.

Lesa meira

7.6.2013 : Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar á Höfn í Hornafirði

Ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði var opnuð í dag, á fimm ára afmæli þjóðgarðsins. Í gestastofunni er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn, starfsaðstaða fyrir starfsmenn þjóðgarðsins auk glæsilegrar sýningar um þjóðgarðinn og sögu Gömlubúðar.

Lesa meira
Surtseyjarskjöldur afhjúpaður.

5.6.2013 : Skjöldur um Surtsey afhjúpaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhjúpaði í dag skjöld á Breiðabakka á Heimaey í Vestmannaeyjum til staðfestingar á því að Surtsey er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Í næsta mánuði eru fimm ár liðin frá því að eyjan var samþykkt inn á listann.

Lesa meira
Grænmeti.

5.6.2013 : Alþjóðadagur umhverfisins – Hugsið.Borðið.Hlífið

Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Þema dagsins má útleggja sem „Hugsið.Borðið.Hlífið“ (Think.Eat.Save.) og miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um þá miklu matarsóun sem viðgengst dag hvern í heiminum.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

31.5.2013 : Fagleg vinnubrögð í forgrunni við endurskoðun rammaáætlunar

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, átti á fimmtudag fund með formanni verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni. Á fundinum kom fram vilji ráðherra til að halda áfram með vinnu þá sem er hafin í ráðuneytinu við rammaáætlun með skipun verkefnisstjórnar.

Lesa meira
Horft á hafið.

31.5.2013 : Styrkir til verkefna um málefni hafs og stranda

Norrænn vinnuhópur um verndun hafsins (HAV-hópurinn) auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem miða að því að bæta umhverfismál í hafi og á ströndum. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2013.

Lesa meira
Skýrsla Ospar

30.5.2013 : Nýtt myndband um súrnun hafsins

Súrnun hafsins, loftslagsbreytingar og áhrif á íbúa á Norðurslóðum er umfjöllunarefni nýs fræðslumyndbands sem Norðurskautsráðið hefur gefið út.

Lesa meira
Frá fundinum.

29.5.2013 : Fundað vegna olíuslyss í Bláfjöllum

Nýlegt olíuslys á vatnsverndarsvæði í Bláfjöllum var efni fundar sem haldinn var í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í dag. Um var að ræða upplýsingafund þar sem farið var yfir hvernig bregðast skuli við slysinu og hvaða lærdóm draga megi af því.

Lesa meira

29.5.2013 : Ingveldur Sæmundsdóttir ráðin aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra

Ingveldur Sæmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún hefur störf í dag.

Lesa meira

28.5.2013 : Ráðherra afhendir Menntaskólanum að Laugarvatni Grænfánann

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Menntaskólanum að Laugarvatni Grænfánann svokallaða, sl. laugardag. Þetta var fyrsta embættisverk nýs ráðherra sem sjálfur útskrifaðist frá Laugarvatni árið 1982.

Lesa meira
Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

24.5.2013 : Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í gær, fimmtudaginn 23. maí 2013. Fráfarandi ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenti honum lyklana að ráðuneytinu í dag.

Lesa meira

23.5.2013 : Úrskurður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi kerfisáætlun Landsnets hf.

Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var þann 21. maí sl. úrskurðað í máli UMH12120081 vegna stjórnsýslukæru Ólafs Valssonar og Sifjar Konráðsdóttur þar sem kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunar um að kerfisáætlun Landsnets hf. félli ekki undir 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. 

Lesa meira
Frá Grænlandi

17.5.2013 : Hraðar loftslagsbreytingar ógnun við lífríki Norðurslóða

Loftslagsbreytingar eru helsta ógn við lífríki Norðurslóða, að fram kemur í nýrri úttekt á líffræðilegri fjölbreytni á svæðinu, sem kynnt var á nýafstöðnum ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð. Hlýnun er um tvöfalt hraðari á Norðurheimskautssvæðinu en að meðaltali á jörðinni og hefur hafís hopað mun hraðar en búist var við.

Lesa meira
Frá afhendingu skýrslunnar.

14.5.2013 : Tillögur um verndun hella afhentar ráðherra

Samráðsnefnd um málefni er varða verndun hella skilaði Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni í síðasta mánuði. Í kjölfarið var skv. tillögu nefndarinnar sérstök ráðgjafanefnd um verndun hella skipuð.

Lesa meira
Forsíða skýrslunnar.

8.5.2013 : Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra komin á vefinn

Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra sem inniheldur umfjöllun og tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur nú verið gerð aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lesa meira

3.5.2013 : Loftgæði og lýðheilsa í brennidepli

Góður rómur var gerður að málþingi um loftgæði og lýðheilsu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu fyrir á Nauthóli í Öskjuhlíð í síðustu viku. Á þinginu var fylgt úr hlaði nýju riti stýrihóps á vegum ráðuneytanna þar sem fjallað er um sama efni og tillögur um úrbætur lagðar fram.

Lesa meira
Merki Skipulagsstofnunar.

2.5.2013 : Níu sækja um stöðu forstjóra Skipulagsstofnunar

Níu umsækjendur eru um stöðu forstjóra Skipulagsstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 13. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

26.4.2013 : Tuttugu milljónir til landvörslu á fjölsóttum ferðamannastöðum

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í vikunni 20 milljóna króna fjárveitingu til aukinnar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Er þetta gert til að bregðast við  versnandi ástandi fjölsóttra ferðamannastaða vegna aukins ágangs ferðafólks. 

Lesa meira

26.4.2013 : Landsáætlun um úrgang komin út

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024. Í áætluninni er að finna ítarlegt yfirlit yfir núverandi stöðu úrgangsmála á Íslandi, bæði hvað varðar magn einstakra úrgangsflokka og þróun mismunandi leiða í meðhöndlun úrgangs. 

Lesa meira

26.4.2013 : Krepputunga friðlýst – Vatnajökulsþjóðgarður stækkar

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu Krepputungu, 678 ferkílómetra svæðis sem liggur á milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Svæðið verður hluti Vatnajökulsþjóðgarðs en innan þess er m.a. Kverkfjallarani og Hvannalindir. Þegar í sumar verður aukið við landvörslu á hinu friðlýsta svæði.

Lesa meira

26.4.2013 : Ákvæði um styrk brennisteinsvetnis ekki frestað

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafnað beiðni stýrihóps um brennisteinsvetni frá jarðgufuvirkjunum, um sex ára frestun á hertum gildistökuákvæðum í reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Telur ráðuneytið ekki fullreynt hvort einhverjar þeirra leiða sem hafa verið til skoðnar til að draga úr brennisteinsmengun frá virkjununum muni skila árangri fyrir 1. júlí 2014, þegar ákvæðin taka gildi.

Lesa meira
Frá undirritun við Álafoss

26.4.2013 : Álafoss og Tungufoss í Mosfellsbæ friðlýstir

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti friðlýsingar Álafoss og Tungufoss og nánasta umhverfis þeirra í Mosfellsbæ í gær, á sumardaginn fyrsta. Markmiðið með friðlýsingunum er að treysta útivistar- og fræðslugildi svæðanna enda eru þau fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum.

Lesa meira

24.4.2013 : Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, Melaskóla í Reykjavík og Patreksskóla á Patreksfirði útnefndir Varðliðar umhverfisins. Lesa meira
Nefndin ásamt ráðherra.

23.4.2013 : Tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra

Nefnd um lagalega stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra úttekt sinni ásamt tillögum. Nefndin telur mikilvægt að endurskoðuð löggjöf og stjórnsýsla á þessu sviði taki mið af þremur lykilstoðum, þ.e. vernd, velferð og veiðum villtra dýra.

Lesa meira
Degi Jarðar fagnað í Háskólabíói.

22.4.2013 : Degi Jarðar fagnað í dag

Degi Jarðar er fagnað víða um heim í dag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 41 ári og á rót sína að rekja til Bandaríkjanna en verður minnst í um 80 löndum í ár, þar á meðal á Íslandi.

Lesa meira

19.4.2013 : Verkefni 2009 - 2013

Út er komið yfirlit verkefna umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir tímabilið 2009 – 2013. Í yfirlitinu er gert grein fyrir helstu áföngum og viðfangsefnum í starfi ráðuneytisins á tímabilinu.

Lesa meira
Frá opnum fundi um síldardauðann.

19.4.2013 : Vel sóttur fundur um síldardauða

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fundaði í gær með heimamönnum í Grundarfirði og nágrenni um síldardauðann í Kolgrafafirði ásamt fulltrúum helstu stofnana sem að málinu hafa komið. Fyrir fundinn skoðaði hún aðstæður við bæinn Eiði í Kolgrafafirði og ræddi ástandið við ábúendur þar.

Lesa meira

18.4.2013 : Dagskrá á degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi í tilefni af degi umhverfisins, sem í ár ber upp á sumardaginn fyrsta. Efnt verður til málþings um loftgæði og lýðheilsu (tengill) auk þess sem Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu.

Lesa meira

18.4.2013 : Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur dregist saman um 13% frá árinu 2008. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur skilað til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

17.4.2013 : Opinn fundur í Grundarfirði um síldardauðann

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, efnir til opins fundar um síldardauðann í Kolgrafafirði á morgun, fimmtudaginn 18. apríl. Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsinu í Grundarfirði og hefst kl. 17.

Lesa meira
Horft á hafið.

17.4.2013 : Starfshópur um verndarsvæði í hafi

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði fyrr í vetur vinnur nú að stefnumótun varðandi verndarsvæði í hafi. Er hópnum ætlað að skila tillögum að hugsanlegum verndarsvæðum og leggja til uppfærða stefnu í málaflokknum nú á þessu ári.

Lesa meira
Ritið afhent.

16.4.2013 : Úttekt á loftgæðum og lýðheilsu

Stýrihópur skilaði í dag Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, riti sem inniheldur úttekt á loftgæðum og lýðheilsu þeim tengdum. Efnt verður til málþings í næstu viku til að fylgja ritinu eftir.

Lesa meira
Frá Geysissvæðinu.

16.4.2013 : Skýrsla um ástand friðlýstra svæða kynnt í ríkisstjórn

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í ríkisstjórn í morgun skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða. Sex svæði eru nú talin í verulegri hættu sem er fækkun um fjögur svæði ef miðað er við sambærilegan lista sem gefinn var út fyrir tveimur árum.

Lesa meira
Frá undirritun friðlýsingar Teigarhorns.

15.4.2013 : Friðlýsing Teigarhorns undirrituð

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu jarðarinnar Teigarhorns sem fólkvangs. Við sama tækifæri undirritaði ráðherra endurskoðaða friðlýsingu geislasteinanáma á jörðinni sem náttúruvætti.

Lesa meira
Frá undirritun stefnunnar.

9.4.2013 : Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu í dag stefnu til fjögurra ára um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.

Lesa meira
Hjörleifshöfði

9.4.2013 : Ný heildarlög um náttúruvernd

Alþingi samþykkti ný heildarlög um náttúruvernd á lokadegi þingsins í mars. Lögin eru um margt ítarlegri en eldri lög og fela í sér mikilvægar breytingar og nýmæli í íslenskri náttúruverndarlöggjöf. Meðal annars eru útfærðar í þeim nokkrar af helstu meginreglum umhverfisréttar, staða almannaréttar er styrkt og stjórnvöld fá auknar heimildir til þess að bregðast við brotum.

Lesa meira
Andakíll við Hvanneyri

8.4.2013 : Þrjú íslensk svæði bætast á votlendisskrá Ramsarsamningsins

Ramsarsamningurinn hefur samþykkt þrjú ný svæði á Íslandi inn á alþjóðlega votlendisskrá sína. Um er að ræða Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri.

Lesa meira
Minkur

5.4.2013 : Tillögur nefndar um svæðisbundna útrýmingu minks

Umsjónarnefnd um átaksverkefni í minkaveiðum hefur skilað lokaniðurstöðum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin telur að verkefnið hafi sýnt fram á að hægt sé að ná góðum árangri við að fækka mink og nær útrýma honum svæðisbundið með auknu veiðiálagi. Hins vegar sé mat vísindamanna það að ekki sé hægt að draga víðtæka lærdóma af verkefninu um hvort æskilegt sé að ráðast í útrýmingarátak á landsvísu.

Lesa meira
Efni og efnablöndur.

4.4.2013 : Ný efnalög samþykkt

Alþingi hefur samþykkt ný efnalög en meginmarkmið þeirra er að tryggja öryggi neytenda við meðferð á efnum og efnablöndum þannig að þau valdi ekki tjóni á heilsu manna, dýra eða umhverfi. 

Lesa meira

3.4.2013 : Meti þörf á endurskoðun laga um sinubruna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Stofnunin er jafnframt beðin um að meta hvort rétt sé að gera aðrar breytingar á lögunum. 

Lesa meira

2.4.2013 : Stefán Thors nýr ráðuneytisstjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur í dag skipað Stefán Thors  í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Lesa meira
Vatnsorka.

27.3.2013 : Ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skipuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað verkefnastjórn rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Verkefnisstjórn er skipuð til fjögurra ára í senn og skal að fengnum niðurstöðum faghópa, samráði við haghafa og umsagnar almennings vinna drög að rökstuddum tillögum til ráðherra um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða.

Lesa meira
Hreindýr.

21.3.2013 : Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2013

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2013. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 18 umsóknir að upphæð tæplega 50 milljónir króna. Til úthlutunar voru samtals 29,3 milljónir króna.

Lesa meira
Frá setningu Grænna daga.

19.3.2013 : Grænir dagar Háskóla Íslands settir

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti Græna daga Háskóla Íslands í gær. Gaia, félag nemenda í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ stendur fyrir þessari fimm daga dagskrá þar sem umhverfismál eru sett í forgrunn í þeim tilgangi að styrkja umhverfisvitund innan sem utan Háskólans. Við setninguna hlaut Guðni Elísson, prófessor við Hugvísindadeild HÍ, umhverfisverðlaun Grænna daga.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

15.3.2013 : Mygluvandamál til skoðunar hjá Mannvirkjastofnun

Til skoðunar er hjá Mannvirkjastofnun hvort grípa þurfi til ráðstafana til að lágmarka hættu á myglumyndun í byggingum. Algengt er að myglusveppir myndist vegna þess að rangt er staðið að efnisvali, útfærslum og/eða framkvæmd við húsbyggingar.

Lesa meira
Byggingakranar.

12.3.2013 : Breytingar gerðar á byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur í samvinnu við Mannvirkjastofnun unnið drög að breytingu á 9. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem lýtur að vörnum gegn eldsvoða. Tekið er á móti umsögnum og athugasemdum um breytingarnar til 18. mars næstkomandi.

Lesa meira

6.3.2013 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2012

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2012.

Lesa meira

6.3.2013 : Frumvarp um meðhöndlun úrgangs kynnt í ríkisstjórn

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í frumvarpinu er m.a. lögð til ákveðin forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sem felur í sér að dregið verði úr myndun úrgangs. Sá úrgangur sem myndast verði endurnotaður, endurunninn eða endurnýttur og loks fargað ef ekki reynist unnt að nýta hann.

Lesa meira
Sunnan Reykjavíkur.

5.3.2013 : Tillaga að landsskipulagsstefnu lögð fram á Alþingi

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013 – 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem tillaga um landsskipulagsstefnu er lögð fram en kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Þingsályktunartillagan var unnin í kjölfar tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu  til umhverfis- og auðlindaráðherra. 

Lesa meira

4.3.2013 : Ísland gerist aðili að samningi um votlendisfarfugla

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að Ísland gerist aðili að alþjóðlegum samningi um verndun afrísk-evrasískra sjó- og vatnafugla (AEWA). Samningurinn veður m.a. á um aðgerðir til verndunar votlendisfugla á viðkomustöðum þeirra.

Lesa meira

1.3.2013 : Slökkviliðsmenn í bleiku vegna Mottumars

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, var í dag viðstödd þegar Mottumars-átakinu var hleypt af stokkunum í húsnæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) í Skógarhlíð. Fjöldi slökkviliðsmanna íklæddir bleikum stuttermabolum voru einnig á staðnum, en rannsóknir sýna  að slökkviliðsmenn eru í meiri áhættu en aðrir á að fá krabbamein.

Lesa meira
Skipulagsstofnun

1.3.2013 : Kynningarfundir vegna nýrrar skipulagsreglugerðar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Skipulagsstofnun standa fyrir kynningarfundum vegna nýrrar skipulagsreglugerðar á fimm stöðum um landið nú í mars.

Lesa meira

26.2.2013 : Endurmat að loknum fyrsta áfanga hreinsunaraðgerða í Kolgrafafirði

Fyrsta áfanga hreinsunaraðgerða í Kolgrafafirði er nú að mestu lokið og verður framhald aðgerða endurmetið í ljósi aðstæðna. Búið er að grafa allt að 15.000 tonn af síldarúrgangi í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og fara með um 1000 tonn af grút til urðunar í Fíflholtum.

Lesa meira
Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli.

22.2.2013 : Óskað eftir áliti almennings á stjórnarfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs

Starfshópur, sem yfirfer núverandi stjórnarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs, kallar eftir áliti og skoðunum almennings á stjórnun garðsins. Óskar hópurinn eftir því að áhugasamir svari þremur, tilteknum spurningum í því skyni að að fá fram sem víðtækust sjónarmið sem gagnast gætu við endurskoðunina.

Lesa meira
Frá afhendingu jarðfræðikorts.

21.2.2013 : Kort sem sýnir hraun og jarðmyndanir á Norðurgosbeltinu

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á dögunum við fyrsta eintaki jarðfræðikorts af Norðurgosbelti Íslands. Íslenskar orkurannsóknir gefur kortið út í samvinnu við Landsvirkjun.

Lesa meira

21.2.2013 : Unnið samkvæmt áætlun í Kolgrafafirði

Hreinsun í Kolgrafafirði gengur mjög vel en áætlað er að búið sé að grafa um 10 þúsund tonn af dauðri síld í fjöruna. Búið er að flytja um 340 tonn af grút úr fjörunni til urðunar í Fíflholti og verður því starfi haldið áfram næstu daga.

Lesa meira

15.2.2013 : Hreinsunarstarfi í Kolgrafafirði miðar vel

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að starfshópur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fjármálaráðuneytis vinni tillögur til ríkisstjórnar um útgjöld vegna þeirra verkefna, sem ráðast þarf í vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Vel miðar í hreinsunarstarfi í Kolgrafafirði – vinna við að grafa dauða síld í fjörunni er langt komin og flutningur á grút úr fjörunni er hafinn.

Lesa meira

13.2.2013 : Skipulagðar hreinsunaraðgerðir hafnar í Kolgrafafirði

Hreinsunaraðgerðir eru hafnar í Kolgrafafirði. Aðgerðirnar miða að því að hreinsa grút og dauða síld úr fjörunni fyrir framan bæinn Eiði. Keyrt verður með grútinn á urðunarstað en síldin aftur á móti plægð niður í fjöruna.

Lesa meira
Merki Kvískerjasjóðs

11.2.2013 : Kvískerjasjóður auglýsir styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til 15. mars og styrkjum verður úthlutað fyrir miðjan apríl. Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu.

Lesa meira

8.2.2013 : Vegna auglýsingar um náttúruverndarfrumvarp

Ferðaklúbburinn 4x4 birti auglýsingu í Fréttablaðinu föstudaginn 8. febrúar 2013, þar sem skorað var á þingmenn að hafna frumvarpi til náttúruverndarlaga, sem er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í auglýsingunni kemur fram gagnrýni í sex liðum, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur rétt að bregðast við. Lesa meira

7.2.2013 : Fjölþætt viðbrögð vegna stórfellds síldardauða

Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar benda til þess að um 22.000 tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði föstudaginn 1. febrúar. Þetta kemur til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember síðastliðnum.  Áætlun Umhverfisstofnunar, Hafrannsóknarstofnunar og Náttúrustofu Vesturlands um vöktun í firðinum liggur nú fyrir.

Lesa meira

7.2.2013 : Sigríður Auður Arnardóttir sett ráðuneytisstjóri

Sigríður Auður Arnardóttir hefur verið sett ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en Magnús Jóhannesson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra til fjölda ára hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins.

Lesa meira

4.2.2013 : Viðbrögð vegna endurtekins síldardauða í Kolgrafafirði

Endurtekinn síldardauði í Kolgrafafirði í Grundarfirði verður ræddur í ríkisstjórn á morgun en umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarráðherra munu þá taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnar. Lagt er til að veitt verði fjármagni til vöktunar ástands fjarðarins og að metin verði þörf og möguleikar á mótvægisaðgerðum vegna atburðarins.

Lesa meira

1.2.2013 : Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010.

Lesa meira

1.2.2013 : Úthlutun styrkja til verkefna 2013

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála.

Lesa meira
Úr heimsókn í Kolgrafafjörð í dag.

31.1.2013 : Áhersla lögð á vöktunaráætlun í Kolgrafafirði

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fór í vettvangsferð í Kolgrafafjörð í dag og fundaði í framhaldinu með heimamönnum og vísindamönnum vegna síldardauðans sem þar varð í desember síðastliðnum. Ráðherra telur mikilvægt að gerð verði áætlun um vöktun ástandsins í firðinum þar sem fylgst verður  með niðurbroti síldarinnar og áhrifum þess á lífríki og mannlíf á svæðinu.Útdráttur

Lesa meira

31.1.2013 : Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra

Tuttugu umsækjendur eru um stöðu ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, en ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 12. janúar síðastliðinn.

Lesa meira
Búlandstindur er í landi Teigarhorns.

29.1.2013 : Ríkið festir kaup á Teigarhorni

Ríkissjóður Íslands, hefur að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra, fest kaup á óðalsjörðinni Teigarhorni í Djúpavogshreppi. Á jörðinni eru mikilvægar menningar- og náttúruminjar, þar á meðal jarðminjar sem hafa alþjóðlegt verndargildi. 

Lesa meira
Ríkisstjórnin fundaði á Selfossi í dag.

25.1.2013 : Samningur um þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirritaði í dag samning við Framkvæmdasýslu ríkisins um byggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Samningurinn var undirritaður á Selfossi að afloknum ríkisstjórnarfundi sem þar var haldinn í morgun.

Lesa meira
Hreindýr.

24.1.2013 : Hreindýrakvóti ársins 2013 ákveðinn

Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1229 dýr á árinu sem er fjölgun um 220 dýr frá fyrra ári.

Lesa meira
Hrútafjörður.

23.1.2013 : Stafræn kort og landupplýsingar gerð gjaldfrjáls

Stafræn kort og landupplýsingar í vörslu Landmælinga Íslands hafa verið gerð gjaldfrjáls, samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Gögnin eru notuð við ýmis verkefni á vegum stofnana ríkisins s.s. við eignaskráningu, skipulagsmál, náttúruvernd, náttúruvá, orkumál, rannsóknir og opinberar framkvæmdir en einnig gagnast þau almenningi og fyrirtækjum með margvíslegum hætti.  

Lesa meira
Skolar-heilsast

22.1.2013 : Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Boðað er til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Lesa meira
Alþingi

21.1.2013 : Breytingar á lögum með „bandormi“ sem Alþingi hefur samþykkt

Alþingi samþykkti í desember síðastliðinn lög nr. 157/2012 - svokallaðan bandorm - um breytingar á ýmsum lögum vegna breytinga á Stjórnarráði Íslands. Nokkrar breytinganna sem lögin kveða á um varða umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Lesa meira
Frá fundi með hagsmunaaðilum í gær.

18.1.2013 : Umhverfis- og auðlindaráðherra fundar með hagsmunaaðilum

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir efndi í gær til kynnisfundar með helstu hagsmunaaðilum sem koma að málaflokkum ráðuneytisins. Á fundinum var farið yfir starfsskipulag ráðuneytisins og helstu málaflokkar þess kynntir. 

Lesa meira
Vatnsorka.

14.1.2013 : Rammaáætlun samþykkt

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem lagði tillöguna fram í samráði við atvinnu- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira
Samningur undirritaður

14.1.2013 : Samningur um Náttúrustofu á Suðausturlandi undirritaður

Samningur um rekstur Náttúrustofu á Suðausturlandi var undirritaður í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á föstudag. Náttúrustofan sem staðsett verður á Höfn í Hornafirði er áttunda náttúrustofan sem stofnuð er af sveitarfélögum með stuðningi ríkissjóðs.

Lesa meira
Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli.

11.1.2013 : Starfshópur um endurskoðun stjórnarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað starfshóp til að fara yfir núverandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. Hópnum er ætlað að afla upplýsinga um reynsluna af stjórnfyrirkomulagi garðsins, skoða kosti þess og galla og vinna skýrslu um málið til ráðherra.

Lesa meira
Frá afhendingu tillagnanna.

11.1.2013 : Tillögur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu

Starfshópur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tillögum sínum í gær. Tillögurnar eru sjö talsins og er í þeim fjallað um ýmis atriði til að vinna að markmiðum um sjálfbæra búfjárbeit svo og skipulag hennar og annarrar landnýtingar.

Lesa meira
Frá afhendingu stefnunnar í gær.

10.1.2013 : Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra

Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skógræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra í gær.

Lesa meira