Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sendir
hugheilar jóla- og nýárskveðjur til allra landsmanna.


Fréttir

Hreindýr.

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði - 19.12.2014

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til vöktunar og rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík og með tölvupósti á postur@uar.is, merktar Veiðikortasjóður 2014, fyrir mánudaginn 19. janúar 2014. Nánar...

Alþingi samþykkir breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum - 19.12.2014

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breytingin er til komin vegna skuldbindinga Íslands á grundvelli EES samningsins. Breytingin felur í sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur en málsmeðferð þeirra er einfaldari og styttri en annarra framkvæmda sem undir lögin falla í dag.

Nánar...

Eldri fréttir
Tungumál


Flýtival