Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Óskað er eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti. Verðlaunin verða afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september 2014. Tilnefningar skulu berast fyrir 18. ágúst næstkomandi.


Fréttir

Plasthólkar koma í veg fyrir að lykkja geti myndast á keðjum eða köðlum rólunnar.

Ábending vegna róla og annarra leikvallatækja - 10.7.2014

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vill koma þeirri ábendingu á framfæri við seljendur og kaupendur leiktækja að rólur og önnur leiktæki sem seld eru til notkunar á fjöleignarhúsalóðum, við sumarhúsbyggð, á tjaldsvæðum og samkomustöðum þurfa að uppfylla ákvæði reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Nánar...

Fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Japan - 7.7.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem er og starfandi utanríkisráðherra, átti í dag fund með Takao Makino, aðstoðarutanríkisráðherra Japan. Ræddu ráðherrarnir náin tengsl ríkjanna og með hvaða hætti mætti efla þau enn frekar. 

Nánar...

Eldri fréttir
Tungumál


Flýtival