Umhverfisþing 9. október 2015


Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings á Grand Hótel í Reykjavík
föstudaginn 9. október 2015. Drög að dagskrá verða birt síðar.
Fréttir

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum  - 26.5.2015

Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði. Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Nánar...

Lagt til að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. janúar 2016 - 22.5.2015

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis – og auðlindaráðherra  hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem varðar frestun gildistöku laga nr. 60/2013 um náttúruvernd til 1. janúar 2016. Jafnframt hyggst ráðherra mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd næsta haust, sem felur í sér endurskoðun á náttúruverndarlögum. Þetta er gert til að tryggja að frumvarp um náttúruvernd fái  fullnægjandi umfjöllun á Alþingi.

Nánar...

Eldri fréttir
Tungumál


Flýtival