Útgefið efni

3.5.2017 : Uppfærð framkvæmdaáætlun Íslands vegna þrávirkra lífrænna efna komin út

Ísland hefur skilað uppfærðri framkvæmdaáætlun vegna þrávirkra lífrænna efna til Stokkhólmssamningsins. Áttunda aðildaríkjaþing samningsins stendur nú yfir í Genf.

Lesa meira

15.3.2017 : Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira
20170213_132218--2-

13.2.2017 : Veruleg tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ) hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðuneytinu greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. HHÍ kynnti helstu niðurstöður hennar á fundi í dag.

Lesa meira
Horft-ad-Snaefelli

9.2.2017 : Áfangaskýrsla um þjóðgarð á miðhálendi Íslands afhent ráðherra

Nefnd sem hefur fjallað um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Skýrslan felur í sér greiningu á núverandi stöðu miðhálendisins auk kortlagningar svæðisins.  Gert er ráð fyrir að lokaskýrsla nefndarinnar, leggi grunninn að ákvarðanatöku um næsta áfanga verndunar miðhálendisins.

Lesa meira
Laxá í Kjós

9.11.2016 : Landsskipulagsstefna 2015 – 2026 á rafrænu formi

Landsskipulagsstefnu, sem samþykkt var á Alþingi sl. vor, er nú hægt að nálgast í rafrænu formi á vef Skipulagsstofnunar. Um er að ræða heildstæða stefnu ríkisins á landsvísu um skipulagsmál sem samþættir áætlanir á vegum stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra landnýtingu.

Lesa meira

8.11.2016 : Tækifæri til að draga úr losun frá landbúnaði

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út skýrslu með greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði, en skýrslan er hluti af verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum.

Lesa meira

4.11.2016 : Parísarsamningurinn gengur í gildi á heimsvísu

Parísarsamningurinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum gengur í gildi á heimsvísu í dag, 4. nóvember. Samningurinn var samþykktur í París 12. desember 2015. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu hans 19. september sl. að tillögu utanríkisráðherra. Ísland var þar með meðal fyrstu 55 ríkja sem þurftu að fullgilda til að samningurinn gengi í gildi á heimsvísu. 

Lesa meira
Hofstadir-i-Myvatnssveit

27.10.2016 : Hofstaðir áfram í eigu ríkisins

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í gær í ríkisstjórn skýrslu starfshóps sem hafði það verkefni að greina möguleika og vinna tillögur að hugsanlegri uppbyggingu og skipulagi að Hofstöðum í Skútustaðahreppi í Mývatnssveit. Ríkisstjórnin samþykkti að halda jörðinni í eigu ríkisins á meðan skoðaður verði nánar kostnaður við þá uppbygginu sem lögð er til í skýrslunni.

Lesa meira

31.8.2016 : Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna komin út

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út aðgerðaáætlun um notkun varnarefna til ársins 2031. Áætluninni er ætlað að ýta undir þróun nýrra varna í plöntuvernd og innleiða aðferðir sem ekki byggja á notkun efna, í því skyni að draga úr notkun þeirra við matvælaframleiðslu.

Lesa meira
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar afhenti ráðherra lokaskýrslu sína í dag.

26.8.2016 : Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.

Lesa meira

1.7.2016 : Skýrsla starfshóps um Friðland að fjallabaki

Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði hefur skilað skýrslu sinni um Friðland að Fjallabaki. Í skýrslunni eru ýmsar tillögur um hvernig megi styrkja innviði friðlandsins, efla stjórnun og starfsemi auk þess sem hópurinn telur áhugavert og unnt að skapa skilyrði til stækkunar svæðisins.

Lesa meira

29.6.2016 : Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

Starfshópur hefur skilað Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Ráðherra skipaði starfshópinn í lok janúar síðastliðinn með það að markmiði að hægt verði að draga úr notkun burðarplastpoka í áföngum.

Lesa meira
Mývatn

20.6.2016 : Samstarfshópur um málefni Mývatns skilar skýrslu til ráðherra

Samstarfshópur um málefni Mývatns hefur skilað skýrslu með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn.

Lesa meira

6.4.2016 : Verkefni um endurheimt votlendis hafið

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Landgræðslu ríkisins hefur verið falið að annast framkvæmdina í samræmi við tillögur samráðshóps um endurheimt votlendis.

Lesa meira

23.3.2016 : Starfshópur um verkaskiptingu Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins skilar tillögum

Starfshópur sem Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði til að skoða leiðir að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu þ.e. Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins, hefur skilað tillögum sínum. 

Lesa meira

19.2.2016 : Skýrslur um næringarefni í Mývatni og Þingvallavatni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt skýrslur sem það lét vinna um mat á ákomu og afrennsli niturs og fosfórs fyrir Mývatn og Þingvallavatn.

Í skýrslunum eru dregnar saman bestu fáanlegu upplýsingar um innstreymi næringarefna í vötnin og gerð grein fyrir hlut einstakra uppsprettna.

Lesa meira

16.2.2016 : Ríkisstjórnin ákveður stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að stofnaður verði sérstakur sjóður, hamfarasjóður sem hafi það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár og verkefni á sviði forvarna verða aukin.

Lesa meira

22.1.2016 : Saman gegn sóun – stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út fyrstu almennu stefnuna um úrgangsforvarnir sem ber heitið  Saman gegn sóun. Stefnan gildir fyrir árin 2016-2027 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.

Lesa meira
skogur

29.9.2015 : Starfshópur leggur til sameiningu skógræktarstarfs í eina stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Lesa meira

20.8.2015 : Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu afhendir ráðherra tillögur sínar

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra niðurstöður sínar og tillögur.

Lesa meira

29.4.2015 : Verndaráætlun Breiðafjarðar undirrituð

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað verndaráætlun Breiðafjarðar fyrir árin 2014 – 2019. Áætlunin er stefnumörkun Breiðafjarðarnefndar þar sem sérstöðu fjarðarins er lýst. Þá er mörkuð stefna um útfærslu stjórnunar og umsýslu vegna verndar, skipulags og framkvæmda á svæðinu og sýndar leiðir til að ná markmiðum um vernd náttúru- og menningarminja svæðisins.

Lesa meira

22.4.2015 : Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Lesa meira

17.4.2015 : Aukið samstarf stofnana um rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Stýrihópur ráðuneytis og forstjóra nokkurra stofnana á sviði rannsókna og vöktunar hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni um frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands. Tillögunum er ætlað að auka samstarf rannsóknastofnana ráðuneytins m.a. með það að markmiði að efla þekkingu á auðlindum íslenskrar náttúru og miðlun upplýsinga um hana.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

15.4.2015 : Mögulegar úrbætur vegna mygluvanda til umfjöllunar

Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða.

Lesa meira

4.9.2014 : Heildarúttekt OECD á umhverfismálum Íslendinga kynnt

Íslensk náttúra hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar sem og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðamenn. Íslendingar njóta mikilla lífsgæða og hreins umhverfis sem býður upp á framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta er meðal meginniðurstaðna heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013, en úttektarskýrslan var kynnt í dag.

Lesa meira

26.6.2014 : Áfangaskýrsla vegna undirbúnings skipulags landnotkunar

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu þar sem dregin eru fram þau atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu. Meðal þess sem starfshópurinn telur að fjalla þurfi um eru skilgreining og flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining á því hvað dregur að ferðamenn og hvernig það verði best varðveitt, endurheimt vistkerfa, stuðningur við skógrækt m.t.t. mismunandi skógræktarskilyrða og skipulag og mannvirkjagerð við uppbyggingu sem tengist ferðaþjónustu.

Lesa meira

27.5.2014 : Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira

12.5.2014 : Heildaryfirlit yfir loftslagsmál á Íslandi

Út er komin sjötta landsskýrsla Íslands um loftslagsmál. Um er að ræða heildaryfirlit yfir loftslagsmál á Íslandi sem ber að skila til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.  Í skýrslunni er að finna ítarlega umfjöllun m.a. um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum.

Lesa meira

16.10.2013 : Málþing og greinargerð um myrkurgæði

Starfshópur um myrkurgæði á Íslandi hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð sinni þar sem settar eru fram þrettán tillögur um að varðveita myrkurgæði og sporna við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Lesa meira
Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli.

18.7.2013 : Endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs

Starfshópur um endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs skilaði Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð sinni þann 18. júlí 2013.

Lesa meira

27.6.2013 : Losun gróðurhúsalofttegunda dregst saman í takt við væntingar

Samstarfshópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur skilað úttekt á framkvæmd áætlunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðherra. Losun á Íslandi dróst saman um 9% frá 2008 til 2010, en losunin 2010 var um 5% lægri en áætlunin gerði ráð fyrir það ár.

Lesa meira
Frá afhendingu skýrslunnar.

14.5.2013 : Tillögur um verndun hella afhentar ráðherra

Samráðsnefnd um málefni er varða verndun hella skilaði Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni í síðasta mánuði. Í kjölfarið var skv. tillögu nefndarinnar sérstök ráðgjafanefnd um verndun hella skipuð.

Lesa meira
Forsíða skýrslunnar.

8.5.2013 : Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra komin á vefinn

Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra sem inniheldur umfjöllun og tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur nú verið gerð aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lesa meira

26.4.2013 : Landsáætlun um úrgang komin út

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024. Í áætluninni er að finna ítarlegt yfirlit yfir núverandi stöðu úrgangsmála á Íslandi, bæði hvað varðar magn einstakra úrgangsflokka og þróun mismunandi leiða í meðhöndlun úrgangs. 

Lesa meira

19.4.2013 : Verkefni 2009 - 2013

Út er komið yfirlit verkefna umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir tímabilið 2009 – 2013. Í yfirlitinu er gert grein fyrir helstu áföngum og viðfangsefnum í starfi ráðuneytisins á tímabilinu.

Lesa meira
Ritið afhent.

16.4.2013 : Úttekt á loftgæðum og lýðheilsu

Stýrihópur skilaði í dag Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, riti sem inniheldur úttekt á loftgæðum og lýðheilsu þeim tengdum. Efnt verður til málþings í næstu viku til að fylgja ritinu eftir.

Lesa meira
Frá afhendingu tillagnanna.

11.1.2013 : Tillögur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu

Starfshópur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tillögum sínum í gær. Tillögurnar eru sjö talsins og er í þeim fjallað um ýmis atriði til að vinna að markmiðum um sjálfbæra búfjárbeit svo og skipulag hennar og annarrar landnýtingar.

Lesa meira
Frá afhendingu stefnunnar í gær.

10.1.2013 : Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra

Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skógræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra í gær.

Lesa meira
Vistspor kvenna er minna en karla.

10.10.2012 : Ný áfangaskýrsla um kynjaáhrif loftslagsmála

Konur nota vistvænni samgöngumáta en karlar og hafa almennt vistvænni lífsstíl en þeir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu um kynjaáhrif loftslagsmála.

Lesa meira
Hafursey á Mýrdalssandi

3.7.2012 : Tillögur nefndar um efni nýrra landgræðslulaga

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um greinargerð nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu, en nefndin skilaði umhverfisráðherra tillögum sínum í dag. Greinargerðin ásamt umsögnum sem berast um hana verða grunnur fyrir gerð frumvarps til nýrra landgræðslulaga.

Lesa meira