Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipað er fram til 31. desember 2024.

Eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt hann síðustu ár. Rammasamningurinn á milli ríkis og sveitarfélaga, sem undirritaður var í júlí sl. er tímamótasamningur og forsenda þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. Ein af forsendum þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði er að einfalda regluverkið og auka skilvirkni.

Hlutverk stýrihópsins er að vinna tillögur að breytingum á byggingarreglugerð, í samræmi við verkefnisáætlun þar að lútandi, til þess að einfalda umgjörð byggingariðnaðarins með hliðsjón af tillögum OECD til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði, þ.m.t. að auka sjálfbærni, stafræna stjórnsýslu og gæði. Stýrihópurinn skal endurskoða einstaka málefni byggingarreglugerðar og skila tillögum að úrbótum til ráðherra um leið og vinnu þess hluta lýkur svo innleiðingin verði markviss, fyrirsjáanleg og í skrefum.

Stýrihópurinn skal vinna með fag- og hagsmunaaðilum og mynda vinnuhópa um einstaka kafla eða málefni til þess að tryggja samráð og samtal um bestu lausnirnar.

Stýrihópurinn er svo skipaður:

  • Ingveldur Sæmundsdóttir, formaður, innviðaráðuneyti,
  • Björn Karlsson, innviðaráðuneyti,
  • Hermann Jónasson, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
  • Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Sigurður Hannesson, Samtök iðnaðarins.

Með hópnum starfar Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum