Hoppa yfir valmynd

Valnefnd um samkeppnisframlög úr byggðaáætlun

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur skipað valnefnd skv. 5. gr. reglna um úthlutun ráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu til ráðherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála, fjölda umsókna og vægis þeirra. Valnefndin var skipuð 14. janúar 2022.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Sigurður Árnason frá Byggðastofnun, formaður
  • Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar
  • Elín Gróa Karlsdóttir, fjármálastjóri Ferðamálastofu.

Með nefndinni starfa Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í ráðuneytinu, og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun.

Byggðastofnun annast umsýslu umsókna fyrir hönd ráðuneytisins og leggur þær fyrir valnefnd með umsögn sinni um styrkhæfi. Þá annast Byggðastofnun samningsgerð við styrkþega, umsýslu með greiðslum og eftirlit með framkvæmd verkefna.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum