Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um framtíð læknisþjónustu á Íslandi

Heilbrigðisráðuneytið

Mönnun læknisþjónustu er ein af helstu áskorunum íslenskrar heilbrigðisþjónustu í dag. Læknisþjónusta er grundvallarþáttur í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og því mikilvægt að kortleggja hver þörfin er fyrir læknisþjónustu í dag og hver hún verður til framtíðar. Út frá því er hægt að meta og skipuleggja nánar mönnun þessarar mikilvægu þjónustu með gæði og öryggi hennar að leiðarljósi. 

Heilbrigðisráðherra hefur því skipað starfshóp til þess að meta þörf á læknisþjónustu til framtíðar. Er sú ákvörðun í samræmi við samkomulag tengt kjarasamningi við Læknafélag Íslands frá því í maí 2023. Hópnum er ætlað að skilgreina hvaða forsendur þurfi að taka tillit til við gerð mönnunarviðmiða lækna og spá um þörf fyrir mannafla. Hópnum er ætlað að leggja til aðgerðir annars vegar til 3 ára og hins vegar til 6 ára varðandi mönnun lækna út frá niðurstöðum fyrrgreindra mönnunarviðmiða og spá um þörf fyrir mannafla. 

Meðal annars er óskað eftir því að starfshópurinn taki sérstaklega til skoðunar:
Þörfina fyrir læknisþjónustu (þjónustuþörf).
Mönnun og afköst í einstökum sérgreinum.
Hvort og hvernig núverandi mönnun og afköst uppfylli núverandi þjónustuþörf.
Gerð viðmiða fyrir mönnun til framtíðar, sem byggjast m.a. á upplýsingum um ofangreinda liði.
Áhrif tækniframfara og sjálfvirknivæðingar (þ.m.t. gervigreindar) á þjónustu- og mönnunarþörf til framtíðar.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn kalli helstu hagaðila að borðinu við sín störf og nýti þá vinnu sem nú þegar á sér stað í heilbrigðisráðuneytinu varðandi heildræna mönnunargreiningu heilbrigðiskerfisins á landsvísu

Starfshópinn skipa

  • Ólafur Baldursson, án tilnefningar, formaður
  • Steinunn Þórðardóttir, án tilnefningar 
  • Theódór Skúli Sigurðsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
  • Oddur Steinarsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
  • Súsanna B. Ástvaldsdóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
  • Anna Margrét Guðmundsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Ragnar Freyr Ingvarsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands

 Varamenn

  • Margrét Ólafía Tómasdóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
  • Ragna Sigurðardóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
  • Teitur Ari Theódórsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
  • Ragnheiður Baldursdóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands

Starfsmaður starfshópsins er Ester Petra Gunnarsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 20. september 2023 og er ætlað að skila fyrstu tillögum fyrir árslok 2023.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum