Hoppa yfir valmynd

Verkefnahópur um fyrirkomulag við gerð kerfiskennitalna/gervikennitalna

Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnahópnum er falið að endurskoða núverandi fyrirkomulag við gerð kerfiskennitalna/gervikennitalna fyrir ferðamenn. 

Í skýrslu viðbragðsteymis sem skipað var af heilbrigðisráðherra vegna bráðamóttöku, sem lauk störfum árið 2022, er að finna eftirfarandi lýsingu á vandamáli:
„Núverandi fyrirkomulag við gerð gervikennitalna fyrir ferðamenn veldur margvíslegum kerfislægum vandkvæðum við veitingu bráðaþjónustu. Í fyrsta lagi veldur fyrirkomulagið töfum á þjónustu í sumum tilvikum þar sem ýmis þjónusta og kerfi eru háð því að kennitala sé til staðar. Þessi töf og vinna við gerð gervikennitalna veldur auknu álagi á heilbrigðisstarfsfólk. Auk þess er hætta á að mikilvægar sjúkraskrárupplýsingar berist ekki milli starfsstöðva í heilbrigðiskerfinu eða að tveir einstaklingar fái sömu gervikennitöluna og rangar upplýsingar berist því með sjúklingi“.

Verkefnahópinn skipa

  • Guðríður Bolladóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, án tilnefningar, formaður
  • Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, án tilnefningar
  • Ólöf María Vigfúsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu
  • Stefán Daníel Jónsson, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
  • Skúli Þór Gunnsteinsson, tilnefndur af innviðaráðuneytinu

Verkefnahópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 27. apríl 2023.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum