Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um kortlagningu sjálfvirkra stuðtækja

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk hópsins er að undirbúa gerð aðgengilegrar kortaskrár yfir staðsetningar sjálfvirkra hjartastuðtækja í 112 smáforritið, en aðeins eru skráð 40 tæki í gagnasafni Neyðarlínunnar. Jafnframt er starfshópnum falið að kanna hvaða samfélagslegu þætti þarf að skoða samhliða og hvort tilefni sé til að setja sérstök stjórnvaldsfyrirmæli um slík tæki. Loks er hópnum falið að gera verkefnisáætlun um kynningu og innleiðingu kortaskrárinnar og áætla kostnað vegna verkefnisins, ef hann fer umfram það fjármagn sem verkefninu hefur verið tryggt nú þegar.

Starfshópinn skipa

  • Jón Magnús Kristjánsson, formaður hópsins
  • Þorsteinn Jónsson, tilnefndur af embætti landlæknis 
  • Hjördís Garðarsdóttir, tilnefnd af Neyðarlínunni 
  • Ásgeir Valur Snorrason, tilnefndur af Endurlífgunarráði 
  • Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, tilnefnd af Rauða krossi Íslands
  • Hjörtur Oddsson, tilnefndur af Landspítala 
  • Svanfríður Anna Lárusdóttir, tilnefnd af Slysvarnafélaginu Landsbjörg

 Starfsmaður hópsins er Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir. 

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 8. febrúar 2024 og skal skila niðurstöðum sínum til ráðherra fyrir 8. maí 2024.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum