Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um tillögur að aðgerðum sem heyra undir málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og stuðlað geta að eflingu samfélagsins á Langanesi

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 24. maí 2023.

Á fundi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með oddvita og sveitarstjóra Langanesbyggðar þann 31. mars sl. var farið yfir sýn sveitarfélagsins og helstu hagsmunamál svæðisins. Fram kom það sjónarmið heimamanna að meginviðfangsefni svæðisins snúi öll að því að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu. Hægt sé að stuðla að því m.a. með því að styrkja flutningskerfi raforku, auka afhendingaröryggi raforku og friðlýsa hluta Langaness, t.d. með stofnun þjóðgarðs og stuðla að fjárfestingum á svæðinu til uppbyggingar á grænni atvinnustarfsemi og var óskað eftir stuðningi ráðherra við að styrkja svæðið.

Í ljósi framangreinds hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákveðið að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála á Langanesi, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.

Tillögur starfshópsins skulu a.m.k. snúa að friðlýsingu á hluta Langaness, t.d. með stofnun þjóðgarðs, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Jafnframt verði hugað að bættu orkuöryggi svæðisins með tillögum er snerta dreifi- og flutningskerfi raforku, jarðhitaleit og aukna orkuöflun innan svæðis.

Starfshópurinn skal hafa samráð við hagaðila og stofnanir eftir því sem við á.

Miðað er við að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2023.

Starfshópurinn er þannig skipaður:
Njáll Trausti Friðbertsson, formaður,
Berglind Harpa Svavarsdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon.

Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu mun starfa með hópnum.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum