Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk starfshópsins er að semja uppfærða heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum sem skal taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferða, endurhæfingar og lagaumhverfis. Þá skal við gerð stefnunnar höfð hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er æskilegt að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi, t.d. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess skal gætt að tenging verði við stefnu og aðgerðir um skaðaminnkun sem starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra vinnur nú að og við aðgerðaáætlun í geðmálum sem geðráð fer með. Þá verður þess farið á leit við starfshópinn að með stefnunni fylgi tillögur að aðgerðum ásamt kostnaðaráætlun við hverja þeirra. 

Starfshópinn skipa

  • Kristín I. Pálsdóttir, tilnefnd af Rótinni, formaður starfshópsins
  • Helga Sif Friðjónsdóttir, án tilnefningar, heilbrigðisráðuneyti 
  • Birna Sigurðardóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
  • Kjartan Jón Bjarnason, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti 
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti 
  • Sveinbjörn Kristjánsson, tilnefndur af embætti landlæknis 
  • Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Elías Guðmundsson, tilnefndur af Krýsuvíkursamtökunum
  • Guðrún Dóra Bjarnadóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Ingunn Hansdóttir, tilnefnd af SÁÁ
  • Valdimar Þór Svavarsson, tilnefndur af Samhjálp
  • Arndís Vilhjálmsdóttir, tilnefnd af Afstöðu, félagi fanga

Starfsmaður hópsins er Andrea Jónsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu.

Hópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 20. febrúar 2024 og skal skila niðurstöðum sínum til ráðherra fyrir 1. september 2024. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum