Hoppa yfir valmynd

Verkefnahópur um mönnunarviðmið í hjúkrun

Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á opinbera stefnumótun í mönnun heilbrigðisstétta og að gera mönnunaráætlun til framtíðar. Til að hægt verði að gera raunhæfa mönnunaráætlun til framtíðar á Íslandi verður að hafa viðmið um mönnun sem eru endurmetin reglulega. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur einnig lagt mikla áherslu á mönnunarviðmið í hjúkrun til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga. 

Mönnunarviðmið í hjúkrun hafa verið innleidd í nokkrum löndum meðal annars Englandi, Wales, Skotlandi og Ástralíu svo dæmi sé tekið. Mikilvægt er að nýta þessar fyrirmyndir í virku samstarfi við þarlenda aðila.
 
Vinna verkefnahópsins skal taka mið af Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Verkefnahópnum er ætlað að leggja fram mönnunarviðmið í hjúkrun á legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala. Áætlað er að kynna niðurstöðurnar fyrir helstu haghöfum eigi síðar en 1. apríl 2024. 

Vinnuhópinn skipa

  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur, án tilnefningar, formaður
  • Magnús Benedikt Sigurðsson, gagnafræðingur, án tilnefningar
  • Hulda Ringsted, framkvæmdastjóri hjúkunar, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri, aðalmaður
  • Erla Björnsdóttir, mannauðsstjóri, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri, varamaður
  • Elín Jóhanna G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og hagfræðingur, tilnefnd af Landspítala, aðalmaður
  • Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkunar, tilnefndur af Landspítala, varamaður

Tengiliðir frá Félagi íslenskra hjúkruarfræðinga

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður FÍH, aðalmaður
  • Helga Rósa Másdóttir, sviðsstjóri fagsviðs FÍH, varamaður
Verkefnahópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 26. maí 2023.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum