Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um fráveitur

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 29. mars 2022
Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf er kveðið á um að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu og að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir stórátaki í samvinnu við sveitarfélög í frárennslismálum þannig að þau standist ítrustu kröfur náttúruverndar um allt land eigi síðar en 2028. Fyrirhugað er að setja nýja reglugerð um fráveitur og skólphreinsun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Megintilgangur hópsins er að efla samráð og samvinnu varðandi fráveitur og skólphreinsun. Fyrsta verk samráðshópsins verður að fjalla um reglugerðina.

Samráðshópnum verður auk þess m.a. falið að:
- fjalla um kostnað og fjármögnunarleiðir fyrir sveitarfélög, greina mögulegar leiðir til að draga úr kostnaðaráhrifum, útfæra áætlun og tímaramma í samræmi við kröfur reglugerðarinnar,
- fjalla um áherslur varðandi fráveitustyrki, örplast og nýja nálgun eins og blágrænar ofanvatnslausnir og vinna að sameiginlegum lausnum,
- skoða möguleika á uppbyggingarverkefnum, þróun mannvirkja, nýsköpun og fjalla um bestu aðgengilegu tækni,
- benda sveitarfélögum á möguleika á að sækja um innlenda og erlendra styrki til fráveituframkvæmda og nýsköpunar á því sviði fráveitumála og
- fjalla um aukna nýtingu seyru sem fellur til hjá fráveitum, greina hvaða möguleikar eru til að nýta seyru og setja upp tímasetta áætlun með þeim sem seyra fellur til hjá og þeirra sem geta nýtt seyru.

Við vinnu sína skal samráðshópsins hafa m.a. samráð við vatnaráð og Umhverfisstofnun og taka mið af aðgerðum í aðgerðaáætlun vatnaáætlunar. Samráðshópurinn skal a.m.k. einu sinni á ári upplýsa ráðuneytið og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála.

Samráðshópurinn er þannig skipaður:

Án tilnefningar
Kjartan Ingvarsson, formaður,

Samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Eiríkur Benónýsson

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Halla Einarsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Guðjón Bragason

Samkvæmt tilnefningu Samorku
Fjóla Jóhannesdóttir

Með starfshópnum starfa eftir atvikum Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum