Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um stefnu í skaðaminnkun

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp sem hefur það hlutverk að semja stefnu stjórnvalda í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaáætlun sem byggist á stefnunni.

Í aðgerðaáætlun skal lýsa tilgangi og samfélagsáhrifum, tilgreina ábyrgðaraðila og samstarfsaðila og hún skal fela í sér tímaramma og kostnaðaráætlun fyrir hverja aðgerð. 

Vinna starfshópsins fer þannig fram að starfshópnum verður skipt í kjarnahóp og rýnihóp. Kjarnahópurinn fundar með reglulegu millibili og vinnur milli funda eftir þörfum. Formaður starfshópsins mun tryggja virkt samráð við fulltrúa rýnihóps, meðal annars með því að funda og senda gögn til rýni og umsagnar. Þá mun formaður starfshóps tryggja að haldnir verði sameiginlegir vinnufundir kjarnahóps og rýnihóps. 

Starfshópurinn er þannig skipaður

Í kjarnahópi eiga sæti:

  • Helga Sif Friðjónsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Birna Sigurðardóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
  • Kjartan Jón Bjarnason, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu
  • Hafrún Elísa Sigurðardóttir, tilnefnd af Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu
  • Svala Jóhannesdóttir, tilnefnd af Matthildi - samtökum um skaðaminnkun
  • Kristján E. Björgvinsson, tilnefndur af Viðmót - samtök um mannúðlega vímuefnastefnu

Í rýnihópi eiga sæti:

  • Guðmundur Ingi Þóroddsson, tilnefndur af Afstöðu - félags fanga
  • Sigurður Örn Hektorsson, tilnefndur af Embætti landlæknis
  • Matthías Matthíasson, tilnefndur af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Bjarni Össurarson Rafnar, tilnefndur af Landspítalanum
  • Kristín Davíðsdóttir, tilnefnd af Landspítalanum
  • Kristinn Páll Sigurbjörnsson, tilnefndur af Lyfjastofnun
  • María Káradóttir, tilnefnd af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
  • Sigþrúður Erla Arnardóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg
  • Lára G. Sigurðardóttir, tilnefnd af SÁÁ
  • Kristín I. Pálsdóttir, tilnefnd af Rótinni
  • Jón H. B. Snorrason, tilnefndur af Ríkissaksóknara
  • Baldur Karl Magnússon, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands
  • Eygló Þ. Harðardóttir, tilnefnd af Ríkislögreglustjóra.

María Sæm Bjarkardóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður starfshópsins.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 6. september 2023. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili drögum að stefnu og aðgerðaáætlun til ráðherra eigi síðar en 15. mars 2024.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum