Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja

Innviðaráðuneytið

Starfshópurinn skili skýrslu þar sem lagt er mat á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum. 

Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá metur starfshópurinn arðsemi framkvæmdarinnar. Loks á starfshópurinn að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær jarðfræðilegu rannsóknir, sem og aðrar rannsóknir, sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja endanlegt mat á fýsileika framkvæmdarinnar.

Starfshópurinn er svo skipaður:

  • Kristín Jónsdóttir, formaður, án tilnefningar,
  • Freysteinn Sigmundsson, án tilnefningar,
  • Freyr Pálsson, tilnefndur af Vegagerðinni,
  • Anton Kári Halldórsson, tilnefndur af Rangárþingi Eystra,
  • Gylfi Sigfússon, tilnefndur af Vestmannaeyjabæ.


Björn Ágúst Björnsson verkfræðingur og sérfræðingur í arðsemisgreiningum mun starfa með hópnum. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum