Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um tillögur að framgangi mála í Dalabyggð sem heyra undir málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 3. nóvember 2023
Á fundi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með sveitarstjórn Dalabyggðar þann 24. október 2023 var farið yfir sýn sveitarfélagsins og helstu hagsmunamál svæðisins. Á fundinum kom fram það sjónarmið heimafólks að meginviðfangsefni svæðisins snúi öll að því að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, sem áfangastað ferðamanna með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjárfestingum á svæðinu til uppbyggingar á grænni atvinnustarfsemi samhliða grænni orkuöflun á svæðinu og óskað var eftir stuðningi ráðherra við að styrkja svæðið.

Starfshópurinn hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála í Dalbyggð, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.

Tillögur starfshópsins skulu a.m.k. snúa að jarðhitaleit, aukinni orkuöflun, flutningskerfi raforku, þjóðgarði á svæðinu, minjavernd, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. mars 2024. 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður,
Halla Steinólfsdóttir, bóndi,
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.

Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu mun starfa með hópnum.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum