Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur skipað tvo starfshópa um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Markmið þeirra er að fylgja eftir ákveðnum tillögum í skýrslu samráðsvettvangs um brunavarnir í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1. Helstu verkefni hópsins er að útfæra tillögurnar og annast eftirfylgni með þeim.

Hópur 1

Tillögurnar eru svohljóðandi: 

3. Tryggt verði að íbúðarhúsnæði sé ekki tekið í notkun án þess að fram hafi farið öryggisúttekt, fyrir eða samhliða lokaúttekt.
7. Samhliða innleiðingu á flokkun mannvirkja verði ráðist í fræðsluátak um tilkynningaskyldar og byggingarleyfisskyldar framkvæmdir með áherslu á brunavarnir.
8. Skilgreindir verði hvatar til að ná fram réttri skráningu á húsnæði sem hefur verið breytt án leyfis eða tilkynningar, með umsókn um byggingarleyfi eða tilkynntri framkvæmd.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Aðalmenn:
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, án tilnefningar, HMS, formaður (tók við af Herdísi Hallmarsdóttur sem upphaflega var skipuð í starfshópinn), 
Björn Karlsson, án tilnefningar, innviðaráðuneytið,
Bjarni Kjartansson, tilnefndur af Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu,
Tryggvi Þórhallsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Jón Ben Einarsson, tiln. af Félagi byggingarfulltrúa,
Óskar Torfi Þorvaldsson, tiln. af Reykjavíkurborg.

Varamenn:
Regína Valdimarsdóttir, án tilnefningar, HMS,
Sigrún Dögg Kvaran, án tiln., innviðaráðuneytið,
Einar Bergmann Sveinsson, tilnefndur af Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu,
Kristín Ólafsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Sveinn Björnsson, tiln. af Félagi byggingarfulltrúa,
Vífill Björnsson, tiln. af Reykjavíkurborg.

Hópur 2

Tillögurnar eru svohljóðandi:

6. Endurskoðaðar verða heimildir til fjöldaskráningar lögheimilis/aðseturs í íbúðarhúsnæði.
9. Sérstakt átaksverkefni vegna eldri timburhúsa með áherslu á fræðslu og brunavarnir skjalfestar.
11. Metið verði hvort og í hvaða mæli heimila skuli með lögum tímabundna aðsetursskráningu og búsetu í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir kröfur um öryggi.
12. Endurskoðaðar verði heimildir slökkviliðs og byggingarfulltrúa til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum og til aðgangs að íbúðarhúsnæði til eftirlits.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Aðalmenn:
Regína Valdimarsdóttir, án tilnefningar, HMS, formaður,
Björn Karlsson án tilnefningar, innviðaráðuneytið,
Aleksandra Leonardsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands,
Jón Viðar Matthíasson, tilnefndur af Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu,
Kristín Ólafsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Birta Austmann Bjarnadóttir, tiln. af Þjóðskrá Íslands.

Varamenn:
Aldís Hilmarsdóttir, án tilnefningar, HMS,
Sigrún Dögg Kvaran án tiln., innviðaráðuneytið,
Saga Kjartansdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands,
Einar Bergmann Sveinsson, tilnefndur af Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu,
Guðjón Bragason, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Karen Edda Benediktsdóttir, tiln. af Þjóðskrá Íslands.

Skipað er til og með 30. júní 2022.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum