Hoppa yfir valmynd
13. maí 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar í Reykjavík

Umhverfisráðherra hefur í dag kveðið upp úrskurð um frekara mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar í Reykjavík, tveggja akreina vegar frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi. Kærendur voru íbúar við Garðhús í Grafarvogi og íbúasamtök Grafarvogs.

Niðurstaða úrskurðarins er að hinn kærði úrskurður, þar sem fallist var á fyrirhugaða framkvæmd, er staðfestur með því skilyrði að framkvæmdaraðilar hafi samráð við fulltrúa íbúa við Garðhús og kirkjugarðsyfirvöld um hönnun og útfærslu mótvægisaðgerða og að leitast verði við að haga hljóðvörnum með þeim hætti að óæskileg umhverfisáhrif verði sem minnst.

Úrskurðurinn í heild er aðgengilegur á Réttarheimild.is

Fréttatilkynning nr. 10/2002
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum