Hoppa yfir valmynd
28. júlí 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ferð umhverfisráðherra um Vestfirði


Dagana 28. - 30. júlí mun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoða þau svæði á Vestfjörðum sem eru í drögum að náttúruverndaráætlun, en áætlunin verður lögð fyrir Alþingi í haust. Í drögunum eru alls 77 svæði á landinu og hefur ráðherra skoðað drjúgan hluta þeirra fyrr í sumar.

Á Vestfjörðum eru í drögunum þrjú svæði, þ.e. Látrabjarg - Rauðasandur (þjóðgarður), Snæfjallaströnd - Æðey - Drangajökull - Drangar - Furufjörður (stækkun Hornstranda friðlands) og Ingólfsfjörður - Reykjarfjörður (búsvæði). Ráðherra mun hitta fulltrúa sveitarfélaga svæðanna þriggja í ferð sinni.

Ferðadagskráin er í dagbók ráðherra á www.siv.is

Nánari upplýsingar veitir Einar Sveinbjörnsson í síma 8964189 eða 8511141.


Fréttatilkynning nr. 26/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum