Hoppa yfir valmynd
18. mars 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Náttúrustofa Norðausturlands

Reinhard Reynisson, Siv Friðleifsdóttir og Sigbjörn Gunnarsson.
reinhard_siv_sigbjorn

Í gær undirrituðu Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur og Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps samning um stofnun og rekstur Náttúrustofu Norðausturlands.

Náttúrustofan hefur aðsetur á Húsavík og starfar í samræmi við lög nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur sbr. lög nr. 92/2002. Samkvæmt lögunum er ráðherra heimilt að leyfa starfrækslu allt að átta náttúrustofa er starfa á vegum sveitarfélaga.

Náttúrustofa Norðausturlands er sjöunda náttúrustofan sem sett er á stofn hér á landi en þegar eru starfandi Náttúrustofa Austurlands í Neskaupstað, Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum, Náttúrustofa Vestfjarða í Bolungarvík, Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi, Náttúrustofa Norðurlands vestra á Sauðárkróki og Náttúrustofa Reykjaness í Sandgerði.

Fréttatilkynning nr. 6/2004
Umhverfisráðuneytið

Reinhard Reynisson, Siv Friðleifsdóttir og Sigbjörn Gunnarsson.
reinhard_siv_sigbjorn

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum