Hoppa yfir valmynd
27. mars 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Staðfesting aðalskipulags Skaftárhrepps



 
 
 
Siv Friðleifsdóttir og Ingimar Sigurðursson staðfesta aðalskipulag Skaftárhrepps
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í gær aðalskipulag Skaftárhrepps sem nær til ársins 2014. Þetta er fyrsta aðalskipulag sem nær yfir allt sveitarfélagið, en áður var einungis til aðalskipulag fyrir þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Skaftárhreppur er eitt af landmestu sveitarfélögunum og nær yfir tæplega 7% landsins eða 6.800 ferkílómetra.

Við gerð aðalskipulags Skaftárhrepps voru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:

Að gera samhæft heildarskipulag af sveitarfélaginu.
Að treysta skilyrði fyrir búsetu í Skaftárhreppi.
Að draga fram sérkenni og vaxtarmöguleika einstakra staða og svæða.
Að efla atvinnulíf og menningu.
Að stuðla að sjálfbærri þróun í umhverfis og atvinnumálum.
Að styrkja svæðið sem miðstöð náttúruvísinda.                             

 

 

Fréttatilkynning nr. 7/2003
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum