Hoppa yfir valmynd
28. október 1999 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýtt kort yfir stjórnsýslu og sveitarfélög


Í tengslum við gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið sem lokið var fyrr á þessu ári fól umhverfisráðuneytið Landmælingum Íslands að gera stjórnsýslu- og sveitarfélagakort með sem nákvæmustu upplýsingum um stjórnsýslumörk í landinu. Á undanförnum mánuðum hafa Landmælingar Íslands unnið að þessu verkefni og er nú tilbúið kort yfir stjórnsýslu- og sveitarfélög ásamt stafrænum gögnum þar sem fram koma mörk sveitarfélaga sem og önnur mörk stjórnsýslunnar. Þetta verkefni hafa Landmælingar unnið í nánu samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, Hagstofu Íslands og umhverfisráðuneytið.

Um er að ræða tvö kort í mælikvarðanum 1:750 000 (60x80cm) annars vegar "Stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og sveitarfélög á Íslandi" og hins vegar "Stjórnsýslumörk á Íslandi". Þá verður gefið út stafrænt "vektor" gagnasafn með stjórnsýslumörkum í mælikvarða 1:500 000, en það er ætlað til notkunar í landupplýsingakerfum stofnana og fyrirtækja. Enn fremur verður tekin í notkun nýr hluti heimasíðu Landmælinga Íslands með kortum sem sýna breytingar á stjórnsýslumörkum og sveitarfélögum milli áranna 1990 og 1999, auk skrár yfir sveitarfélög og umdæmi sýslumanna.
Fréttatilkynning nr. 22/1999
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum