Hoppa yfir valmynd
16. september 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurðað að fram skuli fara umhverfismat vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði


Ráðuneytið hefur úrskurðað um kæru Óttars Yngvarssonar hrl., dags. 30. apríl 2003, vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar, frá 4. apríl 2003, um að ekki skuli framkvæmt mat á umhverfisáhrifum vegna eldis á laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði, allt að 8.000 tonnum á ári.

Úrskurður ráðuneytisins er sá að fyrirhugað eldi Austlax ehf. á allt að 8.000 tonna ársframleiðslu af laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum þar sem líklegt sé að framkvæmdin kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Jafnframt er ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 4. apríl 2003, um að ekki skuli framkvæmt mat á umhverfisáhrifum vegna eldis á laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði, allt að 8.000 tonn á ári er felld úr gildi.
Nánar...



Fréttatilkynning nr. 30/2003
Umhverfisráðuneytið




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum