Hoppa yfir valmynd
9. september 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný nefnd um rjúpnaverndun


Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir til þess að styrkja rjúpnastofninn í framtíðinni að loknu banni við rjúpnaveiðum sem stendur næstu þrjú árin. Nefndinni er m.a. ætlað að gera tillögur til ráðuneytisins um stofnun griðlanda eða friðlanda á varp- og vetrarstöðvum rjúpunnar, veiðikvóta, lengd og tímasetningu veiðitíma rjúpu, aðgang að veiðisvæðum og um veiðiaðferðir s.s. skotvopn og notkun veiðihunda og mögulegt bann við sölu á rjúpu. Nefndinni mun skila tillögum í síðasta lagi í lok árs 2005. Í nefndinni eiga sæti:

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, formaður, skipaður án tilnefningar,
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands,
Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður, tilnefndur af Umhverfisstofnun,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tilnefndur af sambandinu,
Ólafur Einarsson, fuglafræðingur, tilnefndur af Fuglaverndarfélagi Íslands,
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, tilnefndur af félaginu og
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tilnefndur af samtökunum.

    Fréttatilkynning nr. 28/2003
    Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum