Hoppa yfir valmynd
4. október 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á sjálfbærnivottun

Gönguhópur.
Gönguhópur.

Norðurlöndin ættu að íhuga að þróa sitt eigið vottunarkerfi fyrir sjálfbæra ferðamannastaði. Þetta er meðal tillagna sérfræðinga í nýrri norrænni skýrslu um vottunarkerfi í ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Um 4% vöxtur hefur verið í ferðamennsku undanfarin ár, sem er nokkuð meira en í öðrum atvinnugreinum. Þrátt fyrir samdrátt vegna fjármálakreppunnar er talið að ferðamennskan verði áfram sú atvinnugrein sem helst mun halda áfram að vaxa og skapa ný störf. Þannig benda rannsóknir á þróun í ferðaþjónustu til þess að fólk sækist fyrst og fremst eftir því að upplifa eitthvað einstakt í tengslum við ferðalög.

Þannig verða framleiðsla og menning heimafólks æ mikilvægari og kröfur um að lágmarka neikvæð áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi og samfélag aukast stöðugt. En um leið og aukinn fjöldi ferðamanna eykur álagið á náttúruminjar og samfélög felur hann í sér mikla möguleika fyrir þessi sömu samfélög til að þróa eigið atvinnulíf út frá auðlindum heima í héraði og menningu heimamanna.

Skýrslan: Hållbarhetscertifiering av turistdestinationer

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum