Hoppa yfir valmynd
3. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stefnumót um jökla og spár IPCC

Stefnumót
Á Stefnumóti

Á 17. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um bráðnun jökla í Himalayafjöllum og loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi um útbreiðslu jökla í Himalayafjöllum og stöðu þekkingar á afkomu þeirra. Hann mun einnig greina frá margumtalaðri umfjöllun IPCC skýrslunnar varðandi spár um bráðnun
jöklanna á komandi áratugum. Þá segir hann frá nýlegum könnunarleiðangri að Kolahoi jöklinum í Kashmirhéraði Indlands. 

Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 5. mars kl. 12:00 -13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir!

Hægt er að nálgast eldri erindi Stefnumóta á heimasíðu Stofnunar Sæmundar fróða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum