Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra vísar frá stjórnsýslukærum vegna útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Reyðarál ehf.


Með ákvörðun umhverfisráðherra frá 14. júlí sl. var þremur kærum til ráðuneytisins vegna útgáfu Umhverfisstofnunar þann 14. mars 2003 á starfsleyfi til handa álveri Reyðaráls ehf. á Reyðarfirði vísað frá.

Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni segir m.a.:

    "Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, má kæra ákvarðanir Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda um útgáfu starfsleyfis skv. 6. gr. laganna, til fullnaðarúrskurðar ráðherra innan tveggja vikna frá ákvörðun Umhverfisstofnunar eða heilbrigðisnefnda. Í lögunum er ekki tekið sérstaklega fram hverjum er heimilt að kæra útgáfu starfsleyfis, en um það gilda almennar reglur stjórnsýsluréttarins. Í 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, segir að aðila máls sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breitt nema annað leiði af lögum eða venju. Með "aðila máls" í skilningi framangreinds ákvæðis er átt við þann, sem hefur lögmætra hagsmuna að gæta, þ.e. einstaklegra og verulegra hagsmuna, hvort sem þeir eru fjárhagslegir eða persónulegir. Þetta byggist á viðurkenndum sjónarmiðum í stjórnsýslurétti. Hugtakið hefur verið skýrt rúmt í umhverfisrétti, þannig að ekki sé einungis átt við þá sem eiga beina aðild að máli, heldur geti einnig fallið undir þeir sem hafa óbeinna hagsmuna að gæta svo sem nágrannar starfsleyfisskyldrar starfsemi..." Ráðuneytið taldi að kærendur hefðu ekki haldið því fram eða rökstutt að þeir ættu slíkra óbeinna hagsmuna að gæta.

    "Kæruaðild almennings án tillits til hagsmuna af úrlausn málsins (svokölluð "actio popularis") er ekki viðurkennd í stjórnsýslurétti hér á landi án sérstakrar lagaheimildar og er slíka lagaheimild ekki að finna í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir".

Fréttatilkynning
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum