Fréttasafn

21.12.2012 : Synjað um undanþágu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið tilkynnti í dag Skaftárhreppi þá fyrirætlun sína að hafna umsókn hreppsins um undanþágu frá starfsleyfi sorpbrennslu sveitarfélagsins. Skaftárhreppur hefur nú frest til 11. janúar nk. til að andmæla fyrirhugaðri ákvörðun.

Lesa meira
Byggingakranar.

20.12.2012 : Breytingar gerðar á nýrri byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem birt verður í B-deild Stjórnartíðinda á næstu dögum. Í kjölfar birtingar reglugerðarinnar verður hægt að nálgast byggingarreglugerðina með nýjustu breytingum á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lesa meira
Merki Umhverfisstofnunar

18.12.2012 : Eftirlit Umhverfisstofnunar í samræmi við kröfur

Uppbygging og framkvæmd eftirlits Umhverfisstofnunar með mengandi starfsemi er sambærileg því sem gerist í Evrópu og uppfyllir lágmarksviðmið. Á ýmsum sviðum er stofnunin leiðandi í álfunni en á öðrum eru tækifæri til að gera enn betur. Þetta eru niðurstöður úttektar IMPEL á eftirliti og starfsleyfisútgáfu Umhverfisstofnunar.

Lesa meira
Himinn

17.12.2012 : ESB samráð um loftgæði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur sett af stað samráðsferli á netinu um hvernig best verði staðið að því að bæta loftgæði í Evrópu. Óskað er eftir áliti almennings á því hvernig framfylgja skuli núverandi lögum og reglum er varða loftgæði, hvernig megi bæta þær og hvernig megi styðja við þær með frekari aðgerðum.

Lesa meira
Byggingakranar.

14.12.2012 : Bráðabirgðaákvæði byggingarreglugerðar framlengt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að framlengja til 15. apríl 2013 bráðabirgðaákvæði nýrrar byggingareglugerðar er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.

Lesa meira
Vatn

13.12.2012 : Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands í kynningu

Umhverfisstofnun hefur auglýst til kynningar drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands en í henni er leitað svara við því hvaða þættir geti valdið álagi á vatn á Íslandi. Stöðuskýrslan í endanlegri mynd verður svo grundvöllur fyrir  vatnaáætlun þar sem strangar kröfur um ástand vatns eru tilgreindar.

Lesa meira
Frá setningu ráðstefnunnar í gær.

8.12.2012 : Samkomulag í Doha: Nýtt skuldbindingartímabil Kýótó samþykkt 2013-2020

Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, lýkur nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020.

Lesa meira
Merki Cop18 ráðstefnunnar.

6.12.2012 : Jarðhitaverkefni í Afríku mun hafa jákvæð loftslagáhrif

Ísland gegnir lykilhlutverki í stóru jarðhitaverkefni í Austur-Afríku, sem nær til 13 ríkja og getur gefið milljónum manna aðgang að endurnýjanlegri orku í framtíðinni. Þetta kom fram í ræðu Íslands á 18. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings S.þ. í Doha í Katar í dag.

Lesa meira
Byggingakranar.

6.12.2012 : Breytingar gerðar á byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur ákveðið í kjölfar umfjöllunar um nýja byggingareglugerð að nokkur ákvæði hennar er lúta m.a. að einangrun byggingarhluta og rýmisstærðum verði endurskoðuð.

Lesa meira
Frá umræðunum í kvöld.

5.12.2012 : Ísland stýrir hliðarviðburði um jafnréttismál og loftslagsbreytingar

Fulltrúar Íslands stýrðu sérstökum hliðarviðburði til kynningar á þróunarverkefni á sviði jafnréttismála og loftslagsbreytinga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Doha nú í kvöld. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við Noreg, Danmörku og Úganda, en um er að ræða umfangsmikið verkefni í samvinnu landanna fjögurra í Úganda.

Lesa meira

4.12.2012 : Danmörk loftslagsvænst – Ísland í 14. sæti

Danmörk er loftslagsvænsta ríki heims og Ísland í 14. sæti af 58 ríkjum sem metin eru í nýrri úttekt evrópskra félagasamtaka á frammistöðu ríkja í loftslagsmálum.

Lesa meira
Frá opnun vákortsins í dag.

29.11.2012 : Vákort af Norður-Atlantshafi komið á vefinn

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, opnaði í dag nýtt veftækt vákort af Norður-Atlantshafi með upplýsingum um þá þætti sem eru í hættu við mengunarslys á hafsvæðinu. Við sama tækifæri var undirritaður samningur Landhelgisgæslu Íslands og Umhverfisstofnunar um samvinnu stofnananna um eftirlit með mengun á sjó. Þá tók í gær gildi reglugerð um viðbrögð við bráðamengun.

Lesa meira
Blabjörg

29.11.2012 : Blábjörg við Djúpavog friðlýst

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti í gær friðlýsingu náttúruvættisins Blábjarga á Berufjarðarströnd í Djúpavogshreppi. Björgin, sem eru í landi Fagrahvamms, eru all sérstæð fyrir grænleitan blæ sem rekja má til klórítsteindar sem myndaðist við ummyndun bergsins.

Lesa meira
Frá setningu ráðstefnunnar í gær.

27.11.2012 : Stefnt að samþykkt skuldbindinga fyrir 2. tímabil Kýótó bókunarinnar á loftslagsfundi

Átjánda aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í Doha í Katar í gær, 26. nóvember. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra mun sækja ráðherrafund þingsins 4.-7. desember nk.

Lesa meira
Ljósmynd: Árni B. Stefánsson

26.11.2012 : Nefnd um verndun hella skipuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað samráðsnefnd um málefni er varða verndun hella hér á landi. Nefndinni er ætlað að gera tillögu að stefnumörkun um verndun hella þar sem m.a. kemur fram forgangsröðun um friðlýsingu einstakra hella.

Lesa meira
Dropar á birkikvisti

22.11.2012 : Yfirlit um vistheimt á Norðurlöndum

Endurheimt vistkerfa getur haft afgerandi áhrif á þróun umhverfismála á heimsvísu, s.s. líffræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar, aukinn sveiganleika og þol vistkerfa til að bregðast við auknu álagi og bætt almenn lífsskilyrði fólks. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaskýrslu norræna verkefnisins Vistheimt á Norðurlöndum, sem Landgræðsla ríkisins stýrði.

Lesa meira
Rjúpa

21.11.2012 : Óbreytt rjúpnaveiðitímabil

Að undanförnu hafa ráðuneytinu borist fjölmargar fyrirspurnir og óskir um mögulega lengingu á rjúpnaveiðitímabilinu í ár vegna veðurs. Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári.

Lesa meira
Loftslagsbreytingar hafa áhrif um allan heim.

16.11.2012 : Tengsl heilsu og loftslags kortlögð

Hættur sem steðja að heilsu manna aukast eftir því sem loftslagsbreytingar verða meiri. Þetta er meðal þess sem kemur fram  í ritinu „The Atlas of Health and Climate“ sem Alþjóða veðurmálastofnunin (WMO) og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa gefið út.

Lesa meira
Nauthóll fær norræna Svaninn.

15.11.2012 : Nauthóll fær Svansvottun

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenti veitingastaðnum Nauthól Svansmerkið á þriðjudag. Nauthóll er þar með fyrsta veitingahús landsins sem uppfyllir skilyrði norræna umhverfismerkisins, en áður hafa kaffihús Kaffitárs hlotið vottun.

Lesa meira
Magnús Jóhannesson

14.11.2012 : Magnús Jóhannesson ráðinn framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins

Tilkynnt var í dag að Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins, sem stofna á í Tromsø í Noregi á næsta ári. Magnús var valinn til starfsins úr hópi 36 umsækjenda frá sjö af átta aðildarríkjum Norðurskautsráðsins.

Lesa meira
Úr heimsókn ráðherra í Vesturlandsskóga.

13.11.2012 : Ráðherra heimsækir stofnanir og verkefni á Hvanneyri

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heimsótti Vesturlandsskóga og starfsstöðvar Landgræðslunnar og Veiðimálastofnunar á Hvanneyri í gær.

Lesa meira
Jón Geir Pétursson

9.11.2012 : Jón Geir Pétursson skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í dag skipað Jón Geir Pétursson, doktor í umhverfis- og auðlindastjórnun, skrifstofustjóra á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Lesa meira
Veðurstofa Íslands

7.11.2012 : Óveðri spáð með margra daga fyrirvara

Veðurstofa Íslands spáði ítrekað stormi og snjókomu á Norðurlandi í aðdraganda óveðurs sem gekk yfir landshlutann dagana 9. – 11. september síðastliðinn. 

Lesa meira
Merki Ríó+20 ráðstefnunnar.

6.11.2012 : Samráðsferli ESB um eftirfylgni Ríó+20 ráðstefnunnar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sett af stað samráðsferli á netinu þar sem óskað er eftir hugmyndum og skoðunum almennings á því hvernig fylgja eigi eftir samþykktum Ríó+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldin var í Ríó de Janeiro í júní síðastliðnum.

Lesa meira
Unnið við vefnað.

5.11.2012 : Helmingur vefnaðarvöru endar í ruslinu árlega

Árlega er 145 þúsund tonnum af fatnaði og vefnaðarvöru hent í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.  Þetta er um helmingur þeirrar vefnaðarvöru sem sett er á markað í þessum löndum árlega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um rannsókn sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Lesa meira
Hreindýr.

2.11.2012 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem falla undir lög nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Lesa meira
Vatnsgárur

1.11.2012 : Vatn í tónlist og myndlist

Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlesturs í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10. Þar mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands fjalla um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir, tónskáld fjalla um vatn í tónlist.

Lesa meira
Norrænu umhverfisráðherrarnir í Helsinki í dag.

31.10.2012 : Ríó+20 og norræni Svanurinn meðal umræðuefna á fundi norrænu umhverfisráðherranna

Sjálfbær þróun og eftirfylgni Ríó+20 ráðstefnunnar er meðal þess sem umhverfisráðherrar Norðurlandanna ræddu á fundi sínum í Helsinki í dag.

Lesa meira
Hættutákn

29.10.2012 : Samræmd flokkun og merking hættulegra efna

Ný reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna hefur tekið gildi en með henni er komið á flokkunarkerfi efna og efnablandna sem tekið verður upp í áföngum. Um er að ræða innleiðingu Evrópureglugerðar nr. 1272/2008. Lesa meira
Reiðhjól

25.10.2012 : Upplýsingar um innkallaðar vörur á einum stað

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur opnað vefsvæði þar sem nálgast má með einföldum hætti nýjustu upplýsingar um vörur, aðrar en matvæli, sem hafa verið innkallaðar af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada.

Lesa meira
Alþingi

19.10.2012 : Umsóknir um styrki á safnliðum ráðuneyta samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2013

Umsóknarfrestur um styrki á safnliðum ráðuneyta er til miðnættis 20. nóvember 2012. Sótt er um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira
CoP11-to-cbd-logo

17.10.2012 : Samþætta þarf vernd lífríkis og vöxt í ferðamennsku

Ísland hefur styrkt stefnu sína varðandi líffræðilega fjölbreytni og tekist hefur að draga úr hnignun vistkerfa landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra í morgun á 11. fundi aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) sem stendur yfir í Hyderabad á Indlandi.

Lesa meira
Vistspor kvenna er minna en karla.

10.10.2012 : Ný áfangaskýrsla um kynjaáhrif loftslagsmála

Konur nota vistvænni samgöngumáta en karlar og hafa almennt vistvænni lífsstíl en þeir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu um kynjaáhrif loftslagsmála.

Lesa meira
Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

8.10.2012 : Reglugerð um framkvæmdaleyfi tekur gildi

Reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi hefur tekið gildi en reglugerðinni er ætlað að tryggja faglegan undirbúning við útgáfu framkvæmdaleyfa og koma á samræmdu ferli vegna umsókna um framkvæmdaleyfi.

Lesa meira

5.10.2012 : Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra

Tuttugu og fimm umsækjendur eru um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, en ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 8. september síðastliðinn.

Lesa meira
Gönguhópur.

4.10.2012 : Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á sjálfbærnivottun

Norðurlöndin ættu að íhuga að þróa sitt eigið vottunarkerfi fyrir sjálfbæra ferðamannastaði. Þetta er meðal tillagna sérfræðinga í nýrri norrænni skýrslu um vottunarkerfi í ferðamannaiðnaði á Norðurlöndum.

Lesa meira
Horft á hafið.

3.10.2012 : Spurt um gerð stafræns korts af hafsbotninum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað samráðsferli um hvernig best verður staðið að gerð stafræns korts af hafsbotninum umhverfis Evrópu. Stefnt er að því að kortið liggi fyrir árið 2020 en markmiðið með verkefninu er að safna öllum fyrirliggjandi upplýsingum um hafið og hafsbotninn saman í einn gagnagrunn

Lesa meira
Vatnavá er umfjöllunarefni fyrirlestursins.

1.10.2012 : Vatnavá – hættumat, eftirlit og viðvaranir

„Vatnavá“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Matthew G. Roberts og Emmanuel P. Pagneux á Veðurstofu Íslands halda í Þjóðminjasafni Íslands miðvikudaginn 3. október.

Lesa meira

25.9.2012 : Breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum

Auknar kröfur eru gerðar til innra eftirlits með öryggi sundgesta skv. breytingum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010, sem öðlast gildi í dag. Heimilt er við vissar aðstæður á sundstöðum sem eru með einfalda uppbyggingu að starfsmaður sinni laugarvörslu og afgreiðslu samtímis. Þá er börnum heimilt að fara ein í sund frá og með 1. júní það ár  sem þau verða tíu ára.

Lesa meira
Rjúpa

21.9.2012 : Óbreytt rjúpnaveiði 2012

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2012, að fengnu mati og tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Veiðar verða heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar.

Lesa meira
Frá afhjúpun fræðsluskiltis við Varmárósa.

21.9.2012 : Samningur um Varmárósa undirritaður

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest samning milli Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um rekstur og umsjón sveitarfélagsins með friðlandinu við Varmárósa. Samningurinn var undirritaður á mánudag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru og við sama tækifæri var fræðsluskilti um friðlandið afhjúpað.

Lesa meira
Í Hallormsstað

19.9.2012 : Nýjar stofnanir og verkefni sótt heim

Undanfarið hefur Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótt stofnanir og verkefni sem heyra til verkefnasviðs ráðuneytisins frá síðustu mánaðarmótum, en þá voru auðlindamál færð undir ábyrgðarsvið þess.

Lesa meira
Ljótikór á Degi íslenskrar náttúru.

17.9.2012 : Degi íslenskrar náttúru fagnað í blíðskaparveðri

Dagur íslenskrar náttúru var í gær, 16. september, haldinn hátíðlegur víða um land en þetta er í annað sinn sem deginum er fagnað.

Lesa meira
Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

16.9.2012 : Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu, Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Hjörleifi Guttormssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
Útikennsla í Ævintýraskógi.

14.9.2012 : Degi íslenskrar náttúru fagnað á fjölbreyttan hátt

Gönguferðir, ratleikir, hjólatúrar, fjallgöngur, opin söfn og sýningar, fyrirlestrar, opnun heimasíðna, ráðgjöf og fræðsla um íslenska náttúru – það verður fjölbreytt dagskrá með viðburðum í öllum landshlutum, ásunnudaginn, 16. september, þegar Íslendingar fagna degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira
Samgönguvika 2010

14.9.2012 : Samgönguvika hefst á sunnudag

Nú styttist í  Evrópsku samgönguvikuna sem haldin er árlega dagana 16.-22. september.   Hér á landi munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt en vikan verður formlega sett sunnudaginn  16. september á stíflunni í Elliðaárdal. 

Lesa meira
Mat er víða hent.

12.9.2012 : Stór hluti matar á veitingastöðum endar í ruslinu

Mötuneyti og veitingastaðir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku henda 456 þúsund tonnum af mat árlega. Magnið samsvarar 18 kílóum á hvern íbúa þessara landa.

Lesa meira
Lyf mælast í skólpi víðast á Norðurlöndum.

11.9.2012 : Leifar af lyfjum og hreinlætisvörum greinast í skólpi

Ný rannsókn sýnir að lyfjaleifar og leifar af hreinlætisvörum, s.s. sápum, hársnyrtivörum og kremum, mælast í skólpi á Íslandi. Magn lyfja og hreinlætisvöru var þó í flestum tilfellum minna í skólpsýnum sem tekin voru hér á landi en í sýnum frá öðrum Norðurlöndum.

Lesa meira
Raxi hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins.

10.9.2012 : Þrjár tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna

 

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira
Hellnar á Snæfellsnesi.

3.9.2012 : Drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga sem áformað er að leggja fram á Alþingi í haust. Drögin byggja á Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem gefin var út á síðastliðnu ári að teknu tilliti til athugasemda er bárust um hana.

Lesa meira
Skipurit umhverfis- og auðlindaráðuneytis

31.8.2012 : Umhverfis- og auðlindaráðuneyti tekur til starfa

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti tekur til starfa laugardaginn 1. september við tilflutning verkefna úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Nýtt skipurit tekur þá gildi en það var kynnt á fundi með starfsmönnum í gær.

Lesa meira
Sóa Íslendingar vatni?

30.8.2012 : Vatnsnotkun Íslendinga í brennidepli

Sóa Íslendingar vatni? er yfirskrift fyrirlesturs sem Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar heldur í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 5. september.

Lesa meira
Mývatn

30.8.2012 : Reglugerð um Mývatn og Laxá sett að loknu samráðferli

Þann 10. júlí síðastliðinn undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Reglugerðin er sett á grunni laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu og er nánari útfærsla á þeim.

Lesa meira
Landgræðsluverðlaunin afhent.

24.8.2012 : Landgræðsluverðlaunin afhent

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenti landgræðsluverðlaunin við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum sl. miðvikudag. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum.

Lesa meira
Haustlitir

13.8.2012 : Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur öðru sinni

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru er nú kominn á fullt skrið en dagurinn verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Sérstakt vefsvæði tileinkað deginum hefur verið opnað á vef umhverfisráðuneytisins.

Lesa meira

23.7.2012 : Framlengdur frestur vegna landsáætlunar um úrgang

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024. Umsögnum verður nú hægt að skila til 10. september næstkomandi.

Lesa meira

17.7.2012 : Viðurkenning fyrir umhverfisstefnu í hafinu

Samtökin World Future Council hafa tilnefnt stefnumörkun Íslands um vernd hafsins gegn mengun frá landi og á sviði fiskveiðistjórnunar til svokallaðra Framtíðarstefnuverðlauna. Alls eru tilnefningar WFC 31 talsins frá 22 ríkjum og svæðum. Lesa meira
Hafursey á Mýrdalssandi

3.7.2012 : Tillögur nefndar um efni nýrra landgræðslulaga

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um greinargerð nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu, en nefndin skilaði umhverfisráðherra tillögum sínum í dag. Greinargerðin ásamt umsögnum sem berast um hana verða grunnur fyrir gerð frumvarps til nýrra landgræðslulaga.

Lesa meira
skogur

3.7.2012 : Tillögur nefndar um efni nýrra skógræktarlaga

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um greinargerð nefndar um endurskoðun laga um skógrækt, en nefndin skilaði umhverfisráðherra tillögum sínum í dag. Greinargerðin, ásamt umsögnum sem berast um hana, verða grunnur fyrir gerð frumvarps til nýrra skógræktarlaga.

Lesa meira

2.7.2012 : Breytingar á löggjöf um hollustuhætti og mengunarvarnir

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum vegna breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. 

Lesa meira
Laxá í Kjós

2.7.2012 : Landslagssamningur Evrópu undirritaður sl. föstudag

Ísland hefur undirritað Landslagssamning Evrópu. Það var Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, sem undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd í París sl. föstudag.

Lesa meira
Skýrsla Ospar

29.6.2012 : Úttekt á geislavirkum úrgangi á hafsbotni

Ársfundur OSPAR-samningsins um vernd NA-Atlantshafsins, sem lauk í dag í Bonn, samþykkti að gera úttekt á geislavirkum úrgangi sem liggur á hafsbotni, í því skyni að meta hvort hætta stafar af honum. Þá var samþykkt að stofna nýtt verndarsvæði utan lögsögu ríkja á sk. Charlie-Gibbs svæði.

Lesa meira
Ráðstefnuslit.

27.6.2012 : Að lokinni Ríó+20 ráðstefnunni

Ríó+20, ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, fór fram í Ríó de Janeiró dagana 20. til 22. júní 2012. Í aðdraganda ráðstefnunnar setti Ísland fjögur atriði á oddinn: Málefni hafsins, endurnýjanlega orku, jafnréttismál og sjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira
Unglingar við sjóinn.

22.6.2012 : Fyrsta heildarlöggjöfin um loftslagsmál samþykkt

Alþingi hefur samþykkt ný lög um loftslagsmál, sem leysa af hólmi lög nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er fyrsta heildstæða löggjöf á sviði loftslagsmála hérlendis.

Lesa meira
Frá norræna viðburðinum á Ríó+20.

21.6.2012 : Ríó+20: Opinber innkaup geta ýtt undir græna hagkerfið

Hið opinbera hefur úr töluverðum fjármunum að spila við innkaup. Ef grænar vörur og þjónusta verða fyrir valinu getur það orðið umtalsverður hvati fyrir grænna hagkerfi. Þetta var lykilboðskaður hliðarviðburðar sem Norræna ráðherranefndin efndi til í gær á Ríó+20 ráðstefnunni sem nú stendur yfir í Ríó de Janeiro.

Lesa meira
Raftenglar.

20.6.2012 : Stefnumörkun varðandi lagningu raflína í jörð – samráðsferli

Nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð hefur unnið að því að afla gagna og umsagna um málefnið og hefur nú hafið opið samráðsferli þar sem öllum áhugasömum er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir til nefndarinnar.

Lesa meira

19.6.2012 : Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024. 

Lesa meira
Horft til framtíðar.

18.6.2012 : Ríó+20 hefst á miðvikudag

Grænt hagkerfi, sjálfbær þróun og útrýming fátæktar eru efst á baugi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Ríó+20, sem hefst á miðvikudag.

Lesa meira
Grasstrá í sandi

15.6.2012 : Alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar – 17. Júní

Árið 1995 gerðu Sameinuðu þjóðirnar 17. júní að alþjóðlegum degi baráttu gegn landhnignun og myndun eyðimarka. Í ár sviðsljósinu beint að því að heilbrigður jarðvegur er undirstaða mannlífs og að hægja verður á þeirri skelfilegu hnignun landkosta sem ógna vistkerfum jarðar þannig að jafnvægi milli eyðingar og endurreisnar verði náð fyrir 2030.

Lesa meira
Úr Reykjavíkurhöfn.

14.6.2012 : Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda samþykktar

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Breytingunum er ætlað að styrkja framkvæmd mála vegna bráðamengunar á sjó og að tryggja að brugðist sé við á viðeigandi hátt þegar bráðamengnun verður.

Lesa meira
Reykháfar

13.6.2012 : Mengunarbótareglan innleidd í íslensk lög

Ný lög um umhverfisábyrgð voru samþykkt á Alþingi í gær. Með lögunum er greiðsluregla umhverfisréttarins, eða mengunarbótareglan (Polluter pays principle), innleidd í íslenskan rétt. Þetta er sú meginregla að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því.

Lesa meira
Hellnar á Snæfellsnesi.

11.6.2012 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
Laxá í Kjós

8.6.2012 : Landslagssamningur Evrópu undirritaður

Ísland hefur ákveðið að undirrita Landslagssamning Evrópu og verður það formlega gert síðar í júní-mánuði. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilkynnti þetta á norrænni ráðstefnu um landslag sem hófst á Selfossi í gær.

Lesa meira
Táknmál

7.6.2012 : Táknmál á vef umhverfisráðuneytisins

Upplýsingar á táknmáli er nú að finna hér á vef umhverfisráðuneytisins. Er með þessu leitast við að gera vef ráðuneytisins aðgengilegri fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og aðra þá sem hafa íslenskt táknmál að móðurmáli.

Lesa meira
Grasstrá í sandi

1.6.2012 : Mælt með tafarlausum aðgerðum í umhverfismálum

„Hvað munu næstu fjórir áratugir hafa í för með sér?“ er spurning sem ný skýrsla OECD um horfur í umhverfismálum fram til 2050 glímir við. Skýrslan beinir sjónum að fjórum meginatriðum: loftslagsbreytingum, líffræðilegri fjölbreytni, vatni og lýðheilsu og loks umhverfi.

Lesa meira
Frá málþingi um Árósasamninginn.

31.5.2012 : Ánægja með Árósasamninginn

Góðar umræður urðu í kjölfar fróðlegra framsöguerinda á málþingi um Árósasamninginn og samráð í umhverfismálum sem umhverfisráðuneytið stóð fyrir í gær. Reyndist almenn ánægja með fullgildingu samningsins hér á landi þótt bent væri á nokkur atriði sem útfæra megi frekar.

Lesa meira
Rjúpa

30.5.2012 : Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2012

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Til úthlutunar voru samtals 28,4 milljónir króna.

Lesa meira
Geitabergsvatn.

29.5.2012 : Vatnsmiðlun og lífið í hádegisfyrirlestri

Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin bjóða til hádegisfyrirlesturs undir yfirskriftinni „Vatnsmiðlun og lífið“ þar sem Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um samspil vatns og jarðvegs.

Lesa meira
Unglingar við sjóinn.

25.5.2012 : Samráðsferli vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað samráðsferli á netinu um hvernig bæta megi undirbúning aðlögunar að loftslagsbreytingum innan Evrópusvæðisins. 

Lesa meira
Olli Manninen

23.5.2012 : Manninen hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfissinninn Olli Manninen frá Finnlandi hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í gær, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni.  Verðlaunin, 350.000 danskar krónur (tæpar 7,7 milljónir íslenskra króna) verða afhent á árlegu Norðurlandaráðsþingi, sem í ár verður haldið í Helsinki.

Lesa meira
Gönguhópur.

18.5.2012 : Málþing um Árósasamninginn 30. maí

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir málþingi um Árósasamninginn, þar sem fjallað verður um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum og aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ákvarðanatöku í umhverfismálum.

Lesa meira
Koldíoxíð.

18.5.2012 : Enn dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Minni eldsneytisnotkun við fiskveiðar, í vegasamgöngum og byggingarstarfsemi er talin helsta ástæða þess að útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 3% á Íslandi milli áranna 2009  og 2010.

Lesa meira

16.5.2012 : Fjölsótt málþing um lagningu raflína í jörð

Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar.  Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína. 

Lesa meira
Landmælingar Íslands eru stofnun ársins.

15.5.2012 : Landmælingar Íslands stofnun ársins

Landmælingar Íslands eru stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og Skipulagsstofnun varð í öðru sæti í sama flokki þegar SFR kynnti niðurstöður í vali sínu á stofnunum ársins á dögunum.

Lesa meira
Raftenglar.

7.5.2012 : Málþing um raflínur og strengi

Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar.  Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína.

Lesa meira

4.5.2012 : Viðbrögð við áliti

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra hafi ekki uppfyllt hæfiskröfur við staðfestingu og auglýsingu á tilteknum breytingum á skipulagsáætlunum Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira
Aðgerðir í loftslagsmálum.

2.5.2012 : Vel miðar við framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Vel hefur miðað við að koma af stað mörgum þeirra tíu lykilaðgerða sem er að finna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framkvæmd áætlunarinnar hefur skilað umhverfisráðherra. Ráðgert er að hópurinn muni skila slíkum skýrslum árlega framvegis.

Lesa meira
Kornakur.

2.5.2012 : Ráðstefna um erfðabreytta ræktun

Umhverfisráðuneytið efnir til ráðstefnu um erfðabreytta ræktun þar sem fjallað verður um sleppingu og dreifingu erfðabreyttra lífvera út í umhverfið. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða úr röðum íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á þessu sviði auk þess sem sérfræðingur danska umhverfisráðuneytisins verður með erindi.

Lesa meira
Vatnspúsl.

2.5.2012 : Vatn í myndum og máli

Vatn er umfjöllunarefni ljósmyndasýningar á plakötum sem hengd hafa verið upp í strætóskýlum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Að átakinu standa umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara en til þess er efnt í tilefni af evrópsku ári vatnsins.

Lesa meira
Dropar á birkikvisti

30.4.2012 : Tveir Íslendingar tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Ellefu eru tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, þar á meðal tveir Íslendingar. Í ár er sjónum beint að líffræðilegum fjölbreytileika.

Lesa meira
Skógarfoss.

26.4.2012 : Má bjóða þér vatn?

Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin efna til hádegisfyrirlestra undir yfirskriftinni Má bjóða þér vatn? Fyrstu erindin verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn 2. maí kl. 12:10 ­­– 13:00 og verður fjallað um vatnsauðlindina á Íslandi og aðgang að vatni á heimsvísu. 

Lesa meira
Dagur umhverfisins

25.4.2012 : Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti Náttúrunni.is í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum. Við sama tækifæru voru nemendur í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og Foldaskóla í Grafarvogi útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira
Frá málþingi um Svein Pálsson

25.4.2012 : Fjöldi á málþingi um Svein Pálsson

Fullt var út úr dyrum á málþingi um náttúrufræðinginn og lækninn Svein Pálsson sem haldið var í gær í tilefni af því að í dag, á Degi umhverfisins eru 250 ár liðin frá fæðingu hans.

Lesa meira
Sveinn Pálsson bjó og starfaði lengst af í Mýrdalnum.

20.4.2012 : Degi umhverfisins fagnað 25. apríl

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur þann 25. apríl næstkomandi. Að þessu sinni ber daginn upp á 250 ára fæðingarafmæli náttúrufræðingsins og læknisins Sveins Pálssonar sem dagurinn er tileinkaður og bera hátíðarhöldin þeirra tímamóta nokkur merki.

Lesa meira
Líflegar umræður urðu að loknum framsöguerindum.

20.4.2012 : Líflegar umræður um Ríó+20

Góður rómur var gerður að opnum fundi um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun sem haldinn var í vikunni en ráðstefnan fer fram í Ríó de Janeiro í júní n.k. Yfirskrift fundarins var: „Leiðin til Ríó: Sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis“. Græna hagkerfið sem leið að sjálfbærri þróun var áberandi í umræðum, enda er það eitt af meginþemum Ríó+20 ráðstefnunnar.

Lesa meira
Lundar

13.4.2012 : Veiðitímabil á svartfuglum stytt í vor

Umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum á þann veg að stytta veiðitíma fimm tegunda svartfugla nú í vor.  Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor.

Lesa meira
Keilir í bakgrunni Sjálandshverfisins í Garðabæ.

13.4.2012 : Kallað eftir skoðunum almennings um forgangsmál á umhverfissviði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað samráðsferli á netinu um sjöundu aðgerðaáætlun sína í umhverfismálum (7th EAP  - Environmental Action Programme) þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum varðandi það hvaða umhverfismál ætti að setja í forgang fram til ársins 2020.

Lesa meira
Merki Ríó+20 ráðstefnunnar

12.4.2012 : 16. apríl: Opinn fundur um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun

Opinn fundur um Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, verður haldinn mánudaginn 16. apríl næstkomandi. Ríó+20 fer fram í

júní nk. í Ríó de Janeiro í Brasilíu.

Lesa meira
Sveinn Pálsson

11.4.2012 : Frumkvöðull og fræðimaður - málþing um Svein Pálsson

Umhverfisráðuneytið, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshrepp boðar til málþings um ævi og störf náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli hans á degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira
Örnefnasjáin vakti athygli.

10.4.2012 : Umhverfisráðherra heimsækir Landmælingar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Landmælingar Íslands á Akraesi í dag. Í heimsókninni fékk hún upplýsingar um það nýjasta í starfsemi stofnunarinnar og heilsaði upp á starfsfólk auk þess sem hún tók við fyrsta prentaða eintakinu af Landshæðakerfi Íslands.

Lesa meira
Vatnsorka.

30.3.2012 : Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða lögð fram

Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra hefur í samráði við Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagt fram í ríkisstjórn þingsályktunartillögu um rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögunni send í 12 vikna opið samráðs- og kynningarferli  og bárust yfir 200 athugasemdir.

Lesa meira
Frá Grænlandi

28.3.2012 : Dregið úr losun sóts og metans til að sporna við bráðnun jökla

Draga verður úr losun sóts og metans til að sporna gegn loftslagsbreytingum á Norðurskautssvæðinu. Þetta segja norrænu umhverfisráðherrarnir í sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út í lok fundar þeirra á Svalbarða í gær.

Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins er í dag.

22.3.2012 : Fæðuöryggi í forgrunni á alþjóðlegum degi vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins er í dag. Að þessu sinni beinist athyglin meðal annars að fæðuöryggi og vatnsskorti en aukin fæðuþörf vegna aukins mannfjölda hefur vaxandi álag á vatnsauðlindum jarðar til muna.

Lesa meira
Stjörnuskoðun í Þjórsárskóla

21.3.2012 : Kallað eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar

Enn er hægt að skila inn verkefnum í samkeppnina Varðliða umhverfisins sem umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur standa fyrir meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd.

Lesa meira

19.3.2012 : Sérákvæði fyrir eldri sorpbrennslustöðvar felld úr gildi

Sérákvæði um starfandi sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi með breytingu á reglugerð um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira
Bláklukka

14.3.2012 : Úthlutun styrkja til verkefna 2012

Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað styrkum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála. Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur.

Lesa meira

14.3.2012 : Nýtt vefsetur um landsskipulagsstefnu

Skipulagsstofnun hefur opnað nýjan vef, www.landsskipulag.is, í tengslum við vinnu við landsskipulagsstefnu. Á honum er að finna almennar upplýsingar um landsskipulagsstefnu, svo sem um samráðsaðila og nýjustu upplýsingar um vinnu að nýrri landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Lesa meira
Ljósmynd: Silje Bergum Kinsten/norden.org

8.3.2012 : Starfshópur um myrkurgæði skipaður

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp um myrkurgæði, en hópnum er ætlað að taka saman upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um ljósmengun á Íslandi og víðar.

Lesa meira
Kuðungurinn

5.3.2012 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2011

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2011.

Lesa meira

2.3.2012 : Breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs til umsagnar

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Tillögurnar fela m.a. í sér að umhverfisráðherra gefi út sérstaka landsáætlun um minnkun úrgangs til tólf ára í senn, að auðveldara verði fyrir almenning að skila frá sér flokkuðum úrgangi og að óheimilt verði að taka gjald fyrir móttöku úrgangs á söfnunarstöð

Lesa meira
Efni og efnablöndur.

2.3.2012 : Drög að frumvarpi til efnalaga í umsögn

Drög að frumvarpi til efnalaga eru nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum og almenningi. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja öryggi neytenda við meðferð á efnum og efnablöndum þannig að þau valdi ekki tjóni á heilsu manna, dýra eða umhverfi.

Lesa meira
Seljahjallagil.

29.2.2012 : Seljahjallagil, Bláhvammur og Þrengslaborgir friðlýstar

Svandís Svavarsdóttir umvherfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu Seljahjallagils, Bláhvamms, Þrengslaborga og nágrennis í Skútustaðahreppi sem náttúruvætti. Um er að ræða svæði í landi jarðarinnar Grænavatns sem er 1889,7 hektarar að stærð.

Lesa meira
Birki.

29.2.2012 : Tillögur um endurreisn birkiskóga

Leita þarf leiða til að koma á betri beitarstýringu, auka þarf framlög til Hekluskóga og hvetja til víðtækra rannsókna á birkiskógum landsins. Þetta er mat höfunda skýrslu, sem inniheldur tillögur að leiðum til endurreisnar birkiskóga á Íslandi, og kynnt hefur verið umhverfisráðherra.

Lesa meira
Umhverfisráðherra ásamt úgandísku sérfræðingunum.

24.2.2012 : Kynbundin áhrif loftslagsbreytinga rædd á morgunverðarfundi

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði morgunverðarfund um kynbundin áhrif loftslagsbreytinga, sem haldinn var á Hóteli Sögu í morgun. Fundurinn var á vegum Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands (GEST Programme) sem stendur að námskeiðum í Úganda síðar á árinu í því skyni að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. 

Lesa meira
Vefurinn vinn.is

23.2.2012 : Nýr vefur um vistvæn innkaup í loftið

Nýr og endurbættur vefur vistvænna innkaupa  www.vinn.is  hefur verið opnaður en á honum má finna upplýsingar og hagnýt ráð um það hvernig standa má að vistvænum innkaupum á sem hagkvæmastan hátt. Vefurinn var opnaður í upprunalegri mynd árið 2008.

Lesa meira
Loftslagsskýrslan afhent.

21.2.2012 : Möguleikar á framleiðslu endurnýjanlegrar orku aukast með hlýnandi loftslagi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók í gær á móti fyrsta eintakinu af nýrri skýrslu um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á endurnýjanlega orkugjafa á 21. öld  á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Skýrslan er afrakstur viðamikils samvinnuverkefnis 30 stofnana og fyrirtækja í þessum löndum, sem Veðurstofa Íslands stýrði en um 100 vísindamenn komu að gerð hennar.

Lesa meira
Í heimsókn hjá ÍSOR.

16.2.2012 : Umhverfisráðherra heimsækir ÍSOR

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Íslenskar orkurannsóknir í gær, ÍSOR, eftir að stofnunin bauð ráðherranum að koma og kynna sér starfsemina sem þar fer fram.

Lesa meira
Efni og efnablöndur.

15.2.2012 : Kokteiláhrif efna – raunverulegt áhyggjuefni

Umræðan um neikvæð áhrif tilbúinna efna sem finnast í ýmis konar framleiðsluvörum er í algleymingi víðar en hér á Íslandi. Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar  hefur nýlega verið gefið út fræðsluhefti sem ber yfirskriftina: „Kokteiláhrif efna – raunverulegt áhyggjuefni,“ eða „Chemical cocktails – a serious matter of concern.“

Lesa meira
Blágresi og sóleyjar

14.2.2012 : Rúmlega 50 tillögur bárust vegna umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Alls bárust 52 tillögur um verðlaunahafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Sjö tillagnanna lúta að samtökum eða einstaklingum frá Íslandi. 

Lesa meira
Lundar

8.2.2012 : Óskað eftir umsögnum um frumvarp vegna nýtingar hlunninda

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drög að frumvarpi sem ætlað er að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í frumvarpinu er fjallað um hvernig staðið skuli að nýtingu hlunninda, þar með talinni eggjatöku.

Lesa meira
co2

3.2.2012 : Drög að frumvarpi til laga um loftslagsmál til umsagnar

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til laga um loftslagsmál. Með frumvarpinu er lagt til að í fyrsta skipti verði hér á landi sett heildarlöggjöf um loftslagsmál.

Lesa meira
Skip við bryggju.

2.2.2012 : Samráð um losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað samráðsferli á netinu um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum. Meðal annars er horft til viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Frá undirritun friðlýsingarinnar í gær.

31.1.2012 : Tvö svæði í Skerjafirði innan Kópavogs friðlýst

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum og grunnsævi. Um er að ræða tvö strandsvæði, annars vegar sem liggur sunnan byggðarinnar að Kópavogi og hins vegar norðan við sveitarfélagið að Fossvogi, samtals 62,6 hektarar.

Lesa meira
Hjörleifshöfði

27.1.2012 : Vinna við frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga hafin

Vinna er hafin við að semja drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga en heildarendurskoðun þeirra stendur nú yfir.

Lesa meira
Hreindýr.

27.1.2012 : Hreindýrakvóti ársins 2012 ákveðinn

Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári.

Lesa meira
Við undirritun byggingarreglugerðar í dag.

24.1.2012 : Ný byggingarreglugerð undirrituð

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í dag nýja byggingarreglugerð. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil enda tekur hún til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings.

Lesa meira
Grænmeti á markaði.

23.1.2012 : Spurt um viðhorf til sjálfbærrar neyslu og framleiðslu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað samráðsferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti og upplýsingum frá almenningi um hvernig best megi stuðla að sjálfbærri neyslu, framleiðslu og iðnaði.

Lesa meira
Brúskur í sandi.

16.1.2012 : Opin málstofa um inntak og áherslur nýrra laga um landgræðslu

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra landgræðslulaga boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar.

Lesa meira
Lundar. Mynd: Yann Kolbeinsson.

3.1.2012 : Leggja til friðun á fimm tegundum svartfugla næstu fimm árin

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Lesa meira