Fréttasafn

Bústaðavegur 7

19.12.2011 : Nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands tekið í notkun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók á föstudag formlega í notkun nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 í Reykjavík. Er þá Veðurstofan sameinuð til húsa að Bústaðavegi 7 og 9, í stað nokkurra staða á höfuðborgarsvæðinu áður.

Lesa meira

15.12.2011 : Nefnd um landsskipulagsstefnu skipuð

Umhverfisráðherra hefur skipað ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð landsskipulagsstefnu.

Lesa meira

12.12.2011 : Frestur til að sækja um styrki til verkefna framlengdur

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkja til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála til 23. desember 2011.

Lesa meira
co2

11.12.2011 : Samkomulag í loftslagsmálum í Durban

Samkomulag náðist aðfararnótt sunnudags á loftslagsráðstefnunni í Durban í Suður-Afríku um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meginþættirnir í samkomulaginu eru að þróuð ríki taka á sig lagalega bindandi skuldbindingar um minnkun losunar á vettvangi Kýótó-bókunarinnar eftir 2012, en nýtt samningaferli sem tekur til allra ríkja á að hefjast strax á næsta ári og leiða til samkomulags árið 2015, sem sé lagalega bindandi.

Lesa meira
Reykháfar

9.12.2011 : Nýtt norrænt loftslagsverkefni kynnt í Durban

Nýtt átak Norðurlandanna um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, Nordic Partnership Initiative (NPI), var kynnt á loftslagsráðstefnunni í Durban í Suður Afríku í gær. Átakið sem er styrkt af norrænu ráðherranefndinni, miðar að því að aðstoða Perú og Víetnam við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá mengandi starfsemi á borð við sorpvinnslu og sementsframleiðslu.

Lesa meira
Hreindýr.

5.12.2011 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði

Umhverfisráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða, skv. lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 20.desember 2011.

 

Lesa meira

1.12.2011 : Grænfáninn eflist á fullveldisdegi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, undirrituðu í dag þriggja ára styrktarsamning vegna Skóla á grænni grein, eða Grænfánaverkefnisins svokallaða.

Lesa meira
Vatn

1.12.2011 : Vatnsnýting í byggingum í brennidepli hjá ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stokkum ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti almennings á þeim kostum sem ESB stendur frammi fyrir þegar kemur að því að auka nýtni vatns í byggingum.

Lesa meira
Grænfáninn.

30.11.2011 : Skólar á grænni grein eflast

Skólum á grænni grein vex fiskur um hrygg á fullveldisdaginn, 1. desember. Þá verður undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytisins, mennta- menningarmálaráðuneytisins og Landverndar, sem stýrir verkefninu en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið.

Lesa meira
Alþingi

30.11.2011 : Umsóknarfrestur vegna styrkja framlengdur til 12. desember 2011

Umsóknarfrestur vegna styrkja sem Alþingi veitti áður hefur verið framlengdur til 12. desember. Skal umsóknum skila til viðkomandi ráðuneytis fyrir kl. 16:00 mánudaginn 12. desember 2011.

Lesa meira
Bláklukka

29.11.2011 : Óskað eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð óskar eftir tilnefningum til 18. Náttúru- og umhverfisverðlauna ráðsins. Þema verðlaunanna árið 2012 er líffræðileg fjölbreytni og er frestur til að skila tilnefningum 12. desember.

Lesa meira
Himinn

28.11.2011 : Loftslagsviðræður hafnar í Durban

Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa lýst sig reiðubúin til að taka á sig skuldbindingar undir Kýótó-bókuninni svokölluðu á nýju tímabili hennar, náist um það alþjóðlegt samkomulag.

Lesa meira
Jökulsárlón

14.11.2011 : Friðlýsing og deiliskipulag Jökulsárlóns til umræðu

Umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að ráðstefnu um deiliskipulag og hugmyndir um friðlýsingu vestanverðs Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi næstkomandi fimmtudag. 

Lesa meira
Vatnsorka.

12.11.2011 : 200 umsagnir um drög að þingsályktun um rammaáætlun

Síðustu 12 vikurnar hefur staðið yfir opið samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lauk á miðnætti og bárust um 200 umsagnir, endanlegur fjöldi liggur ekki alveg strax fyrir þar sem enn geta verið umsagnir á leið í pósti.

Lesa meira
Frá afhendingu Landgræðsluverðlaunanna.

11.11.2011 : Landgræðsluverðlaunin veitt í gær

Landgræðsluverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti í gær. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu ahenti verðlaunin fyrir hönd umhverfisráðherra.

Lesa meira
Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

9.11.2011 : Kynningarfundir vegna hvítbókar um náttúruvernd

Umhverfisráðuneytið efnir til almennra kynningarfunda á nokkrum stöðum á landsbyggðinni vegna hvítbókar, sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi.

Lesa meira
Málstofa um skógrækt.

9.11.2011 : Góð og gagnleg umræða á málstofum um skógrækt

Líflegar umræður og gagnlegar voru á málstofum um skógrækt sem haldnar voru á Egilsstöðum á mánudag og í gær í Reykjavík. Málstofurnar voru á vegum nefndar sem undirbýr heildarendurskoðun skógræktarlaga.

Lesa meira
Koldíoxíð.

9.11.2011 : Fjallað um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um að Ríkiskaup sjái um uppboð á þeim losunarheimildum sem Íslandi verður úthlutað í breyttu viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Frá afhendingu umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

3.11.2011 : Vilja vera hluti af lausninni, ekki vandamálinu

Scandic hótelkeðjan fékk í gær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 sem afhent voru í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs sem nú er haldið í Kaupmannahöfn. Verðlaunaféð er 350 þúsund danskra króna eða um 7,5 milljónir íslenskra króna.

Lesa meira
Frá Reykjavík.

3.11.2011 : Óskað eftir umsögnum vegna nýrrar skipulagsreglugerðar

Skipulagsstofnun hefur skilað drögum að nýrri skipulagsreglugerð til umhverfisráðuneytisins en í þeim er að finna nokkra nýbreytni í framsetningu skipulagseglugerðarinnar frá eldri reglugerð.

Lesa meira
Vatnsorka.

3.11.2011 : 11. nóvember er lokadagur til að skila inn umsögnum um rammaáætlun

Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Frá 19. ágúst hafa drög að rammaáætlun verið til umsagnar hjá þjóðinni og rennur umsagnarfrestur út á miðnætti föstudaginn 11. nóvember. Allar innkomnar umsagnir má sjá á vefsvæðinu rammaaaetlun.is.

Lesa meira
nordiskeflagg

2.11.2011 : Norrænu umhverfisráðherrarnir efla samstarfið á sviði loftslagsmála

Uppbygging græna hagkerfisins skapar skilyrði fyrir hreinna umhverfi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig stuðlum við að jafnvægi vistkerfa og sterkari efnahag samfélagsins. Þetta voru skilaboð norrænu umhverfisráðherranna að loknum fundi þeirra í Kaupmannahöfn í dag.

Lesa meira
Dropar á birkikvisti

1.11.2011 : Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun formaður nefndarinnar, Valgerður Jónsdóttir hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.       

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnir stefnumótun norrænu umhverfisráðherranna á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík.

1.11.2011 : Norrænir umhverfisráðherrar funda

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sækir á morgun fund norrænu umhverfisráðherranna í Kaupmannahöfn. Fundurinn er haldinn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Lesa meira
Fyrsti pokinn afhentur.

27.10.2011 : Svansmerktar vörur eru Ágætis byrjun

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, afhenti fyrsta pokann í verkefninu Ágætis byrjun á heilsugæslunni Miðbæ í gær. Pokinn inniheldur bækling um kosti þess að velja Svansmerktar vörur fyrir ungabörn og vöruprufur en Svanurinn hefur vottað breitt úrval af ungbarnavörum.

Lesa meira
Pallborð í lok málþings.

26.10.2011 : Góður rómur gerður að málþingi um ESB og umhverfismál

Umhverfisráðuneytið og utanríkisráðuneytið stóðu í gær fyrir málþingi um Evrópusambandið og umhverfismál í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB. Þingið var vel sótt en þar mátti m.a. fræðast um umhverfislöggjöf ESB sem EES samningurinn nær ekki yfir, reynslu Eistlands af inngöngu í sambandið og áhrif þess á umhverfismál, starf náttúruverndarsamtaka í Brussel og um muninn milli aðildar að EES og ESB. 

Lesa meira
Frá umhverfisþingi 2011

19.10.2011 : Umsagnarferli vegna hvítbókar hafið

Opið umsagnarferli vegna Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands er nú hafið, en bókin var til umfjöllunar á VII. Umhverfisþingi sem haldið var á Selfossi á föstudag. Umsagnir um bókina skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. desember næstkomandi en að því loknu hefst vinna við gerð frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum.

Lesa meira
Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

19.10.2011 : Óskað eftir umsögnum vegna breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Fleiri framkvæmdir verða gerðar tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um hvort þær séu háðar mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Málsmeðferð fyrir þær framkvæmdir verður hins vegar einfölduð.

Lesa meira
Á ráðstefnunni er fjallað um vistheimt á norðurslóðum

18.10.2011 : Alþjóðleg ráðstefna um endurheimt vistkerfa

Jarðvegseyðing, eyðing skóga, votlendis og annarra lykilvistkerfa eru meðal stærstu vandamála  heimsins en endurheimt slíkra vistkerfa er aðalviðfangsefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem efnt er til á Selfossi dagana 20.-22. október næstkomandi.

Lesa meira
Birkiskógur.

18.10.2011 : Heimsins græna gull í Hörpu

Ástand skóga og horfur skóga heimsins verða viðfangsefni ráðstefnunnar Heimsins græna gull sem haldin verður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október næstkomandi.  Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á Alþjóðlegu ári skóga.

Lesa meira

18.10.2011 : Óskað eftir ábendingum vegna landsáætlunar um úrgang

Umhverfisráðuneytið óskar eftir tillögum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna landsáætlunar um úrgang 2012 – 2023 en gerð hennar stendur nú yfir. Áætlunin mun geyma stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum auk þess að tilgreina stöðu úrgangsmála í landinu.

Lesa meira
Surtsey, Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson

18.10.2011 : Ráðherra tekur við staðfestingarskjali um Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, veitir í dag viðtöku skjali sem staðfestir Surtsey sem stað á heimsminjaskrá UNESCO. Fundað verður um framkvæmd heimsminjasamningsins í Reykjavík 19. – 21. október.

Lesa meira
Fjölmenni er á þinginu.

14.10.2011 : VII. Umhverfisþing hafið

Um 300 manns eru mættir til leiks á VII. Umhverfisþing sem hófst á Hótel Selfossi nú í morgun þar sem meginumræðuefnið er náttúruvernd. Þingið hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þar sem hún fór m.a. yfir hvernig náttúruverndarmálum hefur vaxið ásmegin á undanförnum misserum. Þannig ætti náttúran sér stöðugt fleiri málsvara.

Lesa meira
Holurt í móbergi.

13.10.2011 : Fjölmenni á Umhverfisþingi 2011 á Hótel Selfossi á morgun

Yfir 300 manns eru væntanlegir á VII. Umhverfisþing sem haldið verður á Hótel Selfossi á morgun. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd. Meðal annars verður nýútkomin hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands kynnt og rædd á þinginu en bókinni er ætlað að leggja grunn að heildarendurskoðun náttúruverndarlaga.

Lesa meira
Svartifoss í Skaftafelli

11.10.2011 : Umhverfisráðuneytið viðhafði vandaða stjórnsýslu

Umboðsmaður Alþingis telur ekki að umhverfisráðuneytið hafi orðið uppvíst að óvandaðri stjórnsýslu við staðfestingu stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr á árinu. Þetta kemur fram í áliti sem hann hefur sent frá sér.

Lesa meira
ESB-og-umhverfismal_Auglysing

7.10.2011 : Evrópusambandið og umhverfismál

Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa þann 25. október fyrir málþingi um ESB og umhverfismál.

Lesa meira
Rjúpa

5.10.2011 : Rjúpnaveiði minnki frá fyrra ári

Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.

Lesa meira
Útskrift Landgræðsluskólans.

4.10.2011 : Átta sérfræðingar útskrifast úr Landgræðsluskóla SÞ

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti á dögunum átta sérfræðingum útskriftarskírteini við útskrift þeirra úr Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira
Bílar

28.9.2011 : Samráð um að draga úr losun koltvíoxíðs frá samgöngum

Hinn 16. september sl. sendi Framkvæmdastjórn Evrópusambandins út til almennra athugasemda Hvítbók um samgöngur m.a. með það að markmiði að draga úr losun tvíkolsýrings (CO2) frá umferð vélknúinna ökutækja á vegum. 

Lesa meira
Ljósmynd: Hugi Ólafsson.

23.9.2011 : Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð.

Lesa meira
Umhverfisráðherra opnar Sigríðarstíg

22.9.2011 : Ráðherra opnar Sigríðarstíg við Gullfoss

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði í gær fræðslustíg við Gullfoss sem kenndur er við Sigríði í Brattholti.

Lesa meira
Jón Geir Pétursson

21.9.2011 : Doktorsvörn í umhverfis- og þróunarfræði

Jón Geir Pétursson,sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og þróunarfræði við Norska lífvísindaháskólann, með sérhæfingu í auðlindastjórnun.

Lesa meira
Torfajökulssvæðið

20.9.2011 : Torfajökulssvæðið verði tilnefnt til heimsminjaskrár UNESCO

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að bæta Torfajökulssvæðinu á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga.

Lesa meira
Útikennsla í Ævintýraskógi

19.9.2011 : Víða komið við á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafði í nógu að snúast á Degi íslenskrar náttúru sem fagnað var um allt land á föstudag. Ráðherra tók þátt í útikennslustund í Kópavogi, afhenti fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins, var við formlega stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands og lagði hönd á plóg þar sem sendifulltrúar erlendra ríkja unnu við stígagerð að hellinum Leiðarenda við Bláfjallaveg.

Lesa meira
Lundar. Mynd: Yann Kolbeinsson.

19.9.2011 : Starfshópur skipaður vegna alvarlegrar stöðu svartfuglastofna

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn svartfuglastofna hér við land. Þá skal hópurinn gera tillögur um hvernig megi styrkja verndun og sjálfbæra nýtingu stofnanna.

Lesa meira
nordiskeflagg

19.9.2011 : Alþingi samþykkir fullgildingu Árósasamningsins

Alþingi hefur samþykkt  frumvarp til laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna fullgildingar Árósasamningsins, en hann fjallar um aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku hans í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Lesa meira
Alþingi

19.9.2011 : Breytt fyrirkomulag styrkjaveitinga

Á árinu 2012 verða gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hættir úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til eins og verið hefur. Alþingi heldur þó áfram ákvarða umfang styrkja til einstakra málaflokka en úthlutun þeirra flyst til ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum.

Lesa meira
Afhending fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins.

16.9.2011 : Ragnar Axelsson hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins, Jarðarberið

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Ragnari Axelssyni, Rax, ljósmyndara á Morgunblaðinu, fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins - Jarðarberið.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

15.9.2011 : Degi íslenskrar náttúru fagnað víða um land á morgun

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 16. september. Efnt verður til margra viðburða víða um land í tilefni dagsins, þar sem almenningur, skólabörn, náttúrufræðingar, fjölmiðlar, háskólafólk, ráðamenn, sendiherrar, sveitarstjórnarfólk og fjöldi  annarra koma við sögu.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

7.9.2011 : Fjórir tilnefndir til fjölmiðlaverðlauna

Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem veitt verða í fyrsta sinn 16. september næstkomandi á Degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira
Frá afhendingu hvítbókarinnar.

6.9.2011 : Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi komin út

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í morgun í ríkisstjórn hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hefur unnið en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi.

Lesa meira
Andrés Ingi Jónsson

1.9.2011 : Andrés Ingi Jónsson nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Lesa meira
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi í fyrra.

29.8.2011 : Vinna hefst við hættumat fyrir eldgos

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum á föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Um viðamikla vinnu er að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 – 20 ár í heildina en fyrsti áfanginn er verkefni til þriggja ára.

Lesa meira
Vandana Shiva.

26.8.2011 : Umhverfisráðherra fundar með Vandana Shiva

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fundar með hugsuðinum og baráttukonunni Vandana Shiva á mánudag í tilefni af komu hennar hingað til lands. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka einnig þátt í fundinum.

Lesa meira
Viðey í Þjórsá friðuð.

24.8.2011 : Viðey í Þjórsá friðuð

Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir undirritaði í dag friðlýsingu Viðeyjar í Þjórsá. Viðey er sérstök, m.a. fyrir þær sakir að vegna árinnar í kring er þar að finna lítt snortinn og gróskumikinn birkiskóg sem vaxið hefur án teljandi áhrifa mannsins. Í Viðey hafa fundist yfir 70 háplöntutegundir, þar af tvær tegundir sem eru sjaldgæfar á landsvísu.

Lesa meira
Frá undirritun friðlýsingar Kalmanshellis.

22.8.2011 : Mikilvægt að bæta umsjón og eftirlit með hellum

Mikilvægt er að umsjón og eftirlit með hellum sé með besta móti enda er þar um sérstæðar jarðmyndanir að ræða. Þannig mætti tryggja vernd þeirra og þau náttúruverðmæti sem í þeim felast. Þetta er meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu við undirritun friðlýsingar Kalmanshellis í Hallmundarhrauni á föstudag.

Lesa meira
Tillagan kynnt.

19.8.2011 : Tillaga til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða í opið 12 vikna umsagnar- og samráðsferli

Allt frá árinu 1999 hefur staðið yfir vinna við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með það að markmiði að ná framtíðarsýn og sátt meðal þjóðarinnar um  verndunar- og virkjanamál. Niðurröðun virkjunarhugmynda í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk, samkvæmt lögum um rammaáætlun, liggur nú fyrir og byggir hún á viðamiklu starfi verkefnisstjórnar og faghópa Rammaáætlunar.

Lesa meira
Ljósmynd: Árni B. Stefánsson

18.8.2011 : Kalmanshellir friðlýstur

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirritar á morgun friðlýsingu Kalmanshellis í Hallmundarhrauni. Telst hellirinn vera einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu.

Lesa meira
Langisjor-og-nagrenni

29.7.2011 : Ósnortin víðerni og einstakar jarðmyndanir

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð til staðfestingar á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem felur í sér friðlýsingu Langasjós, hluta Eldgjár og nágrennis. Innan þeirra svæða sem reglugerðin tekur til eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu, auk hins háa útivistar-, fræðslu- og vísindagildis þeirra.

Lesa meira
Unglingar við sjóinn.

14.7.2011 : Aukinn áhugi Evrópubúa á umhverfismálum

Umhverfið er persónulega mikilvægt fyrir yfir 90% íbúa Evrópusambandsríkjanna. Þá er stór meirihluti Evrópubúa sammála um að betri nýting náttúruauðlinda og aukin umhverfisvernd geti örvað hagvöxt innan sambandsins.

Lesa meira
Ljósmynd: Hugi Ólafsson.

13.7.2011 : Dýravelferðarmál undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Nefnd um dýravelferð hefur skilað af sér tillögum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn og liggja þær nú frammi á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Lesa meira
Við Selfoss

8.7.2011 : Óskað eftir umsögnum um drög að landsskipulagsstefnu

Umhverfisráðuneytið  hefur sent til umsagnar drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu en henni er ætlað að setja fram leiðarljós um nýtingu lands og landgæða sem tryggir heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana. Markmiðið með slíkri stefnu er að stuðla að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð.

Lesa meira
Himinn

8.7.2011 : Löggjöf ESB um loftgæði til skoðunar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti almennings á stefnu sambandsins í loftgæðamálum, sem Ísland er aðili að skv. samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES).

Lesa meira
Ljósmynd: Hugi Ólafsson.

7.7.2011 : Díoxín í jarðvegi í öllum tilfellum undir mörkum – ekki hætta fyrir almenning og lífríki

Díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki. Þetta eru meginniðurstöður mælinga sem Umhverfisstofnun lét gera á styrk díoxína í jarðvegi um allt land.

Lesa meira
Verkefnisstjórn ásamt umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra.

6.7.2011 : Skýrslu um 2. áfanga rammaáætlunar skilað til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra

Allt frá árinu 1999 hefur staðið yfir vinna við gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Með rammaáætlun er mörkuð stefna hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða og er markmiðið að ná framtíðarsýn í virkjana- og verndunarmálum og almennri sátt í þjóðfélaginu.

Lesa meira

30.6.2011 : Umhverfisráðuneytið staðfestir umsjónarsamning um Dyrhólaey

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samning Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Mýrdalshrepps um umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey sem Umhverfisstofnun og sveitarfélagið höfðu gert í samræmi við 30. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

23.6.2011 : Friðlýsing Dimmuborga og Hverfjalls

Þann 22. júní sl. staðfesti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra friðlýsingu tveggja svæða í Skútustaðahreppi, það eru Dimmuborgir og Hverfjall (Hverfell). Svæðin eru bæði friðlýst sem náttúruvætti þar sem um sérsstæðar jarðmyndanir er að ræða. Í friðlýsingarreglunum er einnig áhersla á aðgengi að svæðunum enda bæði svæðin vinsæl til útivistar og fræðslu.

Lesa meira
Jón Geir Pétursson, Valgerður Jónsdóttir, Þröstur Ólafsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Glóey Finnsdóttir, Jón Loftsson og Svandís Svavarsdóttir.

16.6.2011 : Ábendingar til nefndar um endurskoðun laga um skógrækt

Nefnd um endurskoðun skógræktarlaga hefur hafið störf og vill í upphafi vinnu sinnar leita eftir viðhorfum sem flestra til endurskoðunar laga um skógrækt. Í því skyni óskar hún eftir ábendingum sem gætu nýst við vinnu að greinargerð (hvítbók) um hvert skuli vera inntak og áherslur nýrrar löggjafar um skógrækt.

Lesa meira
Nefnd um endurskoðun landgræðslulaga

16.6.2011 : Ábendingar til nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu

Nefnd um endurskoðun landgræðslulaga hefur hafið störf og vill í upphafi vinnu sinnar leita eftir viðhorfum sem flestra til endurskoðunar laga um landgræðslu.Í því skyni óskar hún eftir ábendingum og athugasemdum.

Lesa meira
Koldíoxíð.

16.6.2011 : ETS viðskiptakerfið um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda innleitt hér á landi

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Með breyttum lögum er stigið fyrsta skrefið í að innleiða í íslenskan rétt reglur er varða viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda sem oftast er nefnt ETS kerfið (ETS = Emission Trading Scheme).

Lesa meira
Snæfellsjökull.

15.6.2011 : Uppbygging friðlýstra svæða og þjóðgarða í þágu ferðaþjónustu

Umhverfisráðuneytið fagnar nýsamþykktum lögum um gistináttagjald. Með þeim er stigið mikilvægt skref í átt að því að auka fjármögnun til uppbyggingar á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum.

Lesa meira
Frá undirritun samninganna í dag.

14.6.2011 : Vernd og sjálfbær nýting skóga í Evrópu í forgrunni

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra er stödd í Osló í Noregi á sameiginlegum fundi ráðherra skógarmála í allri Evrópu. Hún undirritaði þar í dag tvær yfirlýsingar fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
Dimmuborgir.

10.6.2011 : Fé veitt til friðlýsingar Dimmuborga og Hverfjalls

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 5 milljóna króna fjárveitingu til nauðsynlegra framkvæmda og rekstrar í tengslum við friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Stefnt er að því að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirriti friðlýsingar þessara svæða síðar í mánuðinum.

Lesa meira
Tjörn á Þyrli.

10.6.2011 : Fjölmiðlaverðlaun á Degi íslenskrar náttúru

Ríkisstjórn Íslands ákvað síðastliðið haust, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Markmiðið með Degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Lesa meira
Hreindýr.

10.6.2011 : Árleg skotpróf og skýrari kröfur til leiðsögumanna með hreindýraveiðum

Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Breytingarnar varða reglur um hreindýraveiðar, leiðsögumenn með hreindýraveiðum og skiptingu arðs af hreindýraveiðum.

Lesa meira
Í Fljótshverfi.

10.6.2011 : Aðgerðir til að styrkja gróður á öskufallssvæðum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljónum til styrkingar gróðurs á þeim svæðum þar sem mikið öskufall varð í eldgosinu í Grímsvötnum í vor. Markmiðið með verkefninu er að hefta öskufok á þessum svæðum á næstu misserum.

Lesa meira
Utanvegaakstur við Keili.

8.6.2011 : Markvisst starf gegn utanvegaakstri

Vísbendingar eru um að heldur dragi úr utanvegaakstri samkvæmt nýrri samantekt Umhverfisstofnunar, en á síðustu misserum hafa stofnanir á vegum umhverfisráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun ráðuneytisins í því skyni að draga úr utanvegaakstri.

Lesa meira
Útikennsla.

6.6.2011 : Drög að skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi

Umhverfisráðuneytið hefur að undanförnu átt fulltrúa í vinnuhópi sem leiddur er af innanríkisráðuneyti og hefur það hlutverk að vinna skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira
Raftenglar.

6.6.2011 : Ábyrgð framleiðenda skýrð

 

Breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs samþykktar

Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á úrgangi vegna raf- og rafeindatækja er skýrð frekar og framkvæmdin gerð markvissari með breytingum á lögum nr 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem Alþingi samþykkti á dögunum.

Lesa meira
Birkiskógur.

3.6.2011 : Alþjóðlegur dagur umhverfisins á sunnudag

Alþjóðlegum degi umhverfisins (World Environment Day – WED) er fagnað um víða veröld á sunnudag, 5. júní þar sem fólk er hvatt til að grípa til einhvers konar aðgerða til hagsbóta fyrir umhverfið. 

Lesa meira
Lundar

1.6.2011 : Aðgerðir til að bregðast við mikilli fækkun sjófugla

Mikil fækkun og afkomubrestur hefur verið undanfarið hjá flestum svartfuglum einkum vegna skorts á helstu fæðutegundum þeirra, sandsíli og loðnu, einkum við sunnan- og vestanvert landið. Ljóst er að veiði svartfugla endurspeglar þessar stofnstærðarbreytingar.

Lesa meira
Fyrsta eintakið afhent.

1.6.2011 : Fyrsta yfirlit vistheimtar á Íslandi komið út

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra veitti í dag mótttöku ritinu Vistheimt á Íslandi, en þetta er í fyrsta sinn sem birt er yfirlit yfir endurheimt hnignaðra vistkerfa á landinu. Ritið er hluti af heildaryfirliti yfir stöðu vistheimtar á Norðurlöndum.

Lesa meira
Byggingakranar.

31.5.2011 : Óskað eftir umsögnum um nýja byggingarreglugerð

Drög að nýrri byggingarreglugerð hafa verið send út til umsagnar en ráðist var í umfangsmikla endurskoðun á gildandi byggingarreglugerð í kjölfar þess að ný lög um mannvirki tóku gildi um áramót.

Lesa meira
Scandic Webers hótelið í Kaupmannahöfn.

30.5.2011 : Scandic-hótelin fá umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Scandic-hótelkeðjan fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu á Norðurlöndum og um allan heim. Hótelkeðjan hefur verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu í hartnær tvo áratugi.

Lesa meira
Plastpokar.

30.5.2011 : Takmörkun eða bann við burðarpokum úr plasti til skoðunar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað formlegt ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir tillögum almennings um hvernig best sé að draga úr notkun burðarpoka úr plasti í Evrópu. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort banna eigi alfarið notkun plastpokanna.

Lesa meira
Á Kirkjubæjarklaustri.

27.5.2011 : Hreinsun gengið framar vonum

Umhverfisráðherra í heimsókn á öskufallssvæðum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti í gær þau svæði sem urðu einna verst úti í öskufallinu í eldgosinu í Grímsvötnum. Með í för var Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, sem veitti leiðsögn og útskýrði áhrif öskufalls á gróður á svæðinu, bæði í eldsumbrotunum nú og í gosinu úr Eyjafjallajökli í fyrra.

Lesa meira
Skógarfoss.

25.5.2011 : Heildstæð verndun og sjálfbær nýting vatns

Alþingi hefur samþykkt lög. nr. 36/2011 um stjórn vatnamála en markmið þeirra er að tryggja sjálfbæra nýtingu vatns með langtímavernd einnar dýrmætustu auðlindar jarðarinnar, vatnsauðlindarinnar í huga.

Lesa meira
Umhverfisráðherra heimsækir Veðurstofu.

24.5.2011 : Umhverfisráðherra kynnir sér viðbúnað Veðurstofu

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum um helgina. Þar fóru starfsmenn með henni yfir hið öfluga eftirlit sem þeir hafa með jarðhræringunum, þróun gossins, eldingavirkni og áhrifum veðurfars á öskudreifingu frá gosinu auk þess sem fylgst er grannt með því hvort hætta sé á Skaftárhlaupi vegna gossins.

Lesa meira
Dropar á birkikvisti

20.5.2011 : Lifandi dýrgripir jarðarinnar

 

Degi líffræðilegrar fjölbreytni fagnað á sunnudag

Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki samningsins um líffræðilegar fjölbreytni halda árlega upp á dag líffræðilegrar fjölbreytni 22. maí. Nú á alþjóðlegu ári skóga er áhersla lögð á þýðingu skóga fyrir verndun og viðhald líffræðilegrar fjölbreytni.

Lesa meira
Útskriftarhópur stóriðjuskólans.

20.5.2011 : Umhverfisráðherra við útskrift Stóriðjuskólans

Góður árangur álversins í Straumsvík í öryggismálum og hvernig tekist hefur að halda mengun í lágmarki var meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gerði að umtalsefni sínu í ávarpi sínu við útskrift nemenda úr Stóriðjuskóla álversins í Straumsvík á mánudag.

Lesa meira
Afmælisráðstefna Sorpu.

20.5.2011 : Stórstígar framfarir í meðhöndlun úrgangs

Tilkoma Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins átti ríkan þátt í að stuðla að breyttri meðhöndlun úrgangs og auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs hér á landi. Þó enn sé verk að vinna ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur í úrgangsmálum sl. tvo áratugi. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í ávarpi á afmælisráðstefnu Sorpu bs. fyrr í dag.

Lesa meira
Vatnajökulsþjóðgarður

19.5.2011 : Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar hafa verið samþykkt á Alþingi, en með þeim eru grundvallaratriði svokallaðrar INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins innleidd samkvæmt EES samningnum. Í undirbúningi er setning reglugerðar á grundvelli laganna til að ljúka innleiðingu tilskipunarinnar.

Lesa meira
Efni og efnablöndur.

19.5.2011 : Nýtt flokkunarkerfi hættulegra efna

Tekin verður upp samræmd flokkun og merking hættulegra efna á heimsvísu, ný varnaðarmerki verða innleidd auk nýrra hættuflokka og hættu- og varnaðarsetninga, samkvæmt breytingum á lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og lögum nr. 45/2008 um efni og efnablöndur sem samþykktar hafa verið á Alþingi.

Lesa meira

18.5.2011 : Unnið gegn gróður- og landeyðingu við Skaftá

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði á dögunum sameiginlega samstarfsyfirlýsingu umhverfisráðuneytis, Skaftárhrepps og Vegagerðarinnar, sem miðar að því að stemma stigu við gróður- og landeyðingu á vatnasviði Skaftár..

Lesa meira
Landgræðslan varð í þriðja sæti í vali um stofnun ársins.

18.5.2011 : Landgræðslan og Landmælingar í hópi fyrirmyndarstofnana

Landgræðsla ríkisins varð á dögunum í þriðja sæti í vali SFR um stofnun ársins í hópi stærri stofnana. Þá varð önnur stofnun umhverfisráðuneytisins, Landmælingar Íslands, í sjötta sæti í hópi minni stofnana.

Lesa meira
Frá undirritun verndaráætlunarinnar

17.5.2011 : Ný sýning opnuð í Mývatnsstofu

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði formlega nýja sýningu í Mývatnsstofu, gestastofu verndarsvæðis Mývatns og Laxár, í húsnæði Umhverfisstofnunar í Reykjahlíð á laugardag. Þar gefst gestum tækifæri til að kynna sér hið sérstaka náttúrufar svæðisins þar sem jarðeldar og vatn hafa skapað umhverfi einstakra og fagurra hraunmyndana ásamt auðugu og fjölbreyttu lífríki.

Lesa meira
co2

16.5.2011 : Útstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 5% milli áranna 2008 og 2009 þegar hún mældist 4,6 milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda reiknuð sem CO2-ígildi. Þetta er í samræmi við væntingar en samdráttinn má einkum rekja til minni losunar flúorkolefna frá álverum og samdráttar í umsvifum byggingargeirans og sementsframleiðslu.

Lesa meira
Frá umhverfisþingi 2009

16.5.2011 : VII. Umhverfisþing 14. október 2011

Umhverfisráðherra boðar til VII. Umhverfisþings 14. október 2011 á Hótel Selfossi. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd, m.a. verður kynnt hvítbók sem ætlað er að leggja grunn að nýjum náttúruverndarlögum.

Lesa meira
Jón Geir Pétursson, Valgerður Jónsdóttir, Þröstur Ólafsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Glóey Finnsdóttir, Jón Loftsson og Svandís Svavarsdóttir.

16.5.2011 : Endurskoðun á skógræktarlögum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á lögum um skógrækt, með það að markmiði að efla og styrkja stöðu skógræktar í landinu.

Lesa meira
Vinnuhópur um opnun heimasíðu

13.5.2011 : Heimasíða um alaskalúpínu og skógarkerfil opnuð

Ný heimasíða, agengar.land.is var opnuð í dag þar sem dregnar eru saman upplýsingar er varða eiginleika og útbreiðslu ágengu plöntutegundanna skógarkerfils og lúpínu með leiðbeiningum um mögulegar aðgerðir til upprætingar þeirra. 

Lesa meira

13.5.2011 : Aukið eftirlit með skipaumferð nauðsynlegt

Umferð skipa eykst vegna hlýnunar loftslags

Á ríkisstjórnarfundi á dögunum kynnti umhverfisráðherra tillögur að auknu samstarfi stofnana og ráðuneyta vegna vaxandi siglinga á Norðurslóðum. Að mati ráðuneytisins er þörf á auknu eftirliti með skipaumferð og viðbúnaði við hugsanlegri mengun vegna aukinna umsvifa og siglinga á Norðurslóðum. Vegna þessa hefur ráðuneytið tekið saman greinargerð um stöðu mála og hugsanlegar aðgerðir.

Lesa meira
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

12.5.2011 : Nýr upplýsingafulltrúi í umhverfisráðuneyti

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins úr hópi 93ja umsækjenda.

Lesa meira

11.5.2011 : Bætt eftirlit og auknar heimildir

Umhverfisráðuneytið fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar

Þann 12. janúar síðastliðinn óskaði umhverfisráðuneytið eftir því við Ríkisendurskoðun að hún gerði úttekt á forsendum, skilyrðum og eftirfylgni undanþágu frá tilskipun EB sem starfandi sorpbrennslur hérlendis fengu árið 2003. Ráðuneytið fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið sem birt var í dag enda er hún þýðingarmikið innlegg í vaxandi umræðu um mengun hér á landi.

Lesa meira
Nefnd um endurskoðun landgræðslulaga

5.5.2011 : Endurskoðun laga um landgræðslu

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á lögum um landgræðslu, með það að markmiði að efla landgræðslustarfið og styrkja stöðu gróður- og jarðvegsverndar í landinu.

Lesa meira

4.5.2011 : Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2011

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2011. Í kjölfar auglýsingar, sem birt var 1. nóvember sl., um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá níu aðilum að upphæð 27,5 milljónir króna

Lesa meira

3.5.2011 : Orsakir tíðra heimsókna hvítabjarna skoðaðar

Umhverfisráðherra hefur óskað eftir greinargerð frá Náttúrufræðistofnun Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun, Veðurstofuna og aðra hlutaðeigandi aðila um hugsanlegar orsakir aukinnar tíðni komu hvítabjarna hingað til lands.

Lesa meira

3.5.2011 : Varið verður 42 milljónum til brýnna framkvæmda á friðlýstum svæðum nú í vor

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að veita 41,9 m kr. til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna.

Lesa meira
Þóra Ellen Þórhallsdóttir og umhverfisráðherra

28.4.2011 : Viðurkenningar fyrir starf að umhverfismálum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Þóru Ellen Þórhallsdóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Við sama tækifæri fengu Farfuglaheimilin í Reykjavík afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, og nemendur Þjórsárskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira

21.4.2011 : Viðburðir á Degi umhverfisins

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður hann tileinkaður skógum. Efnt verður til ýmissa viðburða af þessu tilefni. Meðal annars mun umhverfisráðherra afhenda Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Kuðunginn. Þá verður efnt til skógargöngu í Borgarbyggð, Reykjavík og Kópavogi.

Lesa meira
Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 2. september 2010.

30.3.2011 : Frumvörp um Árósasamning lögð fyrir Alþingi

Frumvörp umhverfisráðherra um Árósasamninginn hafa verið afgreidd í ríkisstjórn og ráðgert er að þau verði lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Lesa meira
Lundar. Mynd: Yann Kolbeinsson.

28.3.2011 : Málstofa um sjófugla við Ísland

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr fyrir svörum á fundi umhverfisnefndar Alþingis.

22.3.2011 : Svör við spurningum umhverfisnefndar Alþingis

Umhverfisráðuneytið hefur látið taka saman svör við spurningum umhverfisnefndar Alþingis um Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Spurningarnar komu fram á opnum fundi nefndarinnar með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrr í þessum mánuði. 

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherr á Alþingi 2009

22.3.2011 : Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til umræðu á Alþingi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Umhverfisráðherra sagði á Alþingi í dag að með framkvæmd áætlunarinnar ættu íslensk stjórnvöld að geta staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til 2020.

Lesa meira
Birkiskógur í Ásbyrgi

18.3.2011 : Dagur umhverfisins tileinkaður skógum

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Árið 2011 er ár skóga samkvæmt ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og því hefur umhverfisráðuneytið ákveðið að dagur umhverfisins verði að þessu sinni tileinkaður skógum.

Lesa meira

16.3.2011 : Norrænir umhverfisráðherrar ræddu um grænt hagkerfi

Meta verður velferð einstaklinga og þjóðfélaga með fleiri mælikvörðum en efnahagslegum að mati norrænu umhverfisráðherranna sem hittust á fundi í Brussel í gær. Ráðherrarnir ræddu einnig grænt hagkerfi og umfangsmikið norrænt samstarf á sviði umhverfismála.

Lesa meira
minkaveidi-copy

14.3.2011 : Ráðstefna um minkaveiðiátak- vefútsending

Umsjónarnefnd um átaksverkefni um staðbundna útrýmingu minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi heldur ráðstefnu um niðurstöður verkefnisins og mótun framtíðarstefnu í minkaveiðum í dag. Ráðstefnan er send út á vefnum. Í átaksverkefninu var veiðiálag aukið á árunum 2007-2010 og samhliða unnið að rannsóknum til þess að meta árangur af því og leita svara m.a. við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu.

Lesa meira
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti

11.3.2011 : Óskað eftir tilnefningum til náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður afhent í annað sinn á degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til viðurkenningarinnar.

Lesa meira
Merki Kvískerjasjóðs

10.3.2011 : Kvískerjasjóður auglýsir styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 4. apríl og styrkjum verður úthlutað fyrir lok apríl. Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF).

9.3.2011 : Unnið að bættum veðurspám með auknu samstarfi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF), undirrituðu í dag samning um fulla aðild Veðurstofu Íslands að reiknimiðstöðinni. Með samningnum fær Veðurstofan aðgengi að reikniafli ECMWF, sem mun væntalega skila sér í bættum veðurspám.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr fyrir svörum á fundi umhverfisnefndar Alþingis.

9.3.2011 : Verndaráætlun rædd á fundi umhverfisnefndar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sat fyrir svörum um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs á opnum fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir skömmu. Fundurinn var opinn almenningi auk þess sem hann var sendur beint út á vef Alþingis og í sjónvarpi. Nú er hægt að nálgast upptökur frá fundinum á heimasíðu Alþingis.

Lesa meira
Dagur umhverfisins

3.3.2011 : Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2010

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2010.

Lesa meira

2.3.2011 : Aðgangur veittur að gögnum er varða skipulagsmál Flóahrepps

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum er varða annars vegar ákvörðun ráðherra um að synja skipulagi Flóahrepps staðfestingar og hins vegar ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Er það gert í anda markmiða ríkisstjórnarinnar um opna og gagnsæja stjórnsýslu.

Lesa meira
Birkiskógur í Ásbyrgi

1.3.2011 : Áform um aukna útbreiðslu birkiskóga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að auka útbreiðslu birkiskóga. Stefnt er að því að friða land fyrir beit í nágrenni birkiskóga, sér í lagi þar sem skógurinn getur breiðst út án verulegra annarra aðgerða en beitarfriðunar. Einnig getur í einhverjum tilvikum verið þörf á frekari aðgerðum, svo sem fræsáningu eða gróðursetningu. Talið er að um 97% þeirra birkiskóglenda sem hér voru við landnám hafi eyðst af mannavöldum.

Lesa meira
Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfri

28.2.2011 : Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs staðfest

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Það er niðurstaða ráðuneytisins að skilyrðum laga og reglna hafi verið uppfyllt við gerð áætlunarinnar, þar á meðal um samráð. Umhverfisráðuneytið telur engu að síður æskilegt að stjórn þjóðgarðsins skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.

Lesa meira
Minkur

24.2.2011 : Ráðstefna um minkaveiðiátak og framtíð minkaveiða

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarfyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík 14. mars næstkomandi.

Lesa meira
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

22.2.2011 : Björn Karlsson skipaður forstjóri Mannvirkjastofnunar

Umhverfisráðherra hefur skipað Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjastofnunar til fimm ára frá og með 1. mars. Björn starfaði sem forstjóri Brunamálastofnunar 2001 til 2010 og var settur forstjóri Mannvirkjastofnunar frá 1. janúar 2011. Sérstakri nefnd var falið að leggja mat á umsækjendur um starfið og hún lagði til að Björn Karlsson yrði skipaður forstjóri stofnunarinnar. Lesa meira
Langisjór, Fögrufjöll og Skaftá

17.2.2011 : Samkomulag um friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár

Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan lögsögu sveitarfélagsins. Samkvæmt samkomulaginu verður unnið að friðlýsingu á Langasjó, hluta Eldgjár og nágrennis. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið tímamótaáfanga í náttúruvernd hér á landi. Langisjór og nágrenni sé einstök náttúruperla sem verði vernduð fyrir komandi kynslóðir samkvæmt þessari ákvörðun.

Lesa meira
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirrita samning og friðlýsingu.

15.2.2011 : Eina búsvæði tjarnaklukku á landinu friðlýst

Búsvæði tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog hefur verið friðlýst. Svandís Svavarsdóttir undirritaði friðlýsinguna nýverið með samþykki sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og landeigenda jarðarinnar Strýtu við Berufjörð. Með friðlýsingunni varð Djúpavogshreppur fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi.

Lesa meira

9.2.2011 : Viðbrögð umhverfisráðherra vegna díoxínmengunar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur beint þeirri ósk til sveitarstjórna Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Vestmannaeyja að þær skoði alla möguleika til að hætta eða draga verulega úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir. Umhverfisráðherra hefur einnig ákveðið að hraða afgreiðslu tillagna Umhverfisstofnunar um auknar kröfur í reglugerð til eldri sorpbrennslustöðva.

Lesa meira
andakilundirritun

3.2.2011 : Stækkun verndarsvæðis fugla í Andakíl

Svandís Svavarsdótti umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Landeigendur þrettán jarða í Andakíl og sveitarfélagið Borgarbyggð standa að friðlýsingunni. Stækkunin er mikilvægt skref í verndun og endurheimt votlendis hér á landi með tilliti til verndunar fugla og bindingar gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Ramsarsamningurinn um votlendi 40 ára

2.2.2011 : Ramsarsamningurinn um votlendi 40 ára

Í dag eru fjörutíu ár liðin frá því að samkomulag náðist um Ramsarsamninginn, alþjóðlegan samning um vernd votlendis. Samningurinn er fyrsti alþjóðasamningurinn um náttúruvernd og sjálfbæra nýtinu náttúruauðlinda. Átján þjóðir skrifuðu undir samninginn í borginni Ramsar í Íran árið 1971 en nú eiga 160 þjóðir aðild að samningnum.

Lesa meira
Skýrsla Ospar

1.2.2011 : Fundur um mengun hafsins, súrnun og verndarsvæði

Umhverfisráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um  helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins. Flutt verða erindi um ástand hafsins kringum Ísland, mengun, súrnun og fyrirhuguð verndarsvæði OSPAR. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, föstudaginn 4. febrúar kl. 12:00-13:00.

Lesa meira
Hreindýr

31.1.2011 : Hreindýrakvóti minnkar milli ára

Heimilt verður að veiða 1.001 hreindýr í ár samkvæmt ákvörðun umhverfisráðuneytisins að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Austurlands. Heimilt var að veiða 1.272 dýr á liðnu ári. Helsta ástæða þess að kvóti minnkar milli ára er að færri dýr fundust við talningu á Fljótsdalsheiði.

Lesa meira

26.1.2011 : Sex sóttu um starf forstjóra Mannvirkjastofnunar

Sex sóttu um starf forstjóra Mannvirkjastofnunar en umsóknarfrestur rann út 21. janúar síðastliðinn. Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að fara yfir og leggja mat á umsóknirnar.

Lesa meira

25.1.2011 : Samstarfshópur um framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Umhverfisráðuneytið hefur skipað samstarfshóp sex ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að hafa umsjón með framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Hópurinn á einnig að skila umhverfisráðherra skýrslum um frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og veita honum ráðgjöf.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

20.1.2011 : Umhverfisstefnur stofnana umhverfisráðuneytisins

Fjórar stofnanir umhverfisráðuneytisins hafa sett sér umhverfisstefnu og fleiri stofnanir eru með slíka stefnu í undirbúningi. Þetta er niðurstaða úttektar sem umhverfisráðuneytið vann á umhverfisstarfi í rekstri sinna stofnana. Hugað er að umhverfismálum í rekstri allra stofnana ráðuneytisins, meðal annars með endurvinnslu og sorpflokkun.

Lesa meira

19.1.2011 : Upplýsinga aflað um rusl við strendur landsins

Umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, aflar nú upplýsinga um rusl og úrgang á ströndum hér við land og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við hreinsun stranda á undanförnum árum. Í þeim tilgangi hefur ráðuneytið sent öllum sveitarfélögum sem eiga land að hafi bréf þar sem þau eru beðin um að leggja mat á það hvort rusl á ströndum sé útbreytt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar.

Lesa meira
Landmælingar

14.1.2011 : Ný stefnumótun Landmælinga vegna breytinga á starfsumhverfi

Landmælingar Íslands hafa samþykkt stefnumótun fyrir stofnunina til ársins 2015. Stefnumótunin er unnin í ljósi mikilla breytinga á starfsumhverfi stofnunarinnar og forystuhlutverks sem henni verður falið við uppbyggingu á grunngerð landupplýsinga á Íslandi samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra.

Lesa meira

13.1.2011 : Umhverfisráðherra óskar eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar

Umhverfisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að fram fari stjórnsýsluúttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðvum. Er þetta gert í ljósi umræðu um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði að undanförnu.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra útnefnir nemendur Hvolsskóla varðliða umhverfisins.

11.1.2011 : Boðað til verkefnasamkeppni um umhverfismál meðal grunnskólabarna

Boðað er til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Lesa meira
Árósasamningur skil á frumvarpi

10.1.2011 : Drög að frumvörpum vegna fullgildingar Árósasamningsins til umsagnar

Almenningi gefst nú tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við drög að frumvörpum sem lögð eru fram vegna fullgildingar Árósasamningsins. Frumvörpunum er ætlað að tryggja að reglur íslenskra laga samræmist Árasamningnum um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Lesa meira
Alþjóðlegt ár skóga 2011

3.1.2011 : Árið 2011 er Alþjóðlegt ár skóga

Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2011 skógum að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið Sameinuðu þjóðanna með því er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda.

Lesa meira