Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðningur við vetraríþróttir

Halla Björk Reynisdóttir, formaður Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning á Akureyri - mynd

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Vetraríþróttamiðstöð Íslands um stuðning við miðstöðina í þágu heilsueflingar og mótun tillagna um störf hennar og framtíðarsýn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Halla Björk Reynisdóttir, formaður Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands undirrituðu samning þess efnis á Akureyri í vikunni.

Markmið samningsins og hlutverk miðstöðvarinnar er að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi.

Vetraríþróttamiðstöð Íslands var stofnuð á Akureyri árið 1995. Miðstöðin er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum