Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Framlengdur frestur vegna landsáætlunar um úrgang

Úrgang má víða nota sem hráefni

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024. Umsögnum verður nú hægt að skila til 10. september næstkomandi.

Í drögunum er að finna ítarlegt yfirlit yfir núverandi stöðu úrgangsmála á Íslandi, bæði hvað varðar magn einstakra úrgangsflokka og þróun mismunandi leiða í meðhöndlun úrgangs. Þar eru einnig sett fram tímasett markmið sem öll miða að því að bæta nýtingu auðlinda og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur á umhverfið og heilsu manna.

Nánari upplýsingar er að finna í fyrri frétt umhverfisráðuneytisins af drögum að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024.

Umsögnum um landsáætlunardrögin skal skilað sem fyrr segir í síðasta lagi 10. september næstkomandi á netfangið [email protected] eða í bréfapósti, merkt Umhverfisráðuneytið, Skuggasund 1, 150 Reykjavík.

 Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum