Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2024 Matvælaráðuneytið

Úthlutun úr fiskeldissjóði fyrir árið 2024

Stjórn fiskeldisjóðs hefur úthlutað 437,2 milljónum króna til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum.

Alls bárust 29 umsóknir frá átta sveitarfélögum, samtals að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna, sem er meira en þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar.

Umsóknarfrestur var til 6. mars og lauk úthlutun 8. apríl. Eftirtalin sextán verkefni hlutu styrk að þessu sinni:

 

Bolungarvík

34.469.000

Aðkoma, aðstaða og aðgengi að hafnarsvæði

15.447.000

Neysluvatnsholur í Bolungarvík

19.022.000

 

Fjarðabyggð

 

151.840.000

Fráveita á Breiðdalsvík, seinni hluti, hreinsivirki

26.494.000

Kaup á slökkvibifreið, Fjarðabyggð

44.452.000

Leikskólinn Dalborg, Eskifirði, innanhúsfrágangur

40.447.000

Lenging Strandabryggju, Fáskrúðsfirði

40.447.000

 

Ísafjarðarbær

 

79.407.000

Fráveita á Þingeyri, hreinsivirki

51.660.000

Verknámshús við Menntaskólann á Ísafirði

27.747.000

 

Múlaþing

 

39.646.000

Þjónustumiðstöð, hafnarhús og slökkvistöð, Djúpavogi

39.646.000

 

Strandabyggð

 

25.384.000

Fráveita í Strandabyggð, uppbygging hreinsistöðva

25.384.000

 

Súðavíkurhreppur

 

17.307.000

Mengunarvarnabúnaður fyrir Súðavíkurhöfn

1.457.000

Heitir pottar og aðstaða á Langeyri

15.850.000

 

Vesturbyggð

 

89.147.000

Nýbygging leik- og grunnskóla, Bíldudal

46.454.000

Kaup og uppsetning varmadælu við sundlaugina, Patreksfirði

13.000.000

Rannsóknarrými í Verbúðinni, Patreksfirði

7.175.000

Endurnýjun skólalóðar Patreksskóla, Patreksfirði

22.518.000

 

Samtals kr. 

 

437.200.000

 

Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Til Vestfjarða runnu 56% styrkja í ár, en 44% til Austurlands.

 

Úthlutun 2021 2024

Frá stofnun sjóðsins 2021 hafa 975 milljónir króna runnið til fjölbreyttra og krefjandi verkefna í viðkomandi sveitarfélögum sem hefur auðveldað þeim að mæta vaxandi kröfum íbúa og atvinnulífs í takt við aukin umsvif í sjókvíaeldi. Úthlutunarfjárhæð 2024 er sem fyrr segir 437,2 milljónir króna. Á árinu 2023 var úthlutað 247,7 m.kr., 185 milljónum á árinu 2022 og 105 milljónum á árinu 2021.

Á þessu ári rann stærsti hluti styrkja til skóla og bætts aðbúnaðar nemenda, samtals nær 140 milljónir króna, en því næst til fráveitumála, ríflega 100 milljónir króna. Skiptingu eftir verkefnaflokkum 2024 og 2021-2024 má sjá á meðfylgjandi myndum.

 

 

Verklag og regluverk

Um sjóðinn gilda lög nr. 89/2019. Stjórn sjóðsins ber að leggja faglegt mat á umsóknir og verkefni og forgangsraða þeim í samræmi við hlutverk sjóðsins og áherslur stjórnar hverju sinni. Þær áherslur koma fram í 4. gr. úthlutunarreglna sjóðsins og eru óbreyttar frá fyrra ári. Stjórn sjóðsins hélt fund með fulltrúum sveitarfélaga 9. janúar 2024 og kynnti þar lítilsháttar breytingar á úthlutunarreglum sem felast í ríkari kröfum um að stærri verkefnum sé áfangaskipt þannig að sýnt sé að einstaka verkþáttum geti lokið innan 12 mánaða frá því samningur er undirritaður.

Stjórn sjóðsins fundaði 13 sinnum frá 8. mars til 9. apríl til að fara yfir og meta umsóknir. Stjórn hélt fjarfundi með sveitarfélögunum hverju fyrir sig þar sem færi gafst á að kynna og ræða umsóknirnar og fyrirliggjandi verkefni. Er það mat stjórnar að það hafi gefist vel.

Verklag við mat umsókna var óbreytt en fimm áhersluþættir vega á bilinu 7,5% til 20% og fullnægjandi kostnaðar- og framkvæmdaáætlun gildir allt að 30%. Forgangsröðun matsþátta kemur fram á matsblaði sem stjórn studdist við og er hluti af úthlutunarreglum.

Fjárhæð samþykktra umsókna nam samtals um 1.133.771.703 kr. Þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er lægra en sú fjárhæð ákvað stjórn sjóðsins að setja hámark á styrki að fjárhæð 70 milljónir króna. Allar samþykktar umsóknir sem voru hærri en 20 milljónir króna voru fyrst skertar hlutfallslega miðað við einkunn, en til þess að samtala úthlutaðra styrkja væri 437,2 m.kr., sem er sú fjárhæð sem sjóðurinn hefur til úthlutunar, voru samþykktar umsóknir, hærri en 20 milljónir króna, síðan skertar um 24%.

Stjórn sjóðsins var samstíga í einkunnagjöfinni. Stjórnin metur það svo að aðferðafræðin sem beitt var við mat á umsóknum hafi gefist vel og einkum sú nýbreytni að halda fjarfundi með fulltrúum sveitarfélaganna. Stefnir stjórnin að því að beita sambærilegri aðferðafræði við úthlutun á næsta ári og leggur áherslu á að hafa áfram gott samráð við sveitarfélögin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum