Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2024 Innviðaráðuneytið

Framlög Jöfnunarsjóðs 2024 vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna

Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga á grundvelli reglugerðar nr. 144/2024 til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna að fjárhæð 1.078 m.kr. á árinu 2024.

Áætlun framlaga hefur verið uppfærð á grundvelli uppfærðra upplýsinga frá Hagstofu Íslands en þær eru:

  • Fjöldi barna 1. janúar 2023.
  • Meðaltal barna með stuðning í grunnskólum skólaárin 2019/2020, 2020/2021 og 2021/2022 og fjöldi barna með stuðning í leikskólum árin 2020, 2021 og 2022.
  • Fjöldi barna á heimilum með undir 60% af miðgildi ráðstöfunartekna árið 2022.
  • Fjöldi innflytjenda af fyrstu og annarri kynslóð 1. janúar 2023.

Áætluð framlög

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum