Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson nýr fjármála- og efnahagsráðherra

Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún við lyklaskiptin í ráðuneytinu.  - myndSigurjón Ragnar

Sigurður Ingi Jóhannsson tók í dag við lyklavöldum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem er nýr utanríkisráðherra.

Sigurður Ingi hefur gegnt embætti innviðaráðherra frá 28. nóvember 2021. Hann var sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016, umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 30. nóvember 2017 til 28. nóvember 2021.

Þórdís Kolbrún óskaði Sigurði Inga góðs gengis í störfum fjármála- og efnahagsráðherra. „Hér er hlaupabrettið almennt frekar hratt stillt. Sem betur fer starfar hér framúrskarandi fólk sem er vant að hlaupa hratt og horfa á stóru myndina, sem skiptir verulegu máli,“ sagði hún við lyklaskiptin.

Sigurður Ingi sagðist ekki koma alveg ókunnugur að málaflokknum og vissi til þess að í ráðuneytinu væri öflugt fólk. „Þetta er spennandi og mikilvægt starf sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði hann.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum