Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2024 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur - myndiStock/StockSeller_ukr

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 2. apríl sl. Matvælaráðuneytinu bárust 57 gild tilboð um kaup, sölutilboð voru 30.

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum Afurð sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 280 kr./ltr.

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 30.
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 57.
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 27.
  • Fjöldi sölutilboða yfir jafnvægisverði var 16.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 2.564.519 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 1.761.000 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 888.000
  • lítrar að andvirði 248.640.000,- kr.
  • Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra eru 14 talsins og selja 72% af sínu framboðna magni.
  • Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 30 talsins og fá 100% af eftirspurðu magni í sinn hlut.
  • Tvö tilboð bárust sem uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Þann 1. janúar sl. tók gildi breyting á reglugerð nr. 348/2022 er varðar markaðsframkvæmd. Kaupandi skal inna af hendi greiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins eigi síðar en 20 dögum eftir markaðsdag en að öðrum kosti falla kaupin niður, sbr. 7. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar. Andvirði greiðslumarksins greiðist seljendum þegar kaupendur hafa staðið skil á greiðslum og uppgjöri viðskipta er lokið.

Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum