Fyrirsögnin

Í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar. Sömuleiðis er á stundum tilefni til að kalla eftir skoðunum almennings í aðdraganda slíkrar vinnu. Þá vekur ráðuneytið gjarnan athygli almennings á því þegar Evrópusambandið óskar eftir samráði við almenning í tengslum við málefni sem heyra undir EES-samninginn. Umsagnir má senda í tölvupósti á postur@uar.is eða með bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar - 24.2.2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar eru gerðar vegna innleiðinga Evróputilskipana sem hafa það að markmiði að sporna við brotum sem hafa áhrif á umhverfið.

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum um skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins - 1.2.2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Um er að ræða aðra skýrslu Íslands til samningsins en aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira

Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit í kynningu - 18.1.2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Lesa meira

Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins - 14.12.2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið undirbýr nú gerð annarrar skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Skýrslan verður unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og tekur ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.

Lesa meira