jokullbanner

Fréttir

Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um Vatnajökulþjóðgarði

Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð - 24/1/07

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Vatnajökulsþjóðgarð á Alþingi í gær. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Ítarleg samantekt Náttúrufræðistofnunar Íslands á verndargildi svæðisins hefur leitt í ljós óvenjulegan fjölbreytileika og náttúrufar sem á óvíða sinn líka, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Í máli ráðherra kom fram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs væri lang stærsta verkefni sem íslensk stjórnvöld hefðu ráðist í í náttúruvernd fyrr og síðar. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fékk góða aðstoð við að opna Gljúfrastofu formlega.

Umhverfisráðherra opnaði gestastofu í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum - 20/4/07

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði í gær gestastofu fyrir þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum þar sem hægt verður að taka á móti ferðamönnum og veita upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn. Gestastofan er staðsett í Ásbyrgi og nefnist Gljúfrastofa. Lesa meira
Í Skaftafelli

Skipað hefur verið í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs - 19/6/07

Umhverfisráðherra hefur skipað fjögur svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Hlutverk svæðisráða Vatnajökulsþjóðgars fram að stofnun hans er að veita ráðgjöf við gerð reglugerðar um þjóðgarðinn og annan undirbúning. Auk þess munu formenn svæðisráðanna sitja í stjórn þjóðgarðsins. Lesa meira
Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra.

Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs - 16/8/07

Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður hennar. Helstu verkefni stjórnarinnar eru m.a. stefnumótun þjóðgarðsins, yfirumsjón með gerð tillögu að verndaráætlun, gerð fjárhagsáætlunar og samstarf við stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila. Lesa meira

Útgáfa

Skýrsla ráðgjafarnefndar um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs

Ráðgjafarnefnd umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs afhenti Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra skýrslu um niðurstöður sínar í nóvember. Lesa meira