Hoppa yfir valmynd
11. maí 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samræmd stefnumörkun um málefni hafsins

Hafid_kapa_litil
Hafid_kapa_litil

Umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra kynntu samræmda stefnumörkun um málefni hafsins á fréttamannafundi þann 7. maí sl. Stefnumörkunin var samþykkt á ríkisstjórnarfundi þann 25. apríl sl. að tillögu umhverfis- sjávarútvegs- og utanríkisráðherra. Stefnumörkunin var unnin af samráðsnefnd ráðuneytanna þriggja og grundvallast á því að viðhaldið sé heilbrigði hafsins, líffræðilegum fjölbreytileika og framleiðni í hafinu, þannig að sjálfbær nýting auðlinda hafsins geti áfram verið einn af þeim mikilvægu þáttum er tryggja góða lífsafkomu og velferð Íslendinga. Blaðamannafundur um stefnumörkun um málefni hafsins. Gunnar Pálsson, sendiherra, Siv og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um borð í Árna FriðrikssyniÍ stefnumörkuninni er lögð áhersla á að virk þátttaka og frumkvæði Íslands á alþjóðavettvangi sé grundvöllur þess að vinna sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar fylgi og þar með sjónarmiðum Íslands er kemur að málefnum hafsins. Við vinnu og mótun heildarstefnu í málefnum hafsins var leitast við að draga saman á einn stað fyrirliggjandi stefnumörkun, skuldbindingar og áherslur. Jafnframt eru lagðar nýjar áherslur og gerðar tillögur um leiðir að markmiðum. Stefnumörkunin er í senn stefna og upplýsinga- og fræðslurit fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar og almenning, innanlands sem utan, um stefnu Íslands í málefnum hafsins.

Samræmd stefnumörkun um málefni hafsins - PDF

Hafið - viðaukar

Umhverfisráðuneytið



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum