Um ráðuneytið

Stofnanir sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, eru sjálfstæð ríkisstofnun en hlutverk hennar er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði ÍSOR.

Landgræðsla ríkisins

Landgræðsla ríkisins vinnur fyrir stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, endurheimt landgæða, gróðurvernd og gróðureftirliti. Ennfremur að rannsóknum og þróun á þessu sviði og fræðslu. Þá er stofnunin í forsvari fyrir Íslands hönd í erlendu samstarfi á sviði landgræðslu.

Árangursstjórnunarsamningur

Landmælingar Íslands

Hlutverk Landmælinga Íslands er að afla, vinna úr, geyma og selja landfræðileg gögn og upplýsingar um Ísland með þeim gæðum sem samfélagið, fyrirtæki og einstaklingar hafa þörf fyrir á hverjum tíma.

Árangursstjórnunarsamningur

Mannvirkjastofnun  Helsta hlutverk Mannvirkjastofnunar er að sinna stjórnsýslu á sviði byggingarmála, brunavarna og rafmagnsöryggismála.

Árangursstjórnunarsamningur

Náttúrufræðistofnun Íslands

Stofnunin skal stunda undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru landsins. Hún skal varðveita niðurstöður og eintök í fræðilegum söfnum er veiti sem best yfirlit um náttúru landsins.

Árangursstjórnunarsamningur

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

Stöðin sér um að framkvæmdar verði þær rannsóknir sem eru nauðsynlegur grundvöllur verndunar Mývatns og Laxár og er stjórnvöldum til ráðgjafar um allt það er lítur að náttúruvernd í Skútustaðahreppi og í og meðfram Laxá til sjávar.

Árangursstjórnunarsamningur

Skipulagsstofnun

Hlutverk stofnunarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd skipulagslaga og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, að veita ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál, að sjá um að upplýsingar um áætlanir um landnotkun á landsvísu séu fyrir hendi og stuðla að innbyrðis samræmi þeirra, og að framfylgja ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.

Árangursstjórnunarsamningur

Skógræktin
Skógræktin er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili, sem vinnur með og fyrir stjórnvöld, almenning og aðra hagsmunaaðila að rannsóknum, þróun, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógræktar. Þá er stofnunin í forsvari fyrir Íslands hönd í erlendu samstarfi á sviði skógræktar.

Árangursstjórnunarsamningur

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Stofnunin er samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða hér á landi og er ætlað að efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi á því sviði. Stofnunin hefur aðsetur á Akureyri.

Árangursstjórnunarsamningur

Umhverfisstofnun

Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Árangursstjórnunarsamningur

Úrvinnslusjóður
Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Hann skal með hagrænum hvötum koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög um Úrvinnslusjóð.

Árangursstjórnunarsamningur

Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður fer með stjórn þjóðgarðsins, rekur gestastofur hans, sinnir landvörslu og veitir gestum þjóðgarðsins fræðslu og þjónustu.

Árangursstjórnunarsamningur

Veðurstofa Íslands

Hlutverk Veðurstofu Íslands er vöktun lofts, láðs og lagar með öflun, gæðaeftirliti, varðveislu og greiningu upplýsinga ásamt rannsóknum byggðum á þeim. Einnig miðlun upplýsinga og þjónusta við notendur.

Árangursstjórnunarsamningur