Um ráðuneytið

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigrún Magnúsdóttir er fædd 15. júní 1944. Eiginmaður hennar

Sigrún Magnúsdóttir. 

er Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og alls eiga þau fimm uppkomin börn.

Sigrún lauk kvennaskólaprófi og landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961, prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962 og stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1974-1976. Þá lauk hún BA-prófi í þjóðfræði og borgarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2006.

Sigrún stundaði áður m.a. banka- og skrifstofustörf í Þýskalandi og á Íslandi, verið kennari um tveggja ára skeið og kaupmaður í Reykjavík í rúma tvo áratugi. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1986 – 2002 og varaborgarfulltrúi þar á undan. Þá gegndi hún starfi forstöðumanns og kynningastjóra Víkurinnar, Sjóminjasafnsins í Reykjavík, á árunum 2005 - 2011.

Helstu pólítísk störf:

 • Í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps 1970-1972.
 • Formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík og í stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaga í Reykjavík 1981-1986.
 • Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1982-2002 og frá 2008.
 • Borgarfulltrúi 1986-2002, varaborgarfulltrúi 1982-1986.  
 • Í landsstjórn Framsóknarflokksins 1989-1993.
 • Í fræðsluráði Reykjavíkur 1991-1994, formaður 1994-2002.
 • Formaður borgarráðs 1994-2000.
 • Formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans 1994-2002.
 • Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1994-2002.
 • Varaformaður Hafnarstjórnar Reykjavíkur 1994-2002.
 • Formaður nefndar um að koma á laggirnar sjóminjasafni í Reykjavík 2001-2004.
 • Varaformaður stjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík 2002-2003.
 • Í stjórn Framkvæmda- og eignaráðs borgarinnar 2008-2010.
 • Í stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík 2010-2012.
 • Formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík 2011-2012.
 • Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013-2015.
 • Formaður Þingvallanefndar síðan 2013.
Sigrún var kosin alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í apríl árið 2013 og tók þá jafnframt við stöðu þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Hún tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra 31. desember 2014.