Úrskurðir

Úrskurðir

Úrskurði ráðuneytisins eftir 8. júlí 2010 má nálgast á yfirlitssíðunni Réttarheimild.is.


08.07.2010
Vegna stjórnsýslukæru frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna urðunarstaðar við Klofning í Önundarfirði.
10.05.2010
Vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um að hafna beiðni Borgarbyggðar um veitingu undanþágu frá reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda.
15.03.2010  Vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis fyrir Skotfélag Reykjavíkur. 
15.03.2010  Vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. 
02.03.2010  Vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis fyrir Sorpstöð Suðurlands til að urða óvirkan úrgang í landi Kirkjuhjáleigu í Sveitarfélaginu Ölfusi. 
28.01.2010 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. október 2009 um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og öðrum framkvæmdum.
 27.11.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að lagning vegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
16.11.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að sjókvíaeldi í Dýrafirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
28.09.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu.
09.07.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að framkvæmd vegna vegalagningar um Djúpafjörð austanverðan skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
12.06.2009 Vegna ákvörðunar prófnefndar mannvirkjahönnuða um synjun á þátttöku í námskeiði.
03.06.2009 Vegna starfsleyfis fyrir Granir ehf.
29.05.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að virkjun í Svelgsá skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
08.04.2009 Vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis vegna Lýsis h.f. í Þorlákshöfn.
23.02.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að akstursíþróttasvæði í Glerárdal skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
26.01.2009 Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að framkvæmd vegna virkjunar við Brúará skuli sæta mati á umhverfisáhrifum.
02.01.2009 Vegna stjórnsýslukæru vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Flugklúbb Selfoss til reksturs flugvallar með eldsneytisafgreiðslu á Selfossi.

Eldri úrskurði umhverfisráðuneytisins má nálgast á rettarheimild.is.

Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarvarnarmála

Nefndin kveður upp úrskurði í ágreiningsmálum um framkvæmd laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, um reglugerðir sem settar eru á grundvelli laganna, um heilbrigðissamþykktir sveitarfélaga og um ákvarðanir yfirvalda. Úrskurði nefndarinnar má nálgast hér á rettarheimild.is.

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Nefndin kveður upp úrskurði í ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Jafnframt skal hún kveða upp úrskurði í ágreiningsmálum sem henni er falið að skera úr um á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Úrskurði nefndarinnar má nálgast á vef nefndarinnar www.usb.is.