Umhverfisþing
Kvískerjasjóður

Kvískerjasjóður

Kvískerjasjóður var stofnaður 15. janúar 2003 af umhverfisráðuneytinu til heiðurs Kvískerjasystkinum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Systkinin á Kvískerjum voru og eru einstök í sinni röð. Á fræðisviðinu urðu þau sín eigin Akademía svo annálað þykir.

Kvísker voru með afskekktari bæjum á landinu, en með bættum samgöngum og fjarskiptum hefur sú einangrun verið rofin. Kvískerjasjóði er ætlað að stuðla að því að framhald verði á því umfangsmikla fræða- og rannsóknarstarfi sem stundað hefur verið á Kvískerjum undanfarna áratugi.


Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

 Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2017.

 Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.

 Umsóknum skal fylgja:

  • Greinagóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
  • Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
  • Upplýsingar um helstu samstarfsaðila.
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins þar sem fram kemur framlag samstarfsaðila og fjárhæð sem sótt er um.

Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til formanns sjóðsstjórnar, Sigurlaugar Gissurardóttur, Brunnhóli á Mýrum, 781 Hornafirði, merktar Kvískerjasjóður,  á netfangið: sigurlaug@brunnholl.is.

Tilkynnt verður um styrkveitingar fyrir lok apríl og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veittar í síma: 478 1029 eða á netfangi: sigurlaug@brunnholl.is