Hoppa yfir valmynd
6. maí 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna. Umhverfisráðherra á áfangastað.
Fyrir utan umhverfisráðuneytið

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók þátt í að ræsa átakinu Hjólað í vinnuna í Húsdýragarðinum í Reykjavíku í morgun. Hún flutti þar stutt ávarp og hjólaði svo af stað með Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra, Kristjáni Möller samgönguráðherra og Sigrúnu Stefánsdóttur, dagskrárstjóra RÚV.

Hjólað í vinnuna er fyrirtækjakeppni sem haldin er um allt land dagana 6. - 26. maí. Það er fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði, sem stendur fyrir átakinu.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir þeir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.

Heimasíða átaksins.

Hjólað af stað í Laugardalnum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum