Hoppa yfir valmynd
3. desember 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra skoðar endurvinnslu á plasti

Umhverfisráðherra í PM endurvinnslu ehf.
Hjá PM endurvinnslu í Gufunesi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra heimsótti PM endurvinnslu ehf. í Gufunesi í fyrradag. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu á bændafilmu, trollum og þorskanetum.

Vinnsla fyrirtækisins er byggð á þróunarvinnu Jóns Einar Hjartarsonar að Læk í Ölfusi sem hefur frá árinu 1980 unnið að endurvinnslu á plasti og framleiðslu á plasthlutum úr hinu endurunna efni. Jón hefur hlotið viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf á sviði endurvinnslu.

Með þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað er hægt að þvo hráefnið það vel að gæði þess endurunna plasts sem vélarnar skila af sér eru með þeim bestu sem völ er á.

Endurvinnslulína sem sett hefur verið upp í Gufunesinu getur unnið 4.000 tonn af plasti á ári.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum