Hoppa yfir valmynd
21. október 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vistvæn gestastofa

Teikning af fyrirhugaðri gestastofu á Skriðuklaustri.
Gestastofa á Skriðuklaustri

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að gestastofa garðsins á Skriðuklaustri verði byggð samkvæmt vistvænum stöðlum. Talið er að gestastofan verði fyrsta húsið hér á landi sem fengi slíka vottun samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

Notast verður við breska staðalinn BREEAM, sem tekur til hönnunar, byggingar og reksturs hússins. Staðallinn byggir á evrópskum byggingarreglum. Talið er að aukalegur kostnaður við að byggja samkvæmt staðlinum geti numið allt að 10 milljónir króna en reynslan sýnir að slíkar byggingar eru ódýrara í rekstri en hefðbundnar byggingar.

Heimasíða BREEAM.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum